Af hverju bara hálft skref áfram? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 4. maí 2024 07:00 Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu. Frumvarp ráðherra kemur í kjölfar svartrar skýrslu um þær miklu breytingar sem áttu sér stað þegar Menntasjóðurinn tók við hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í frumvarpinu felast tvær megin breytingar. Annars vegar er ábyrgðamannakerfið lagt niður, nokkuð sem kallað hefur verið eftir mjög lengi, og hins vegar er nemendum gert kleift að skipta um nám eftir fyrsta námsárið, án þess að það komi niður á upphæð námsstyrks sem nemandi getur fengið. Með fram þessu tilkynnti ráðherra einnig um hækkun á frítekjumarki, en sú breyting kallar ekki á lagabreytingar. Allt eru þetta góðar og mikilvægar breytingar, en því miður ganga þær alls ekki nógu langt til þess að bæta kjör nemenda. Ef horft er til krafna námsmanna (eitthvað sem ætti að teljast sjálfsagt þegar lögum um menntasjóð þeirra er breytt) er ljóst að mikið meira þarf til. Í fyrsta lagi þarf að hækka framfærsluviðmið til muna svo að nemendur geti stundað fullt nám, án þess að hafa sífelldar áhyggjur af því að ná endum saman og neyðast til að vinna öll kvöld og helgar til þess eins að geta lifað námsárin af. Í öðru lagi þarf að afnema, eða stórhækka, frítekjumörk svo að þau sem velja að vinna haldi enn rétti sínum til námslána og styrkja. Sannleikurinn er sá að flestir nemendur sem vinna 50-100% vinnu með námi yfir veturinn fá svo mikla skerðingu á námsláni að það tekur því ekki fyrir þau að sækja um lán. Þetta er eitt af því sem skýrir hvers vegna mun færri sækja um lán hjá Menntasjóðnum en vonir stóðu til um. Einnig er mikilvægt að nemendum sé gefið aukið svigrúm þegar kemur að því að klára nám sitt. Í mörgum námsgreinum eru stórir áfangar sem spanna 10 einingar, eða þriðjung náms á önn. Fall í slíkum áfanga þýðir í dag að engin námslán eru greidd út fyrir þá önn, þrátt fyrir að nemandi standist öll önnur námskeið á önninni. Nemendum er í raun ekki gefið neitt svigrúm til að mistakast eða læra af mistökum sínum. Þessi ríka krafa um námsárangur skapar því mikið stress, álag og áhyggjur fyrir nemendur sem mega þannig ekki klikka á neinu fagi. Allt eru þetta atriði sem við Píratar lögðum fram fyrr í vetur í okkar eigin frumvarpi um bætta stöðu námsmanna. Þar sem litlar líkur eru á því að okkar mál fái þinglega meðferð, frekar en önnur þingmannamál, þá höfum við lagt fram sambærilegar breytingartillögur við frumvarp ráðherra sem nú liggur inni í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Það er von okkar að þingmenn stjórnarflokkanna hafi í huga að þessar tillögur eru allar komnar frá námsmönnum sjálfum, við erum bara sendiboðinn með skilaboðin. Það er nauðsynlegt að þessum tillögum sé tekið með opnum hug, því framfaraskref til námsmanna í dag eru lykilatriði fyrir hagsæld Íslands til framtíðar. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu. Frumvarp ráðherra kemur í kjölfar svartrar skýrslu um þær miklu breytingar sem áttu sér stað þegar Menntasjóðurinn tók við hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í frumvarpinu felast tvær megin breytingar. Annars vegar er ábyrgðamannakerfið lagt niður, nokkuð sem kallað hefur verið eftir mjög lengi, og hins vegar er nemendum gert kleift að skipta um nám eftir fyrsta námsárið, án þess að það komi niður á upphæð námsstyrks sem nemandi getur fengið. Með fram þessu tilkynnti ráðherra einnig um hækkun á frítekjumarki, en sú breyting kallar ekki á lagabreytingar. Allt eru þetta góðar og mikilvægar breytingar, en því miður ganga þær alls ekki nógu langt til þess að bæta kjör nemenda. Ef horft er til krafna námsmanna (eitthvað sem ætti að teljast sjálfsagt þegar lögum um menntasjóð þeirra er breytt) er ljóst að mikið meira þarf til. Í fyrsta lagi þarf að hækka framfærsluviðmið til muna svo að nemendur geti stundað fullt nám, án þess að hafa sífelldar áhyggjur af því að ná endum saman og neyðast til að vinna öll kvöld og helgar til þess eins að geta lifað námsárin af. Í öðru lagi þarf að afnema, eða stórhækka, frítekjumörk svo að þau sem velja að vinna haldi enn rétti sínum til námslána og styrkja. Sannleikurinn er sá að flestir nemendur sem vinna 50-100% vinnu með námi yfir veturinn fá svo mikla skerðingu á námsláni að það tekur því ekki fyrir þau að sækja um lán. Þetta er eitt af því sem skýrir hvers vegna mun færri sækja um lán hjá Menntasjóðnum en vonir stóðu til um. Einnig er mikilvægt að nemendum sé gefið aukið svigrúm þegar kemur að því að klára nám sitt. Í mörgum námsgreinum eru stórir áfangar sem spanna 10 einingar, eða þriðjung náms á önn. Fall í slíkum áfanga þýðir í dag að engin námslán eru greidd út fyrir þá önn, þrátt fyrir að nemandi standist öll önnur námskeið á önninni. Nemendum er í raun ekki gefið neitt svigrúm til að mistakast eða læra af mistökum sínum. Þessi ríka krafa um námsárangur skapar því mikið stress, álag og áhyggjur fyrir nemendur sem mega þannig ekki klikka á neinu fagi. Allt eru þetta atriði sem við Píratar lögðum fram fyrr í vetur í okkar eigin frumvarpi um bætta stöðu námsmanna. Þar sem litlar líkur eru á því að okkar mál fái þinglega meðferð, frekar en önnur þingmannamál, þá höfum við lagt fram sambærilegar breytingartillögur við frumvarp ráðherra sem nú liggur inni í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Það er von okkar að þingmenn stjórnarflokkanna hafi í huga að þessar tillögur eru allar komnar frá námsmönnum sjálfum, við erum bara sendiboðinn með skilaboðin. Það er nauðsynlegt að þessum tillögum sé tekið með opnum hug, því framfaraskref til námsmanna í dag eru lykilatriði fyrir hagsæld Íslands til framtíðar. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun