Af hverju bara hálft skref áfram? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 4. maí 2024 07:00 Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu. Frumvarp ráðherra kemur í kjölfar svartrar skýrslu um þær miklu breytingar sem áttu sér stað þegar Menntasjóðurinn tók við hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í frumvarpinu felast tvær megin breytingar. Annars vegar er ábyrgðamannakerfið lagt niður, nokkuð sem kallað hefur verið eftir mjög lengi, og hins vegar er nemendum gert kleift að skipta um nám eftir fyrsta námsárið, án þess að það komi niður á upphæð námsstyrks sem nemandi getur fengið. Með fram þessu tilkynnti ráðherra einnig um hækkun á frítekjumarki, en sú breyting kallar ekki á lagabreytingar. Allt eru þetta góðar og mikilvægar breytingar, en því miður ganga þær alls ekki nógu langt til þess að bæta kjör nemenda. Ef horft er til krafna námsmanna (eitthvað sem ætti að teljast sjálfsagt þegar lögum um menntasjóð þeirra er breytt) er ljóst að mikið meira þarf til. Í fyrsta lagi þarf að hækka framfærsluviðmið til muna svo að nemendur geti stundað fullt nám, án þess að hafa sífelldar áhyggjur af því að ná endum saman og neyðast til að vinna öll kvöld og helgar til þess eins að geta lifað námsárin af. Í öðru lagi þarf að afnema, eða stórhækka, frítekjumörk svo að þau sem velja að vinna haldi enn rétti sínum til námslána og styrkja. Sannleikurinn er sá að flestir nemendur sem vinna 50-100% vinnu með námi yfir veturinn fá svo mikla skerðingu á námsláni að það tekur því ekki fyrir þau að sækja um lán. Þetta er eitt af því sem skýrir hvers vegna mun færri sækja um lán hjá Menntasjóðnum en vonir stóðu til um. Einnig er mikilvægt að nemendum sé gefið aukið svigrúm þegar kemur að því að klára nám sitt. Í mörgum námsgreinum eru stórir áfangar sem spanna 10 einingar, eða þriðjung náms á önn. Fall í slíkum áfanga þýðir í dag að engin námslán eru greidd út fyrir þá önn, þrátt fyrir að nemandi standist öll önnur námskeið á önninni. Nemendum er í raun ekki gefið neitt svigrúm til að mistakast eða læra af mistökum sínum. Þessi ríka krafa um námsárangur skapar því mikið stress, álag og áhyggjur fyrir nemendur sem mega þannig ekki klikka á neinu fagi. Allt eru þetta atriði sem við Píratar lögðum fram fyrr í vetur í okkar eigin frumvarpi um bætta stöðu námsmanna. Þar sem litlar líkur eru á því að okkar mál fái þinglega meðferð, frekar en önnur þingmannamál, þá höfum við lagt fram sambærilegar breytingartillögur við frumvarp ráðherra sem nú liggur inni í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Það er von okkar að þingmenn stjórnarflokkanna hafi í huga að þessar tillögur eru allar komnar frá námsmönnum sjálfum, við erum bara sendiboðinn með skilaboðin. Það er nauðsynlegt að þessum tillögum sé tekið með opnum hug, því framfaraskref til námsmanna í dag eru lykilatriði fyrir hagsæld Íslands til framtíðar. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu. Frumvarp ráðherra kemur í kjölfar svartrar skýrslu um þær miklu breytingar sem áttu sér stað þegar Menntasjóðurinn tók við hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í frumvarpinu felast tvær megin breytingar. Annars vegar er ábyrgðamannakerfið lagt niður, nokkuð sem kallað hefur verið eftir mjög lengi, og hins vegar er nemendum gert kleift að skipta um nám eftir fyrsta námsárið, án þess að það komi niður á upphæð námsstyrks sem nemandi getur fengið. Með fram þessu tilkynnti ráðherra einnig um hækkun á frítekjumarki, en sú breyting kallar ekki á lagabreytingar. Allt eru þetta góðar og mikilvægar breytingar, en því miður ganga þær alls ekki nógu langt til þess að bæta kjör nemenda. Ef horft er til krafna námsmanna (eitthvað sem ætti að teljast sjálfsagt þegar lögum um menntasjóð þeirra er breytt) er ljóst að mikið meira þarf til. Í fyrsta lagi þarf að hækka framfærsluviðmið til muna svo að nemendur geti stundað fullt nám, án þess að hafa sífelldar áhyggjur af því að ná endum saman og neyðast til að vinna öll kvöld og helgar til þess eins að geta lifað námsárin af. Í öðru lagi þarf að afnema, eða stórhækka, frítekjumörk svo að þau sem velja að vinna haldi enn rétti sínum til námslána og styrkja. Sannleikurinn er sá að flestir nemendur sem vinna 50-100% vinnu með námi yfir veturinn fá svo mikla skerðingu á námsláni að það tekur því ekki fyrir þau að sækja um lán. Þetta er eitt af því sem skýrir hvers vegna mun færri sækja um lán hjá Menntasjóðnum en vonir stóðu til um. Einnig er mikilvægt að nemendum sé gefið aukið svigrúm þegar kemur að því að klára nám sitt. Í mörgum námsgreinum eru stórir áfangar sem spanna 10 einingar, eða þriðjung náms á önn. Fall í slíkum áfanga þýðir í dag að engin námslán eru greidd út fyrir þá önn, þrátt fyrir að nemandi standist öll önnur námskeið á önninni. Nemendum er í raun ekki gefið neitt svigrúm til að mistakast eða læra af mistökum sínum. Þessi ríka krafa um námsárangur skapar því mikið stress, álag og áhyggjur fyrir nemendur sem mega þannig ekki klikka á neinu fagi. Allt eru þetta atriði sem við Píratar lögðum fram fyrr í vetur í okkar eigin frumvarpi um bætta stöðu námsmanna. Þar sem litlar líkur eru á því að okkar mál fái þinglega meðferð, frekar en önnur þingmannamál, þá höfum við lagt fram sambærilegar breytingartillögur við frumvarp ráðherra sem nú liggur inni í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Það er von okkar að þingmenn stjórnarflokkanna hafi í huga að þessar tillögur eru allar komnar frá námsmönnum sjálfum, við erum bara sendiboðinn með skilaboðin. Það er nauðsynlegt að þessum tillögum sé tekið með opnum hug, því framfaraskref til námsmanna í dag eru lykilatriði fyrir hagsæld Íslands til framtíðar. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun