Af auðvaldsmönnum og undirlægjuhætti Ester Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2024 14:01 Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. Á meðan ber náttúran og villti laxastofninn tjónið af þessum glæfraskap sem sjóakvíaeldi er og hefur verið þröngvað upp á þjóðina í frekju og yfirgangi norskra auðvaldsmanna og auðsveipum klappstýrum þeirra úr röðum íslenskra stjórnvalda. Norskir auðvaldsmenn hafa lagt stjórnvöld íslands föðurlega niður í firði landsins eins og undirleita brúði á hjónasæng á brúðkaupsnóttu. Á meðan stendur þjóðin öll og horfir á með óbragð í munni yfir þessum undirlægjuhætti. Fólkið í landinu á að hafa rétt á því að hafa eitthvað um það að segja, hvernig farið er með landið þeirra, eigur og möguleika til afkomu. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi þess fjölda sem starfa við leiðsögn við árnar, starfsfólki veiðihúsa og veiðileyfasölum og allri þjónustu því tengdu. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar laxastofnar hafa erfðablandast norskum eldislaxi og árnar okkar orðnar verðlausar? Þessari tekjulind er fórnað fyrir norska mengandi stóriðju. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð til matvælaframleiðslu, gerðar í óþökk samfélagsins og vinnur kerfisbundið gegn annarri atvinnuuppbyggingu. Við höfum öll haft hátt, þessi 70% þjóðarinnar sem er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en stjórnvöld hafa engu skeytt um mótmæli umráðamanna, bænda eða landeigenda. Þau eru of upptekin við að sinna hagsmunagæslustörfum fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Slík hagsmunagæsla hefur meðal annars komið fram í formi grænskúraðs frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem siglir kaldhæðnislega undir fána Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Þar færir hún sjókvíaeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðvaldsmanna yfirráð og ótímabundin afnot af íslenskum fjörðum á silfurfati. Það er ekki hægt að skauta fram hjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar sem sjókvíaeldi er. Það er ekkert umhverfisvænt við sjókvíaeldi. Samkvæmt rannsókn SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax er fimm sinnum stærri en af veiðum á þorski. Að við tölum ekki um skaðleg áhrif á umhverfið vegna mengunar, sníkjudýra og erfðablöndunar. Mengunin streymir úr kvíunum: úrgangur úr lúsétnum og bækluðum eldisfisknum, skordýraeitur sem hellt er ofan í sjóinn til að sporna við viðbjóðnum, lyfjafóður, örplast og þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum. En talsmenn sjókvíaeldis og ráðamenn þessa lands hafa verið duglegir að afvegaleiða umræðuna til þess að komast upp með þessa valdaníðslu. Þar sem efnahagsleg rök vega þyngra en breytingar á vistkerfi og röskun dýralífs. En sjókvíaeldi og afleiðingar hennar við íslandsstrendur er meira en stórkostleg náttúruröskun, þetta eru hryðjuverk og af þeim hlýst óendurkræft og óbætanlegt tjón. En norðmönnum og stjórnvöldum Íslands finnst það tjón greinilega fyllilega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem mun skapast. Þetta sé okkur öllum fyrir bestu í nafni gróða, atvinnu og uppbyggingar. En hundaskítur smurður með kökukremi er ekki brúðarterta. Afhverju er það svo að maðurinn hefur ákveðið að þeirra réttur sé sterkari umfram allar aðrar lífverur til að notfæra sér náttúruna. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar sjálfra. Að ráðast á náttúruna er að ráðast á okkur sjálf. Við erum ekkert annað en hluti af hennar lífrænu heild og erum henni háð með allt. Það er ákveðinn hroki að ákveða sig aðskilinn frá náttúrunni. En ég sé þetta auðvitað frá sjónarhorni þess sem lifir í náttúrunni og af henni. Árnar okkar eru lífæðar þeirra svæða sem þær renna í gegn um. Aðför að umhverfi okkar er ekki bara aðför að afkomu heldur lífshamingju okkar allra og velferð. En þetta snýst ekki bara um tilfinningalegt gildi heimamanna fyrir jörðum sínum. Það er ekki einkamál heimamanna að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir, heldur hagsmunamál allra landsmanna að vernda náttúruna okkar og setja valdamönnum stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir úr Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. Á meðan ber náttúran og villti laxastofninn tjónið af þessum glæfraskap sem sjóakvíaeldi er og hefur verið þröngvað upp á þjóðina í frekju og yfirgangi norskra auðvaldsmanna og auðsveipum klappstýrum þeirra úr röðum íslenskra stjórnvalda. Norskir auðvaldsmenn hafa lagt stjórnvöld íslands föðurlega niður í firði landsins eins og undirleita brúði á hjónasæng á brúðkaupsnóttu. Á meðan stendur þjóðin öll og horfir á með óbragð í munni yfir þessum undirlægjuhætti. Fólkið í landinu á að hafa rétt á því að hafa eitthvað um það að segja, hvernig farið er með landið þeirra, eigur og möguleika til afkomu. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi þess fjölda sem starfa við leiðsögn við árnar, starfsfólki veiðihúsa og veiðileyfasölum og allri þjónustu því tengdu. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar laxastofnar hafa erfðablandast norskum eldislaxi og árnar okkar orðnar verðlausar? Þessari tekjulind er fórnað fyrir norska mengandi stóriðju. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð til matvælaframleiðslu, gerðar í óþökk samfélagsins og vinnur kerfisbundið gegn annarri atvinnuuppbyggingu. Við höfum öll haft hátt, þessi 70% þjóðarinnar sem er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en stjórnvöld hafa engu skeytt um mótmæli umráðamanna, bænda eða landeigenda. Þau eru of upptekin við að sinna hagsmunagæslustörfum fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Slík hagsmunagæsla hefur meðal annars komið fram í formi grænskúraðs frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem siglir kaldhæðnislega undir fána Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Þar færir hún sjókvíaeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðvaldsmanna yfirráð og ótímabundin afnot af íslenskum fjörðum á silfurfati. Það er ekki hægt að skauta fram hjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar sem sjókvíaeldi er. Það er ekkert umhverfisvænt við sjókvíaeldi. Samkvæmt rannsókn SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax er fimm sinnum stærri en af veiðum á þorski. Að við tölum ekki um skaðleg áhrif á umhverfið vegna mengunar, sníkjudýra og erfðablöndunar. Mengunin streymir úr kvíunum: úrgangur úr lúsétnum og bækluðum eldisfisknum, skordýraeitur sem hellt er ofan í sjóinn til að sporna við viðbjóðnum, lyfjafóður, örplast og þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum. En talsmenn sjókvíaeldis og ráðamenn þessa lands hafa verið duglegir að afvegaleiða umræðuna til þess að komast upp með þessa valdaníðslu. Þar sem efnahagsleg rök vega þyngra en breytingar á vistkerfi og röskun dýralífs. En sjókvíaeldi og afleiðingar hennar við íslandsstrendur er meira en stórkostleg náttúruröskun, þetta eru hryðjuverk og af þeim hlýst óendurkræft og óbætanlegt tjón. En norðmönnum og stjórnvöldum Íslands finnst það tjón greinilega fyllilega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem mun skapast. Þetta sé okkur öllum fyrir bestu í nafni gróða, atvinnu og uppbyggingar. En hundaskítur smurður með kökukremi er ekki brúðarterta. Afhverju er það svo að maðurinn hefur ákveðið að þeirra réttur sé sterkari umfram allar aðrar lífverur til að notfæra sér náttúruna. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar sjálfra. Að ráðast á náttúruna er að ráðast á okkur sjálf. Við erum ekkert annað en hluti af hennar lífrænu heild og erum henni háð með allt. Það er ákveðinn hroki að ákveða sig aðskilinn frá náttúrunni. En ég sé þetta auðvitað frá sjónarhorni þess sem lifir í náttúrunni og af henni. Árnar okkar eru lífæðar þeirra svæða sem þær renna í gegn um. Aðför að umhverfi okkar er ekki bara aðför að afkomu heldur lífshamingju okkar allra og velferð. En þetta snýst ekki bara um tilfinningalegt gildi heimamanna fyrir jörðum sínum. Það er ekki einkamál heimamanna að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir, heldur hagsmunamál allra landsmanna að vernda náttúruna okkar og setja valdamönnum stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir úr Þingeyjarsveit.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun