„Í fangelsi eins og á Litla-Hrauni gerist allt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. maí 2024 10:01 Mennirnir eru allir sammála um að menningin innan veggja Litla-Hrauns sé afar frábrugðin því hvernig hún var fyrir nokkrum árum. Fjórir menn sem hafa afplánað dóma á Íslandi segja allt aðra menningu ríkja innan veggja fangelsis í dag heldur en fyrir nokkrum árum. Harka hafi aukist til muna meðal yngri kynslóðarinnar og það að sitja inni þyki ekki tiltökumál. Þeir lýsa Litla-Hrauni sem leikskóla. Í sjöunda þætti hlaðvarpsins „Frelsið er yndislegt“ koma saman nokkrir menn sem allir hafa setið í fangelsi og reyndar einn sem enn er í afplánun. Það eru þeir Ingólfur Snær, Ásgeir Þór og Andri Ástráðsson auk þáttastjórnandans Guðmundar Inga Þóroddssonar. Andri Ástráðsson og Ásgeir Þór Allir eiga mennirnir það sameiginlegt að hafa farið í fangelsi ungir að aldri. Ingólfur og Ásgeir voru báðir á 18 aldursári. „Ég var bara logandi hræddur,“ segir Ingólfur þegar hann er spurður hvernig tilfinning það hafi verið að stíga inn í fangelsi í fyrsta sinn. „Ég vissi ekki almennilega hvað var að taka við.“ Ásgeir sagðist hafa gengið með kökkinn í hálsinum inn í fangelsið á Skólavörðustíg. „Maður var skíthræddur og vissi ekki hverju ætti að búast við. Ég var 18 ára, nýbyrjaður í neyslu en strax kominn í fangelsi. Maður þurfti bara að vera með grímu fyrstu mánuðina.“ Andri var 21 árs þegar hann var handtekinn fyrir aðild að smygli. „Ég var sóttur í vinnuna af fíknó og fór beint í einangrun á Litla-Hrauni í einn og hálfan mánuð. Einangrunin var nú ekkert djók. Það tók vel á.“ Hann segist hafa verið kvíðinn en spenntur á sama tíma. „Þetta gekk ágætlega en þetta er eitthvað sem tók á í alla staði. Þetta er áfall.“ „Allur pakkinn“ innan veggja Litla-Hrauns Í þættinum ræða mennirnir fangavistina frá upphafi til enda. Meðal umræðuefna er þrepaskipting afplánunar, svört menning í fangelsum, meðferðarstarf, nýtt öryggisfangelsi, áhyggjur af ungu fólki í fangelsum, hvaða vímugjafar eru mest notaðir og hvað tekur við eftir afplánun. Guðmundur segir það staðreynd að nú séu fleiri sem geti farið í svokallað opið úrræði í stað þess að vera í lokuðu fangelsi. Þeir sem veljist þangað séu „í lagi“ og þá verði hinir eftir sem séu veikari. „En ég get sagt að í fangelsum eins og á Litla-Hrauni þá gerist allt. Nauðganir, líkamsárásir, einelti, kynferðisofbeldi. Það er allur pakkinn. Menn taka þátt í allskonar hlutum sem þeir myndu annars ekki gera undir venjulegum kringumstæðum.“ Fangelsin séu búin að missa fælingarmáttinn Mennirnir eru allir sammála um að ný kynslóð sé komin inn í fangelsiskerfið. „Þetta er eins og leikskóli núna,“ segir Ásgeir. Ásgeir Þór var 17 að verða 18 ára þegar hann fór fyrst í fangelsi. „Þegar ég kom inn í fangelsi var ekkert verið að stinga menn, ekki séns. Mennirnir sem stjórnuðu hefðu aldrei leyft það, því það hefði fokkað í þeirra rútínu. En núna eru bara yngri gæjar að reyna að gera sig að einhverju nafni. Þeir eru kannski búnir að heyra frá vinum sínum að „við erum bara að selja hérna, geðveikt gaman“ og þeim langar bara að fara í fangelsi til að vera hluti af þessu og geta sagt þegar þeir koma út að þeir hafi verið í fangelsi.“ Ingólfur segist upplifa það þannig að menn séu miklu fyrr og meðvitaðri að fremja alvarlegri ofbeldisglæpi sem verður til þess að yngri kynslóðir koma inn í fangelsið. Hann telur að það hefði meiri fælingarmátt að þurfa að fara til sálfræðings. „Fangelsi er búið að missa fælingarmáttinn hjá þessum mönnum. Menn setja sig í ákveðin hlutverk til að vera með eitthvað „repp“ í þessum heimi. Þeir segja bara „fokkit ég fer bara að tjilla með homies“ Andri tekur undir með hinum og segir þróunina grátlega. „Það er glatað að það að vera á Litla-Hrauni sé nýja trendið. Fangelsismálastofnun þyrfti að taka þetta fastari tökum.“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Fangelsismál Fíkn Tengdar fréttir Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Í sjöunda þætti hlaðvarpsins „Frelsið er yndislegt“ koma saman nokkrir menn sem allir hafa setið í fangelsi og reyndar einn sem enn er í afplánun. Það eru þeir Ingólfur Snær, Ásgeir Þór og Andri Ástráðsson auk þáttastjórnandans Guðmundar Inga Þóroddssonar. Andri Ástráðsson og Ásgeir Þór Allir eiga mennirnir það sameiginlegt að hafa farið í fangelsi ungir að aldri. Ingólfur og Ásgeir voru báðir á 18 aldursári. „Ég var bara logandi hræddur,“ segir Ingólfur þegar hann er spurður hvernig tilfinning það hafi verið að stíga inn í fangelsi í fyrsta sinn. „Ég vissi ekki almennilega hvað var að taka við.“ Ásgeir sagðist hafa gengið með kökkinn í hálsinum inn í fangelsið á Skólavörðustíg. „Maður var skíthræddur og vissi ekki hverju ætti að búast við. Ég var 18 ára, nýbyrjaður í neyslu en strax kominn í fangelsi. Maður þurfti bara að vera með grímu fyrstu mánuðina.“ Andri var 21 árs þegar hann var handtekinn fyrir aðild að smygli. „Ég var sóttur í vinnuna af fíknó og fór beint í einangrun á Litla-Hrauni í einn og hálfan mánuð. Einangrunin var nú ekkert djók. Það tók vel á.“ Hann segist hafa verið kvíðinn en spenntur á sama tíma. „Þetta gekk ágætlega en þetta er eitthvað sem tók á í alla staði. Þetta er áfall.“ „Allur pakkinn“ innan veggja Litla-Hrauns Í þættinum ræða mennirnir fangavistina frá upphafi til enda. Meðal umræðuefna er þrepaskipting afplánunar, svört menning í fangelsum, meðferðarstarf, nýtt öryggisfangelsi, áhyggjur af ungu fólki í fangelsum, hvaða vímugjafar eru mest notaðir og hvað tekur við eftir afplánun. Guðmundur segir það staðreynd að nú séu fleiri sem geti farið í svokallað opið úrræði í stað þess að vera í lokuðu fangelsi. Þeir sem veljist þangað séu „í lagi“ og þá verði hinir eftir sem séu veikari. „En ég get sagt að í fangelsum eins og á Litla-Hrauni þá gerist allt. Nauðganir, líkamsárásir, einelti, kynferðisofbeldi. Það er allur pakkinn. Menn taka þátt í allskonar hlutum sem þeir myndu annars ekki gera undir venjulegum kringumstæðum.“ Fangelsin séu búin að missa fælingarmáttinn Mennirnir eru allir sammála um að ný kynslóð sé komin inn í fangelsiskerfið. „Þetta er eins og leikskóli núna,“ segir Ásgeir. Ásgeir Þór var 17 að verða 18 ára þegar hann fór fyrst í fangelsi. „Þegar ég kom inn í fangelsi var ekkert verið að stinga menn, ekki séns. Mennirnir sem stjórnuðu hefðu aldrei leyft það, því það hefði fokkað í þeirra rútínu. En núna eru bara yngri gæjar að reyna að gera sig að einhverju nafni. Þeir eru kannski búnir að heyra frá vinum sínum að „við erum bara að selja hérna, geðveikt gaman“ og þeim langar bara að fara í fangelsi til að vera hluti af þessu og geta sagt þegar þeir koma út að þeir hafi verið í fangelsi.“ Ingólfur segist upplifa það þannig að menn séu miklu fyrr og meðvitaðri að fremja alvarlegri ofbeldisglæpi sem verður til þess að yngri kynslóðir koma inn í fangelsið. Hann telur að það hefði meiri fælingarmátt að þurfa að fara til sálfræðings. „Fangelsi er búið að missa fælingarmáttinn hjá þessum mönnum. Menn setja sig í ákveðin hlutverk til að vera með eitthvað „repp“ í þessum heimi. Þeir segja bara „fokkit ég fer bara að tjilla með homies“ Andri tekur undir með hinum og segir þróunina grátlega. „Það er glatað að það að vera á Litla-Hrauni sé nýja trendið. Fangelsismálastofnun þyrfti að taka þetta fastari tökum.“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Fangelsismál Fíkn Tengdar fréttir Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59
Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14