Brúarsmið á Bessastaði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2024 12:00 Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Við þurfum að byggja brú, samfélagssáttmála sem sameinar okkur sem þjóð – og ég treysti engum betur til verksins en Katrínu Jakobsdóttur. Katrín hefur sýnt það í verki að hún er ærleg manneskja sem lætur verkin tala. Hún fellur hvorki í forarpytt ómálefnalegra árása á meðframbjóðendur sína, né veitir stuðningsfólki sínu þegjandi samþykki fyrir slíkri hegðun – og slíkri manneskju treysti ég best til verksins. Það er nefnilega ekki nóg að tala um að allir eigi að vinna saman, það þarf að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau sem hafa fylgst með Katrínu í rökræðum vita hins vegar að hún er ekkert lamb að leika sér við og þar er reynslan af starfi í stjórnmálum einn af styrkleikum Katrínar. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er heiðarleg heimskona með djúpstæða reynslu af hinu alþjóðlega sviði. Staðreyndin er sú að það er stríð í Evrópu og þegar á reynir vil ég hafa forseta á Bessastöðum sem getur staðið í lappirnar, hefur þá vigt sem þarf til að eiga í flóknum samningaviðræðum, þá virðingu sem þarf til að leiðtogar annarra þjóða ljái okkur eyra og þá greiningarhæfileika sem þarf til að lesa í flókna stöðu heimsmálanna hverju sinni. Forseti þarf líka að vera trúverðugur sendiherra íslenskrar menningar og þjóðar. Styðja varðveislu og þróun íslenskrar tungu og tala máli skapandi greina á alþjóðavettvangi; nýsköpunarfyrirtækja og listamanna. Katrín hefur verið ómetanlegur stuðningsmaður íslenskrar máltækniáætlunar, þar sem saman koma þræðir íslenskrar tungu, menningar, gervigreindar og nýsköpunar. Það þurfti framsýnan íslenskufræðing við stjórnvölinn til að byggja þá brú. Verkefni sem að endingu varð til þess að íslenska var fyrst “minni” tungumála til að vera nothæft í ChatGPT og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja, sem meðal annars gera okkur kleift að sjá rauntímatextun máltæknifyrirtækisins Tíró í beinum sjónvarpsútsendingum, nota forritið Bara tala til að læra íslensku, nýta yfirlestur.is máltæknifyrirtækifyrirtækisins Miðeindar til prófarkalesturs og láta raddirnar Guðrúnu og Gunnar lesa fyrir okkur texta á íslensku í gegnum netvafra Microsoft. Við þau sem hafa ekki jafnað sig á því að Katrín varð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki segi ég þetta: Sættum okkur við þá staðreynd að þar sem átta stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis verða myndaðar samsteypustjórnir ólíkra flokka. Eðli málsins samkvæmt eru þessir flokkar ekki sammála um allt – og stundum ósammála um margt. Starfhæf ríkisstjórn byggir á málamiðlunum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og góður leiðtogi getur leitt saman og sætt ólík sjónarmið. Eða er það skoðun þeirra sem níða Katrínu Jakobsdóttur á samfélagsmiðlum að hún hefði, sem forsætisráðherra í lýðræðisríki, átt að starfa sem einræðisherra? Besta leiðin til að koma sínum málefnum aldrei á dagskrá er að gera engar málamiðlanir, slá hvergi af kröfunum, krefjast þess að fá allt - og enda með ekkert. Katrín hefur óumdeilda leiðtogahæfileika sem birtast ekki í innantómum frösum heldur í áratugareynslu úr krefjandi stjórnunarstörfum, þar sem hæfileikinn til að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið stendur upp úr. Þjóðin velur sinn forseta og ég vel Katrínu Jakobsdóttur – einfaldlega vegna þess að hún er hæfasta manneskjan í starfið. Stjórnandi viðskiptaþróunar netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland og fyrrum framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar máltækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Við þurfum að byggja brú, samfélagssáttmála sem sameinar okkur sem þjóð – og ég treysti engum betur til verksins en Katrínu Jakobsdóttur. Katrín hefur sýnt það í verki að hún er ærleg manneskja sem lætur verkin tala. Hún fellur hvorki í forarpytt ómálefnalegra árása á meðframbjóðendur sína, né veitir stuðningsfólki sínu þegjandi samþykki fyrir slíkri hegðun – og slíkri manneskju treysti ég best til verksins. Það er nefnilega ekki nóg að tala um að allir eigi að vinna saman, það þarf að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau sem hafa fylgst með Katrínu í rökræðum vita hins vegar að hún er ekkert lamb að leika sér við og þar er reynslan af starfi í stjórnmálum einn af styrkleikum Katrínar. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er heiðarleg heimskona með djúpstæða reynslu af hinu alþjóðlega sviði. Staðreyndin er sú að það er stríð í Evrópu og þegar á reynir vil ég hafa forseta á Bessastöðum sem getur staðið í lappirnar, hefur þá vigt sem þarf til að eiga í flóknum samningaviðræðum, þá virðingu sem þarf til að leiðtogar annarra þjóða ljái okkur eyra og þá greiningarhæfileika sem þarf til að lesa í flókna stöðu heimsmálanna hverju sinni. Forseti þarf líka að vera trúverðugur sendiherra íslenskrar menningar og þjóðar. Styðja varðveislu og þróun íslenskrar tungu og tala máli skapandi greina á alþjóðavettvangi; nýsköpunarfyrirtækja og listamanna. Katrín hefur verið ómetanlegur stuðningsmaður íslenskrar máltækniáætlunar, þar sem saman koma þræðir íslenskrar tungu, menningar, gervigreindar og nýsköpunar. Það þurfti framsýnan íslenskufræðing við stjórnvölinn til að byggja þá brú. Verkefni sem að endingu varð til þess að íslenska var fyrst “minni” tungumála til að vera nothæft í ChatGPT og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja, sem meðal annars gera okkur kleift að sjá rauntímatextun máltæknifyrirtækisins Tíró í beinum sjónvarpsútsendingum, nota forritið Bara tala til að læra íslensku, nýta yfirlestur.is máltæknifyrirtækifyrirtækisins Miðeindar til prófarkalesturs og láta raddirnar Guðrúnu og Gunnar lesa fyrir okkur texta á íslensku í gegnum netvafra Microsoft. Við þau sem hafa ekki jafnað sig á því að Katrín varð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki segi ég þetta: Sættum okkur við þá staðreynd að þar sem átta stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis verða myndaðar samsteypustjórnir ólíkra flokka. Eðli málsins samkvæmt eru þessir flokkar ekki sammála um allt – og stundum ósammála um margt. Starfhæf ríkisstjórn byggir á málamiðlunum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og góður leiðtogi getur leitt saman og sætt ólík sjónarmið. Eða er það skoðun þeirra sem níða Katrínu Jakobsdóttur á samfélagsmiðlum að hún hefði, sem forsætisráðherra í lýðræðisríki, átt að starfa sem einræðisherra? Besta leiðin til að koma sínum málefnum aldrei á dagskrá er að gera engar málamiðlanir, slá hvergi af kröfunum, krefjast þess að fá allt - og enda með ekkert. Katrín hefur óumdeilda leiðtogahæfileika sem birtast ekki í innantómum frösum heldur í áratugareynslu úr krefjandi stjórnunarstörfum, þar sem hæfileikinn til að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið stendur upp úr. Þjóðin velur sinn forseta og ég vel Katrínu Jakobsdóttur – einfaldlega vegna þess að hún er hæfasta manneskjan í starfið. Stjórnandi viðskiptaþróunar netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland og fyrrum framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar máltækni.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar