Segja nýjar reglur um merkingar blekkingarleik laxeldisfyrirtækja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2024 07:14 Um það bil 200 matreiðslumenn styðja átak sem miðar að því að fá veitingahús í Skotlandi til að taka eldislax af matseðlinum. Getty/Justin Sullivan Aðgerðasinnar í Skotlandi mótmæla nú harðlega ákvörðun yfirvalda um að heimila fyrirtækjum í laxeldi að hætta að merkja vörur sínar sem „eldislax“. Fyrirtækin fengu breytinguna í gegn á þeim forsendum að neytendur væru meðvitaðir um að villtur lax væri ekki lengur seldur í verslunum og þannig hlyti varan sem þeir væru að kaupa að vera eldislax. Dýraverndarsamtök og matreiðslumenn segja hins vegar um að ræða grænþvott og tilraunir til að villa um fyrir neytendum. Hópur samtaka hefur höfðað mál til að fá ákvörðuninni hnekkt. „Nú, meira en áður, þarf fólk að fá upplýsingar um raunverulegan uppruna þeirra vara sem þeir kaupa og neyta, svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun. Þessi nafnabreyting er skref í vitlausa átt,“ segir Rachel Mulrenan hjá WildFish. Breytingin varðar merkingar framan á umbúðum en fyrirtækjum er ennþá skylt að taka það fram aftan á umbúðunum að um sé að ræða eldislax. Þegar ákvörðunin var tekin sögðu samtökin Salmon Scotland að þegar neytendur töluðu um skoskan lax væru þeir að tala um eldislax frá Skotlandi og breytingin endurspeglaði það. Abigail Penny, framkvæmdastjóri Animal Equality UK, sagði hins vegar um að ræða tilraun til að fela ljótan sannleikann; að um væri að ræða starfsemi þar sem lús og sjúkdómar væru normið og milljónir laxa dræpust á hverju ári. Laxeldi er afar umdeilt á Skotlandi, líkt og á Íslandi. Yfir 60 samtök og 200 matreiðslumenn hafa lýst yfir stuðningi við baráttu WildFish fyrir því að veitingastaðir hætti að bjóða upp á eldislax á matseðlum sínum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Fiskeldi Matvælaframleiðsla Skotland Neytendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Fyrirtækin fengu breytinguna í gegn á þeim forsendum að neytendur væru meðvitaðir um að villtur lax væri ekki lengur seldur í verslunum og þannig hlyti varan sem þeir væru að kaupa að vera eldislax. Dýraverndarsamtök og matreiðslumenn segja hins vegar um að ræða grænþvott og tilraunir til að villa um fyrir neytendum. Hópur samtaka hefur höfðað mál til að fá ákvörðuninni hnekkt. „Nú, meira en áður, þarf fólk að fá upplýsingar um raunverulegan uppruna þeirra vara sem þeir kaupa og neyta, svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun. Þessi nafnabreyting er skref í vitlausa átt,“ segir Rachel Mulrenan hjá WildFish. Breytingin varðar merkingar framan á umbúðum en fyrirtækjum er ennþá skylt að taka það fram aftan á umbúðunum að um sé að ræða eldislax. Þegar ákvörðunin var tekin sögðu samtökin Salmon Scotland að þegar neytendur töluðu um skoskan lax væru þeir að tala um eldislax frá Skotlandi og breytingin endurspeglaði það. Abigail Penny, framkvæmdastjóri Animal Equality UK, sagði hins vegar um að ræða tilraun til að fela ljótan sannleikann; að um væri að ræða starfsemi þar sem lús og sjúkdómar væru normið og milljónir laxa dræpust á hverju ári. Laxeldi er afar umdeilt á Skotlandi, líkt og á Íslandi. Yfir 60 samtök og 200 matreiðslumenn hafa lýst yfir stuðningi við baráttu WildFish fyrir því að veitingastaðir hætti að bjóða upp á eldislax á matseðlum sínum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Fiskeldi Matvælaframleiðsla Skotland Neytendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira