Kolli í titilbardaga sem gæti valdið vatnaskilum Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 08:00 Kolbeinn Kristinsson er með stórt tækifæri í höndunum. Stórar dyr gætu opnast fyrir hnefaleikakappann Kolbein Kristinsson takist honum að vinna titilbardaga sem fram fer 1. júní næstkomandi. Kolbeinn hefur nú fengið staðfestan titilbardaga við hinn 42 ára gamla Mika Mielonen. Þeir munu berjast í átta lotu bardaga upp á Baltic Boxing Union beltið sem er á lausu þessa dagana og án eiganda. Mielonen verður á heimavelli því bardaginn fer fram á hnefaleikakvöldi í bænum Jarvenpaa, rétt fyrir utan Helsinki, sama dag og Íslendingar velja sér nýjan forseta. Í fréttatilkynningu segir að takist Kolla að vinna viðureignina þá muni það skila honum í 80. sæti yfir bestu þungavigtarmenn í heiminum. Það þýði jafnframt að Kolli yrði þá orðinn nægilega stórt nafn til þess að berjast á stærstu hnefaleikakvöldum í heiminum, t.d. á DAZN, Netflix eða í Ríad. Mika Mielonen og Kolbeinn Kristinsson mætast í Finnlandi, 1. júní. Kolli barðist síðast í Vínarborg í september í fyrra og vann þá yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett. Þessi 36 ára kappi hefur unnið alla fjórtán bardaga sína á ferlinum, og þar af átta með rothöggi. Mielonen er með átta skráða bardaga og hefur unnið sjö þeirra, þar af sex með rothöggi. Eina tap hans hingað til var gegn landa hans, Robert Helenius. Box Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Sjá meira
Kolbeinn hefur nú fengið staðfestan titilbardaga við hinn 42 ára gamla Mika Mielonen. Þeir munu berjast í átta lotu bardaga upp á Baltic Boxing Union beltið sem er á lausu þessa dagana og án eiganda. Mielonen verður á heimavelli því bardaginn fer fram á hnefaleikakvöldi í bænum Jarvenpaa, rétt fyrir utan Helsinki, sama dag og Íslendingar velja sér nýjan forseta. Í fréttatilkynningu segir að takist Kolla að vinna viðureignina þá muni það skila honum í 80. sæti yfir bestu þungavigtarmenn í heiminum. Það þýði jafnframt að Kolli yrði þá orðinn nægilega stórt nafn til þess að berjast á stærstu hnefaleikakvöldum í heiminum, t.d. á DAZN, Netflix eða í Ríad. Mika Mielonen og Kolbeinn Kristinsson mætast í Finnlandi, 1. júní. Kolli barðist síðast í Vínarborg í september í fyrra og vann þá yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett. Þessi 36 ára kappi hefur unnið alla fjórtán bardaga sína á ferlinum, og þar af átta með rothöggi. Mielonen er með átta skráða bardaga og hefur unnið sjö þeirra, þar af sex með rothöggi. Eina tap hans hingað til var gegn landa hans, Robert Helenius.
Box Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Sjá meira