„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 08:38 Þorgerður Katrín spurði Svandísi Svavarsdóttur nánar út í hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi í fyrirspurnartíma þingsins í gær. vísir/Arnar/Ívar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. Ef marka má svör Svandísar eru ekki miklar líkur á að hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi fari óbreytt í gegnum þingið. Enda munu fæstir, í ljósi mikillar andstöðu, sætta sig við að laxeldisfyrirtækjum fái firðina um ókomna tíð undir starfsemi sína. Þorgerður Katrín sagði um grundvallarprinsipp væri að ræða þegar kæmi að auðlindanýtingu og rætt hafi verið um lagareldi, fiskeldisfrumvarp sem hún hefði haldið að ætti að fara í gegnum ákveðnar síur, fyrst í gegnum ríkisstjórn og svo í gegnum þrjá þingflokka. Þingmenn að ranka úr rotinu „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að nokkrir þingmenn væru nú að ranka úr rotinu; það yrði að taka almannahagsmuni framar sérhagsmunum og afhenda ekki auðlindir þjóðarinnar tímabundið. „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“ Hún sagði að ræða þyrfti fyrirsjáanleika, verðmætasköpun og sjálfbærni. En það geti ekki verið þannig að peningar ráði för heldur prinsipp. Þetta vildi hún ræða við Svandísi, ef hún gæti brugðið ljósi á forsöguna sem fyrrverandi matvælaráðherra. Styður ráðherra og Vinstri græn að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja auðlindir í eigu þjóðar? Vill nú tímabinda heimildirnar Svandís sagði að þegar hefði verið rætt auðlindarákvæði í stjórnarskrá og mikilvægi þess, ekki bara tengt því sem Þorgerður segði heldur einnig varðandi vatnsafl, jarðvarma, lifandi auðlindir og svo framvegis. En varðandi lagareldið þá væri það svo að málaflokkurinn allur þyrfti á víðtækri uppfærlsu að halda. Sem fyrst var gerð í hennar tíð í matvælaráðuneytinu, á vegum Ríkisendurskoðunar og þá Boston Consulting Group í framhaldinu. Niðurstaðan varð sú að leggja fram ítarlegt frumvarp. En eins og Þorgerði Katrínu væri kunnugt um fór hún sjálf í skyndilegt veikindaleyfi í janúar. Þegar þar var komið sögu var frumvarpið í samráðsgátt. Hvað varðar ákvæðið um tímabindingu eða ekki tímabindingu þá lýsti Svandís sig sammála Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttur núverendi matvælaráðherra: Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“ Alþingi Sjókvíaeldi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ef marka má svör Svandísar eru ekki miklar líkur á að hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi fari óbreytt í gegnum þingið. Enda munu fæstir, í ljósi mikillar andstöðu, sætta sig við að laxeldisfyrirtækjum fái firðina um ókomna tíð undir starfsemi sína. Þorgerður Katrín sagði um grundvallarprinsipp væri að ræða þegar kæmi að auðlindanýtingu og rætt hafi verið um lagareldi, fiskeldisfrumvarp sem hún hefði haldið að ætti að fara í gegnum ákveðnar síur, fyrst í gegnum ríkisstjórn og svo í gegnum þrjá þingflokka. Þingmenn að ranka úr rotinu „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að nokkrir þingmenn væru nú að ranka úr rotinu; það yrði að taka almannahagsmuni framar sérhagsmunum og afhenda ekki auðlindir þjóðarinnar tímabundið. „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“ Hún sagði að ræða þyrfti fyrirsjáanleika, verðmætasköpun og sjálfbærni. En það geti ekki verið þannig að peningar ráði för heldur prinsipp. Þetta vildi hún ræða við Svandísi, ef hún gæti brugðið ljósi á forsöguna sem fyrrverandi matvælaráðherra. Styður ráðherra og Vinstri græn að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja auðlindir í eigu þjóðar? Vill nú tímabinda heimildirnar Svandís sagði að þegar hefði verið rætt auðlindarákvæði í stjórnarskrá og mikilvægi þess, ekki bara tengt því sem Þorgerður segði heldur einnig varðandi vatnsafl, jarðvarma, lifandi auðlindir og svo framvegis. En varðandi lagareldið þá væri það svo að málaflokkurinn allur þyrfti á víðtækri uppfærlsu að halda. Sem fyrst var gerð í hennar tíð í matvælaráðuneytinu, á vegum Ríkisendurskoðunar og þá Boston Consulting Group í framhaldinu. Niðurstaðan varð sú að leggja fram ítarlegt frumvarp. En eins og Þorgerði Katrínu væri kunnugt um fór hún sjálf í skyndilegt veikindaleyfi í janúar. Þegar þar var komið sögu var frumvarpið í samráðsgátt. Hvað varðar ákvæðið um tímabindingu eða ekki tímabindingu þá lýsti Svandís sig sammála Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttur núverendi matvælaráðherra: Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“
Alþingi Sjókvíaeldi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26
Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00