Vatnstjónið vísar Stólum til Akureyrar Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 13:01 Hugrún Pálsdóttir og liðsfélagar hennar í Tindastóli geta ekki spilað á heimavelli sínum sem stendur. Eins og sjá má hefur völlurinn bólgnað upp og skemmst á vissum stöðum. Samsett/Vilhelm/skagafjordur.is Óvíst er hvenær Tindastóll getur leikið heimaleiki að nýju á gervigrasvelli sínum á Sauðárkróki vegna mikilla skemmda sem urðu á vellinum í vatnsveðri í apríl. Næsti heimaleikur Tindastóls í Bestu deild kvenna á fimmtudaginn, mikilvægur slagur við Fylki, hefur nú verið færður og fer fram á Greifavelli KA-manna á Akureyri. Áður hafði Tindastóll skipt við Breiðablik á heimaleikjum, og spilað á Kópavogsvelli í 2. umferð. Lee Ann Maginnis, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, segir óvíst hve langan tíma taki að gera við völlinn en það veltur meðal annars á hve langan tíma tekur að fá, erlendis frá, efni til viðgerða. Í frétt á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar má sjá að völlurinn var í bylgjum eftir miklar leysingar laugardaginn 20. apríl. Tveimur dögum síðar spilaði Tindastóll sinn fyrsta leik á tímabilinu í Bestu deildinni, gegn FH, og tapaði 1-0. Skemmdir urðu á heimavelli Skagfirðinga nú í vor og óvíst er hvenær hægt verður að spila þar að nýju.skagafjordur.is Skemmdir á undirlagi Samkvæmt fréttinni á vef Skagafjarðar er gervigrasvöllurinn hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum, en það getur tekið um einn til tvo sólarhringa þegar vatnið er mikið. Vegna fyrsta heimaleiks var „freistast til að ná vatni af vellinum fyrr, sem gekk ekki eftir“. Í ljós kom að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum og þar af eru 1.000 fermetrar illa farnir. Helstu skemmdir urðu á undirlagi vallarins. Búið var að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að endurnýja gras á hluta þess svæðis sem varð fyrir skemmdum, en nú er ljóst að framkvæmdin verður meiri og kostnaðarsamari. Tindastóll náði í sín fyrstu stig á leiktíðinni síðastliðinn föstudag með flottum 2-0 útisigri gegn Stjörnunni í Garðabæ. Liðið er því í 7. sæti Bestu deildarinnar eftir þrjár umferðir og getur komist upp fyrir Fylki með sigri í leik liðanna á fimmtudaginn. Besta deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Næsti heimaleikur Tindastóls í Bestu deild kvenna á fimmtudaginn, mikilvægur slagur við Fylki, hefur nú verið færður og fer fram á Greifavelli KA-manna á Akureyri. Áður hafði Tindastóll skipt við Breiðablik á heimaleikjum, og spilað á Kópavogsvelli í 2. umferð. Lee Ann Maginnis, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, segir óvíst hve langan tíma taki að gera við völlinn en það veltur meðal annars á hve langan tíma tekur að fá, erlendis frá, efni til viðgerða. Í frétt á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar má sjá að völlurinn var í bylgjum eftir miklar leysingar laugardaginn 20. apríl. Tveimur dögum síðar spilaði Tindastóll sinn fyrsta leik á tímabilinu í Bestu deildinni, gegn FH, og tapaði 1-0. Skemmdir urðu á heimavelli Skagfirðinga nú í vor og óvíst er hvenær hægt verður að spila þar að nýju.skagafjordur.is Skemmdir á undirlagi Samkvæmt fréttinni á vef Skagafjarðar er gervigrasvöllurinn hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum, en það getur tekið um einn til tvo sólarhringa þegar vatnið er mikið. Vegna fyrsta heimaleiks var „freistast til að ná vatni af vellinum fyrr, sem gekk ekki eftir“. Í ljós kom að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum og þar af eru 1.000 fermetrar illa farnir. Helstu skemmdir urðu á undirlagi vallarins. Búið var að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að endurnýja gras á hluta þess svæðis sem varð fyrir skemmdum, en nú er ljóst að framkvæmdin verður meiri og kostnaðarsamari. Tindastóll náði í sín fyrstu stig á leiktíðinni síðastliðinn föstudag með flottum 2-0 útisigri gegn Stjörnunni í Garðabæ. Liðið er því í 7. sæti Bestu deildarinnar eftir þrjár umferðir og getur komist upp fyrir Fylki með sigri í leik liðanna á fimmtudaginn.
Besta deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira