Nýtt sanngirnisbótafrumvarp gæti komið fram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2024 20:01 Bjarni Benediktsson segir að mögulega þurfi að vinna nýja löggjöf um sanngirnisbætur næsta haust. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að gera aðra atlögu að lögum um sanngirnisbætur næsta haust. Það sé flókið að gera heildarlöggjöf um málaflokkinn eins og núverandi frumvarp miðar að. Hann telur mikilvægt að fjárhæð bóta verði ekki aðalatriðið í umræðunni. Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur hefur verið umdeilt síðan það kom fram fyrir nokkrum misserum. Talsmaður Réttlætis kallaði það blekkingu í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur það farið marga hringi í allsherjar- og menntamálanefnd. Flókið að gera heildstæða löggjöf um málið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að um sé að ræða tilraun til að gera heildstæða löggjöf um málið. „Það kemur svo í ljós að það er gríðarlega flókið viðfangsefni að setja þetta í eina löggjöf með samræmdum hætti þannig að við getum náð utan um ólík tilvik . Ég held að þetta frumvarp sé mjög virðingarverð tilraun. Ef við þurfum að taka dýpri umræðu og hlusta eftir fleiri sjónarmiðum og taka tillit til þeirra og mögulega gera aðra atlögu að því í haust verður svo að vera,“ segir Bjarni. Bjarni segir að málið sé nú í höndum allsherjar og menntamálanefndar. „Ég studdi það að málið kæmi fram og við tækjum umræðuna. Sitt sýnist hverjum. Nefndin þarf bara að ljúka sínum störfum. Ef hún telur að ríkisstjórnin þurfi að vinna málið frekar þá gerum við það en þetta á eftir að koma betur í ljós,“ segir Bjarni. Bótaupphæðin megi ekki verða aðalatriðið Gagnrýnt hefur verið að hámarksupphæð sanngirnisbóta samkvæmt frumvarpinu sé fimm milljónir króna sem sé helmingi lægri upphæð en sanngirnisbætur fortíðarinnar. Bjarni segir að líta þurfi til margra þátta. „Fjárhæðirnar geta verið viðkvæmur þáttur að úrlausn svona mála en við þurfum kannski að gæta okkur á að þær verði ekki aðalatriðið. Fordæmi hafa verið sett í fortíðinni en það er mjög erfitt að bera eitt mál saman við það næsta og segja að þetta eigi allt saman að spegla,“ segir Bjarni. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur hefur verið umdeilt síðan það kom fram fyrir nokkrum misserum. Talsmaður Réttlætis kallaði það blekkingu í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur það farið marga hringi í allsherjar- og menntamálanefnd. Flókið að gera heildstæða löggjöf um málið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að um sé að ræða tilraun til að gera heildstæða löggjöf um málið. „Það kemur svo í ljós að það er gríðarlega flókið viðfangsefni að setja þetta í eina löggjöf með samræmdum hætti þannig að við getum náð utan um ólík tilvik . Ég held að þetta frumvarp sé mjög virðingarverð tilraun. Ef við þurfum að taka dýpri umræðu og hlusta eftir fleiri sjónarmiðum og taka tillit til þeirra og mögulega gera aðra atlögu að því í haust verður svo að vera,“ segir Bjarni. Bjarni segir að málið sé nú í höndum allsherjar og menntamálanefndar. „Ég studdi það að málið kæmi fram og við tækjum umræðuna. Sitt sýnist hverjum. Nefndin þarf bara að ljúka sínum störfum. Ef hún telur að ríkisstjórnin þurfi að vinna málið frekar þá gerum við það en þetta á eftir að koma betur í ljós,“ segir Bjarni. Bótaupphæðin megi ekki verða aðalatriðið Gagnrýnt hefur verið að hámarksupphæð sanngirnisbóta samkvæmt frumvarpinu sé fimm milljónir króna sem sé helmingi lægri upphæð en sanngirnisbætur fortíðarinnar. Bjarni segir að líta þurfi til margra þátta. „Fjárhæðirnar geta verið viðkvæmur þáttur að úrlausn svona mála en við þurfum kannski að gæta okkur á að þær verði ekki aðalatriðið. Fordæmi hafa verið sett í fortíðinni en það er mjög erfitt að bera eitt mál saman við það næsta og segja að þetta eigi allt saman að spegla,“ segir Bjarni.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira