„Spáin hjálpar okkur frekar en eitthvað annað“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 14:31 Fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir hafa verið að gera góða hluti með Fylki í upphafi móts í Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir úr Fylki mættu, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en 4. umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna Fylkiskonur hafa blásið á hrakspár í fyrstu umferðum mótsins og enn ekki tapað leik, en þær fara norður á Akureyri á morgun, vegna viðgerða á vellinum á Sauðárkróki, og mæta Tindastóli. Fylki var spáð falli fyrir mótið en hefur gert jafntefli við Þrótt og Víking, og vann svo 4-2 sigur gegn Keflavík í síðustu viku. Eva segir þessa sterku byrjun ekki endilega hafa komið á óvart: „Já og nei. Við förum náttúrulega í alla leiki til að vinna þannig að það er geggjað að þetta hafi byrjað svona vel.“ „Okkur var spáð falli en við höfum ekkert verið að líta á það. Við förum í hvern leik til þess að vinna og erum ótrúlega ánægðar með að vera komnar með þessi stig, en alls ekki búnar. Það er bara upp, upp og áfram,“ segir Signý sem er uppalin í Fylki en lék í tvö ár með Aftureldingu þegar hún var að taka fyrstu skrefin í meistaraflokki, 2021 og 2022. Leikirnir í 4. umferð Bestu deildarinnar eru að sjálfsögðu allir sýndir, og svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun.Stöð 2 Sport Eva er aftur á móti uppalin í Afutreldingu og lék einnig með HK/Víkingi áður en hún fór til Fylkis fyrir sumarið 2020. Með Fylki hefur hún því bæði spilað í efstu deild, farið niður um deild og svo aftur upp í Bestu deildina í fyrra. Fylki er svo spáð aftur niður í ár: „Maður er meðvitaður um þetta, að okkur var spáð falli og það er eðlilegt sem nýliðar, en við erum alls ekkert að pæla í spánni. Við fókusum á okkar markmið og erum mjög samstilltar í því, ásamt þjálfurum okkar,“ segir Signý. „Þetta [spáin] hjálpar okkur frekar en eitthvað annað,“ segir Eva og Signý tekur undir: „Við notum þetta frekar sem pepp en einhverja óþægilega pressu.“ Allir leikirnir í 4. umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 18, strax eftir leiki Víkings og Þórs/KA, og Tindastóls og Fylkis. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en 4. umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna Fylkiskonur hafa blásið á hrakspár í fyrstu umferðum mótsins og enn ekki tapað leik, en þær fara norður á Akureyri á morgun, vegna viðgerða á vellinum á Sauðárkróki, og mæta Tindastóli. Fylki var spáð falli fyrir mótið en hefur gert jafntefli við Þrótt og Víking, og vann svo 4-2 sigur gegn Keflavík í síðustu viku. Eva segir þessa sterku byrjun ekki endilega hafa komið á óvart: „Já og nei. Við förum náttúrulega í alla leiki til að vinna þannig að það er geggjað að þetta hafi byrjað svona vel.“ „Okkur var spáð falli en við höfum ekkert verið að líta á það. Við förum í hvern leik til þess að vinna og erum ótrúlega ánægðar með að vera komnar með þessi stig, en alls ekki búnar. Það er bara upp, upp og áfram,“ segir Signý sem er uppalin í Fylki en lék í tvö ár með Aftureldingu þegar hún var að taka fyrstu skrefin í meistaraflokki, 2021 og 2022. Leikirnir í 4. umferð Bestu deildarinnar eru að sjálfsögðu allir sýndir, og svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun.Stöð 2 Sport Eva er aftur á móti uppalin í Afutreldingu og lék einnig með HK/Víkingi áður en hún fór til Fylkis fyrir sumarið 2020. Með Fylki hefur hún því bæði spilað í efstu deild, farið niður um deild og svo aftur upp í Bestu deildina í fyrra. Fylki er svo spáð aftur niður í ár: „Maður er meðvitaður um þetta, að okkur var spáð falli og það er eðlilegt sem nýliðar, en við erum alls ekkert að pæla í spánni. Við fókusum á okkar markmið og erum mjög samstilltar í því, ásamt þjálfurum okkar,“ segir Signý. „Þetta [spáin] hjálpar okkur frekar en eitthvað annað,“ segir Eva og Signý tekur undir: „Við notum þetta frekar sem pepp en einhverja óþægilega pressu.“ Allir leikirnir í 4. umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 18, strax eftir leiki Víkings og Þórs/KA, og Tindastóls og Fylkis.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann