Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2024 08:00 Arnar Pétursson er búinn að koma kvennalandsliðinu í handbolta á tvö stórmót síðan hann tók við því sumarið 2019. vísir/hulda margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. Bæði U-18 og U-20 ára landslið Íslands í handbolta kvenna verða meðal þátttökuliða á HM í sumar. Því fylgir mikill kostnaður en áætlað er að hver leikmaður liðanna þurfi að greiða sex hundruð þúsund krónur úr eigin vasa til að taka þátt á mótunum. HSÍ á fjölmörg lið á stórmótum og upphæðin sem sambandið fær úr Afrekssjóði ÍSÍ dugir skammt. Arnar stakk niður penna á Facebook í gær þar sem hann fjallaði um Afrekssjóð ÍSÍ og afreksstarf ríkisstjórnar Íslands. Landsliðsþjálfarinn segir ekki rétt að beina reiðinni að HSÍ þar sem sambandið sé að gjalda fyrir góðan árangur handboltalandsliðanna. Vandamálið sé að tekjur frá Afrekssjóði ÍSÍ, sem styrkir sérsamböndin fjárhagslega, hafi ekki aukist í samræmi við aukna þátttöku á stórmótum. Bara 22 prósent af þörf sérsambandanna Arnar bendir á að heildarkostnaður afreksstarfs sé að meðaltali 2.423 milljónir króna hjá samböndunum sem sóttu um styrki til Afrekssjóðs ÍSÍ. Framlag ríkisins til hans sé hins vegar aðeins 392 milljónir króna eins og hann hafi verið undanfarin ár. „Stuðningur ríkisins er því að meðaltali um 22% af árlegri þörf sérsambandanna og kostnaði þeirra við afreksstarfið. Upphæðin ein og sér er grín. Það að hún sé ekki vísitölutengd og hafi haldist óbreytt síðust fjögur ár er enn meira grín. Þúsund krónur í dag eru ekki það sama og þúsund krónur í janúar 2020. Það vita allir rétt eins og þau sem vinna hjá sérsamböndum ÍSÍ. Sérsamböndin fengu mun meira fyrir 400 m.kr. í janúar 2020 en þau fá í dag fyrir 392 m.kr. Ekki aðeins er upphæðin lægri heldur hefur á þessu tímabili vísitala neysluverðs hækkað um 33%.“ Vantar 125 milljónir upp á framlagið Arnar notaði verðlagsreiknivél Háskóla Íslands til að uppreikna framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann segir að fjögur hundruð milljónir í janúar 2020 jafngildi 517 milljónum fjórum árum seinna. Framlag ríkisins hafi sem fyrr verið 392 milljónir og því vanti 125 milljónir upp á. „Hlutur HSÍ af framlagi ríkisins í afrekssjóð nú í janúar var 16,5%. 16,5% af 125 m.kr. eru 20,7 m.kr.Hlutur HSÍ af því sem upp á vantar af framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ er því 1,5 m.kr. hærri upphæð en stúlkurnar í U-20 og U-18 ára landsliðunum þurfa að safna áður en þær komast á HM í sumar. Það vantar aðeins upp á sanngirnina til að auðvelda þessum stúlkum lífið.“ Hver króna skilar sér margfalt til baka Arnar segir nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar verði að styðja betur við afreksstarf og ekki sé í boði að spara þegar kemur að Afrekssjóði ÍSÍ. „Ábyrgð þeirra sem velja sér starfsframa á alþingi er mikil. Skylda ríkisins er að fara vel með þá fjármuni sem við leggjum því til og að tryggja að nýting þeirra sé eins góð og hugsast getur þannig að árangur náist til lengri tíma, lengri en aðeins fram að næstu kosningum. Að mínu mati getur ríkið almennt gert betur á mörgum sviðum og sparað víða en það á ekki við þegar kemur að afrekssjóði ÍSÍ. Þar má gera mun betur. Forvarnarstarf íþrótta þekkja allir og hver króna sem ráðstafað er í okkar besta íþróttafólk skilar sér margfalt til baka á ekki löngum tíma. Gerum einfaldlega betur.“ Pistil Arnars má lesa hér fyrir neðan. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Íþróttir barna Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Bæði U-18 og U-20 ára landslið Íslands í handbolta kvenna verða meðal þátttökuliða á HM í sumar. Því fylgir mikill kostnaður en áætlað er að hver leikmaður liðanna þurfi að greiða sex hundruð þúsund krónur úr eigin vasa til að taka þátt á mótunum. HSÍ á fjölmörg lið á stórmótum og upphæðin sem sambandið fær úr Afrekssjóði ÍSÍ dugir skammt. Arnar stakk niður penna á Facebook í gær þar sem hann fjallaði um Afrekssjóð ÍSÍ og afreksstarf ríkisstjórnar Íslands. Landsliðsþjálfarinn segir ekki rétt að beina reiðinni að HSÍ þar sem sambandið sé að gjalda fyrir góðan árangur handboltalandsliðanna. Vandamálið sé að tekjur frá Afrekssjóði ÍSÍ, sem styrkir sérsamböndin fjárhagslega, hafi ekki aukist í samræmi við aukna þátttöku á stórmótum. Bara 22 prósent af þörf sérsambandanna Arnar bendir á að heildarkostnaður afreksstarfs sé að meðaltali 2.423 milljónir króna hjá samböndunum sem sóttu um styrki til Afrekssjóðs ÍSÍ. Framlag ríkisins til hans sé hins vegar aðeins 392 milljónir króna eins og hann hafi verið undanfarin ár. „Stuðningur ríkisins er því að meðaltali um 22% af árlegri þörf sérsambandanna og kostnaði þeirra við afreksstarfið. Upphæðin ein og sér er grín. Það að hún sé ekki vísitölutengd og hafi haldist óbreytt síðust fjögur ár er enn meira grín. Þúsund krónur í dag eru ekki það sama og þúsund krónur í janúar 2020. Það vita allir rétt eins og þau sem vinna hjá sérsamböndum ÍSÍ. Sérsamböndin fengu mun meira fyrir 400 m.kr. í janúar 2020 en þau fá í dag fyrir 392 m.kr. Ekki aðeins er upphæðin lægri heldur hefur á þessu tímabili vísitala neysluverðs hækkað um 33%.“ Vantar 125 milljónir upp á framlagið Arnar notaði verðlagsreiknivél Háskóla Íslands til að uppreikna framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann segir að fjögur hundruð milljónir í janúar 2020 jafngildi 517 milljónum fjórum árum seinna. Framlag ríkisins hafi sem fyrr verið 392 milljónir og því vanti 125 milljónir upp á. „Hlutur HSÍ af framlagi ríkisins í afrekssjóð nú í janúar var 16,5%. 16,5% af 125 m.kr. eru 20,7 m.kr.Hlutur HSÍ af því sem upp á vantar af framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ er því 1,5 m.kr. hærri upphæð en stúlkurnar í U-20 og U-18 ára landsliðunum þurfa að safna áður en þær komast á HM í sumar. Það vantar aðeins upp á sanngirnina til að auðvelda þessum stúlkum lífið.“ Hver króna skilar sér margfalt til baka Arnar segir nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar verði að styðja betur við afreksstarf og ekki sé í boði að spara þegar kemur að Afrekssjóði ÍSÍ. „Ábyrgð þeirra sem velja sér starfsframa á alþingi er mikil. Skylda ríkisins er að fara vel með þá fjármuni sem við leggjum því til og að tryggja að nýting þeirra sé eins góð og hugsast getur þannig að árangur náist til lengri tíma, lengri en aðeins fram að næstu kosningum. Að mínu mati getur ríkið almennt gert betur á mörgum sviðum og sparað víða en það á ekki við þegar kemur að afrekssjóði ÍSÍ. Þar má gera mun betur. Forvarnarstarf íþrótta þekkja allir og hver króna sem ráðstafað er í okkar besta íþróttafólk skilar sér margfalt til baka á ekki löngum tíma. Gerum einfaldlega betur.“ Pistil Arnars má lesa hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Íþróttir barna Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira