Dáin og deyjandi dýr en engin neyð? Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2024 08:31 Í gærdag sendi Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) frá sér ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð að bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Um er að ræða sauðfé í alvarlegum vanhöldum og er að hluta komið út fyrir girðingar að bænum, beit er þar lítil sem engin og girðingar ekki heldar. Féð er því margt að bera án eftirlits sem er brot á reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er ljóst að reglugerðir og lög um dýravelferð hafa verið brotin á Höfða í áraraðir. Engin breyting til batnaðar hefur orðið á aðbúnaði dýranna öll þessi ár þrátt fyrir að málið hafi ítrekað verið í ferli hjá yfirvöldum. Kind frá Höfða yfir dauðu lambi sínu. Myndin er tekin þann 2. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Steinunn Árnadóttir sem vakið hefur athygli á málinu undanfarið ár hefur tekið fjölda mynda af ástandi dýranna, bæði á útigangi að Höfða og þar sem féð gengur laust utan girðingar. Nýjustu myndir sýna m.a dáin lömb, dána á og nýlega borin lömb sem standa í keng vegna vosbúðar en mikið kalsaveður hefur verið undanfarið á Vesturlandi. Mörg dýranna eru orðin veik sem getur dregið þau til dauða. Samkvæmt fyrrgreindu er ljóst að um er að ræða dýr í sárri neyð. Í viðtali við visir.is í gær sagði forstjóri Matvælastofnunar (MAST) að málið að Höfða væri í ferli og hafnaði því að stofnunin væri ekki að sinna velferð dýranna á bænum. Málið væri ekki þess eðlis að MAST teldi það réttlæta víðtækara inngrip, þ.e. vörslusviptingu og að það væri mat MAST að dýr á bænum Höfða séu ekki beinlínis að þjást. Það er háalvarlegt að Matvælastofnun, sem fer með eftirlit með dýravelferð í landinu, meti það svo að dýr sem hafi dáið í þessum aðstæðum, eru deyjandi eða veik líði ekki þjáningar. Dýr eru skyni gæddar verur. Kind frá Höfða stendur hjá dánu lambi sínu. Myndin er tekin þann 7. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit MAST með velferð búfjár segir m.a. að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga 55/2013 um velferð dýra. Einnig benti ríkisendurskoðun á að málsmeðferð MAST hafi tilhneigingu til að dragast um of þegar frávik eru síendurtekin eða MAST telji dýr ekki vera í neyð. Enga breytingu er að sjá í árangri MAST þegar litið er til málsins að Höfða. Dýrin eru jafnframt látin þjást á meðan málið er í ferli í stað þess að velferð þeirra sé varin af hálfu yfirvalda á meðan. Samkvæmt lögum fer MAST ein með eftirlit með dýravelferð og getur ein kært illa meðferð á dýrum til lögreglu. Að sú stofnun, sem ein sinnir því hlutverki að lögum um dýravelferð sé framfylgt, meti það svo að horuð, veik og deyjandi dýr séu ekki að þjást eða í neyð sýnir hversu alvarlegt ástandið er í málaflokki dýravelferðar. Færa þarf eftirlit með velferð dýra frá Matvælastofnun. DÍS ítrekar ákall sitt til yfirvalda að bregðast við í málinu og bjarga dýrunum að Höfða í Þverárhlíð án tafar. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærdag sendi Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) frá sér ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð að bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Um er að ræða sauðfé í alvarlegum vanhöldum og er að hluta komið út fyrir girðingar að bænum, beit er þar lítil sem engin og girðingar ekki heldar. Féð er því margt að bera án eftirlits sem er brot á reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er ljóst að reglugerðir og lög um dýravelferð hafa verið brotin á Höfða í áraraðir. Engin breyting til batnaðar hefur orðið á aðbúnaði dýranna öll þessi ár þrátt fyrir að málið hafi ítrekað verið í ferli hjá yfirvöldum. Kind frá Höfða yfir dauðu lambi sínu. Myndin er tekin þann 2. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Steinunn Árnadóttir sem vakið hefur athygli á málinu undanfarið ár hefur tekið fjölda mynda af ástandi dýranna, bæði á útigangi að Höfða og þar sem féð gengur laust utan girðingar. Nýjustu myndir sýna m.a dáin lömb, dána á og nýlega borin lömb sem standa í keng vegna vosbúðar en mikið kalsaveður hefur verið undanfarið á Vesturlandi. Mörg dýranna eru orðin veik sem getur dregið þau til dauða. Samkvæmt fyrrgreindu er ljóst að um er að ræða dýr í sárri neyð. Í viðtali við visir.is í gær sagði forstjóri Matvælastofnunar (MAST) að málið að Höfða væri í ferli og hafnaði því að stofnunin væri ekki að sinna velferð dýranna á bænum. Málið væri ekki þess eðlis að MAST teldi það réttlæta víðtækara inngrip, þ.e. vörslusviptingu og að það væri mat MAST að dýr á bænum Höfða séu ekki beinlínis að þjást. Það er háalvarlegt að Matvælastofnun, sem fer með eftirlit með dýravelferð í landinu, meti það svo að dýr sem hafi dáið í þessum aðstæðum, eru deyjandi eða veik líði ekki þjáningar. Dýr eru skyni gæddar verur. Kind frá Höfða stendur hjá dánu lambi sínu. Myndin er tekin þann 7. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit MAST með velferð búfjár segir m.a. að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga 55/2013 um velferð dýra. Einnig benti ríkisendurskoðun á að málsmeðferð MAST hafi tilhneigingu til að dragast um of þegar frávik eru síendurtekin eða MAST telji dýr ekki vera í neyð. Enga breytingu er að sjá í árangri MAST þegar litið er til málsins að Höfða. Dýrin eru jafnframt látin þjást á meðan málið er í ferli í stað þess að velferð þeirra sé varin af hálfu yfirvalda á meðan. Samkvæmt lögum fer MAST ein með eftirlit með dýravelferð og getur ein kært illa meðferð á dýrum til lögreglu. Að sú stofnun, sem ein sinnir því hlutverki að lögum um dýravelferð sé framfylgt, meti það svo að horuð, veik og deyjandi dýr séu ekki að þjást eða í neyð sýnir hversu alvarlegt ástandið er í málaflokki dýravelferðar. Færa þarf eftirlit með velferð dýra frá Matvælastofnun. DÍS ítrekar ákall sitt til yfirvalda að bregðast við í málinu og bjarga dýrunum að Höfða í Þverárhlíð án tafar. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48
„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07
Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun