Eiginkona Jokic í hjartnæmu myndbandi um þann besta Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 09:31 Nikola Jokic er verðmætastur í NBA-deildinni og mikill fjölskyldumaður en hérna fagnar hann meistaratitlinum í fyrra með eiginkonu sinni og dóttur. Getty/AAron Ontiveroz Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var í gær útnefndur verðmætasti leikmaður (e. MVP) NBA-deildarinnar í körfubolta í þriðja sinn og er kominn í hóp með Larry Bird og Magic Johnson. Jokic hafði áður verið valinn árin 2021 og 2022 en varð í 2. sæti í kjörinu í fyrra. Hann er aðeins sá níundi í sögunni sem valinn er bestur þrisvar sinnum eða oftar, og óhætt að segja að hann sé kominn í hóp með miklum goðsögnum. Auk Jokic hafa þeir Larry Bird, Magic Johnson og Moses Malone hlotið verðlaunin þrisvar sinnum hver. Kareem Abdul-Jabbar var valinn sex sinnum, Michael Jordan og Bill Russell fimm sinnum, og Wilt Chamberlain og LeBron James fjórum sinnum. „Þetta er sérstök stund sem ég á eflaust eftir að muna alla mína ævi,“ sagði Jokic sem er 29 ára gamall. „Þetta er eitthvað til að njóta eftir að ferlinum lýkur,“ bætti hann við. Eiginkona hans, Natalija, talar inn á afar hjartnæmt myndband í tilefni verðlaunanna þar sem farið er yfir það hvernig Jokic hefur nú tekist það sem enginn bjóst við, og um leið verið frábær fjölskyldumaður. More than an MVP. pic.twitter.com/LtVjlNkK9b— Denver Nuggets (@nuggets) May 8, 2024 Shai Gilgeous-Alexander úr Oklahoma City Thunder varð í 2. sæti að þessu sinni og Luka Doncic úr Dallas Mavericks í 3. sæti. Jokic hefur að meðaltali skorað 26,4 stig í leik með Denver Nuggets í vetur, tekið 12,4 fráköst og átt níu stoðsendingar. Hann hefur 25 sinnum náð þrefaldri tvennu í leik. Denver endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar en titilvörn liðsins í úrslitakeppninni gengur ekki vel sem stendur. Liðið er 2-0 undir gegn Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Brunson hristi af sér meiðsli og Knicks unnu aftur Í undanúrslitum austurdeildarinnar tókst New York Knicks að komast í 2-0 gegn Indiana Pacers með 130-121 sigri. Jalen Brunson varð að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla í fæti, þegar New York var 24-17 yfir, og Indiana komst í 73-63 áður en Brunson sneri aftur inn á. Hann endaði með 24 stig í leiknum. NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Jokic hafði áður verið valinn árin 2021 og 2022 en varð í 2. sæti í kjörinu í fyrra. Hann er aðeins sá níundi í sögunni sem valinn er bestur þrisvar sinnum eða oftar, og óhætt að segja að hann sé kominn í hóp með miklum goðsögnum. Auk Jokic hafa þeir Larry Bird, Magic Johnson og Moses Malone hlotið verðlaunin þrisvar sinnum hver. Kareem Abdul-Jabbar var valinn sex sinnum, Michael Jordan og Bill Russell fimm sinnum, og Wilt Chamberlain og LeBron James fjórum sinnum. „Þetta er sérstök stund sem ég á eflaust eftir að muna alla mína ævi,“ sagði Jokic sem er 29 ára gamall. „Þetta er eitthvað til að njóta eftir að ferlinum lýkur,“ bætti hann við. Eiginkona hans, Natalija, talar inn á afar hjartnæmt myndband í tilefni verðlaunanna þar sem farið er yfir það hvernig Jokic hefur nú tekist það sem enginn bjóst við, og um leið verið frábær fjölskyldumaður. More than an MVP. pic.twitter.com/LtVjlNkK9b— Denver Nuggets (@nuggets) May 8, 2024 Shai Gilgeous-Alexander úr Oklahoma City Thunder varð í 2. sæti að þessu sinni og Luka Doncic úr Dallas Mavericks í 3. sæti. Jokic hefur að meðaltali skorað 26,4 stig í leik með Denver Nuggets í vetur, tekið 12,4 fráköst og átt níu stoðsendingar. Hann hefur 25 sinnum náð þrefaldri tvennu í leik. Denver endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar en titilvörn liðsins í úrslitakeppninni gengur ekki vel sem stendur. Liðið er 2-0 undir gegn Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Brunson hristi af sér meiðsli og Knicks unnu aftur Í undanúrslitum austurdeildarinnar tókst New York Knicks að komast í 2-0 gegn Indiana Pacers með 130-121 sigri. Jalen Brunson varð að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla í fæti, þegar New York var 24-17 yfir, og Indiana komst í 73-63 áður en Brunson sneri aftur inn á. Hann endaði með 24 stig í leiknum.
NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum