Sá besti í heimi á þessu CrossFit tímabili kom til Íslands til að æfa með BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 14:30 Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski tóku vel á því á ÍR-vellinum á Sumardeginum fyrsta. Skjámynd/The Training Plan Finninn Jonne Koski hefur verið að gera frábæra hluti á þessu CrossFit tímabili og í raun hefur enginn staðist honum snúninginn hingað til nú þegar tveir fyrstu hlutar undankeppni heimsleikanna eru að baki. Hinn þrítugi Koski vann fyrst Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna, en fylgdi því síðan eftir með því að vinna líka fjórðungsúrslitin. Hann tryggði sér því með sannfærandi hætti sæti í undanúrslitunum þar sem í boði eru sæti á heimsleikunum í haust. Þjálfari Koski er landi hans Jami Tikkanen sem við Íslendingar þekkjum vel enda búinn að þjálfa Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson lengi. Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski ræða málin.Skjámynd/Youtube Tikkanen sýndi frá því á The Training Plan Youtube síðunni þegar Koski kom til Íslands og æfði með Björgvini en báðir eru að undirbúa sig fyrir undanúrslitin sem fara fram í þessum mánuði. Björgvin Karl varð í sjötta sæti á heimsvísu og í þriðja sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Æfðu á ÍR-vellinum Myndbandið byrjar á þeim hlaupa hringi á ÍR-vellinum á Sumardaginn fyrsta. Tikkanen segir þar mikilvægt að pína þá til að keyra sig áfram þegar þeir eru orðnir þreyttir. Hann lét þá hlaupa þrisvar sinnum 800 metra með stuttum hvíldum og endurtaka það síðan. Eftir það sprettu þeir 400 metra, 300 metra, 200 metra og 100 metra. Þetta er taktískur undirbúningur fyrir komandi keppni. Lét þá spretta þegar þeir voru þreyttir „Ég er bara að passa upp á það að þeir eigi hraða eftir í fótunum þegar þeir eru orðnir þreyttir. Það er staða sem kemur svo oft upp í CrossFit keppnum. Í lok hlaups þá verður að eiga eftir aukagír eins og í lok erfiðarar keppnishelgar þá verður þú að geta ennþá hlaupið,“ sagði Jami Tikkanen. Í myndbandinu má síðan sjá brot af æfingum félaganna og eins ræðir Jami stöðuna á þeim nú þegar alvaran nálgast og kemur í ljós hvort þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Liðsfélagar eða keppinautar? „Þeir eru bæði liðsfélagar og keppinautar. Þeir eru liðsfélagar á æfingunum en svo eru þeir auðvitað keppinautar í keppnum sjálfum. Ef það koma upp möguleikar til að vinna saman í keppni, svo að báðum gangi betur, þá er líka tímapunktur fyrir þá að vera liðsfélagar á ný,“ sagði Jami. „Þetta er klassísk tilhögun þegar þú ert með háklassa íþróttamenn sem eru að æfa saman. Þeir eru að reyna að verða betri en þurfa ekki að keppa á æfingum. Þeir eru meira að ýta hvorum öðrum áfram í erfiðum æfingum. Þegar kemur að keppninni þá er þetta auðvitað hver maður fyrir sig,“ sagði Jami. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndband þar sem við fáum innsýn í æfingar þessara heimsklassa CrossFit kappa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jVxjA7pThMQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Hinn þrítugi Koski vann fyrst Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna, en fylgdi því síðan eftir með því að vinna líka fjórðungsúrslitin. Hann tryggði sér því með sannfærandi hætti sæti í undanúrslitunum þar sem í boði eru sæti á heimsleikunum í haust. Þjálfari Koski er landi hans Jami Tikkanen sem við Íslendingar þekkjum vel enda búinn að þjálfa Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson lengi. Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski ræða málin.Skjámynd/Youtube Tikkanen sýndi frá því á The Training Plan Youtube síðunni þegar Koski kom til Íslands og æfði með Björgvini en báðir eru að undirbúa sig fyrir undanúrslitin sem fara fram í þessum mánuði. Björgvin Karl varð í sjötta sæti á heimsvísu og í þriðja sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Æfðu á ÍR-vellinum Myndbandið byrjar á þeim hlaupa hringi á ÍR-vellinum á Sumardaginn fyrsta. Tikkanen segir þar mikilvægt að pína þá til að keyra sig áfram þegar þeir eru orðnir þreyttir. Hann lét þá hlaupa þrisvar sinnum 800 metra með stuttum hvíldum og endurtaka það síðan. Eftir það sprettu þeir 400 metra, 300 metra, 200 metra og 100 metra. Þetta er taktískur undirbúningur fyrir komandi keppni. Lét þá spretta þegar þeir voru þreyttir „Ég er bara að passa upp á það að þeir eigi hraða eftir í fótunum þegar þeir eru orðnir þreyttir. Það er staða sem kemur svo oft upp í CrossFit keppnum. Í lok hlaups þá verður að eiga eftir aukagír eins og í lok erfiðarar keppnishelgar þá verður þú að geta ennþá hlaupið,“ sagði Jami Tikkanen. Í myndbandinu má síðan sjá brot af æfingum félaganna og eins ræðir Jami stöðuna á þeim nú þegar alvaran nálgast og kemur í ljós hvort þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Liðsfélagar eða keppinautar? „Þeir eru bæði liðsfélagar og keppinautar. Þeir eru liðsfélagar á æfingunum en svo eru þeir auðvitað keppinautar í keppnum sjálfum. Ef það koma upp möguleikar til að vinna saman í keppni, svo að báðum gangi betur, þá er líka tímapunktur fyrir þá að vera liðsfélagar á ný,“ sagði Jami. „Þetta er klassísk tilhögun þegar þú ert með háklassa íþróttamenn sem eru að æfa saman. Þeir eru að reyna að verða betri en þurfa ekki að keppa á æfingum. Þeir eru meira að ýta hvorum öðrum áfram í erfiðum æfingum. Þegar kemur að keppninni þá er þetta auðvitað hver maður fyrir sig,“ sagði Jami. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndband þar sem við fáum innsýn í æfingar þessara heimsklassa CrossFit kappa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jVxjA7pThMQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira