Hugmyndin sú sama í grunninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 08:30 Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópu undir einni stjórn á hliðstæðan hátt í grundvallaratriðum og reynt hefur verið áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins: „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Málflutningur Giscard d’Estaing þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið sambandsríki. Þannig kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 9. maí 1950, sem markaði upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag, að þróunin myndi að lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Franski diplómatinn Jean Monnet, sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir Evrópusambandsins, fjallar enn fremur ítarlega um það í endurminningum sínum hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu allt frá upphafi. Markvisst hefur verið unnið að því markmiði allar götur síðan. Hrein leitun er að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við það. Markmiðið um eitt ríki rataði nú síðast til að mynda í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem lögð er áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að evrópsku sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið áframhaldandi þróun sem vísar til þess að sambandið hefur í gegnum tíðina jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á töku ákvarðana þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráð sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlut í þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins í átt að einu ríki. Til að mynda miðast fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við íbúafjölda þeirra. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópu undir einni stjórn á hliðstæðan hátt í grundvallaratriðum og reynt hefur verið áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins: „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Málflutningur Giscard d’Estaing þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið sambandsríki. Þannig kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 9. maí 1950, sem markaði upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag, að þróunin myndi að lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Franski diplómatinn Jean Monnet, sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir Evrópusambandsins, fjallar enn fremur ítarlega um það í endurminningum sínum hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu allt frá upphafi. Markvisst hefur verið unnið að því markmiði allar götur síðan. Hrein leitun er að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við það. Markmiðið um eitt ríki rataði nú síðast til að mynda í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem lögð er áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að evrópsku sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið áframhaldandi þróun sem vísar til þess að sambandið hefur í gegnum tíðina jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á töku ákvarðana þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráð sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlut í þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins í átt að einu ríki. Til að mynda miðast fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við íbúafjölda þeirra. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar