Til hamingju, Kópavogur! Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 11. maí 2024 08:02 Í dag á afmælisdegi Kópavogs verður mikið um dýrðir þegar opnað verður nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda innan menningarhúsa Kópavogs. Þar verður til í einu rými ný grunnsýning úr viðamiklu safni Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs, sem sameinar um leið bókmenntir, listir og náttúruvísindi á einum og sama stað. Þannig verður rýmið myndarleg viðbót við fjölskrúðugt og metnaðarfullt menningarstarf í Kópavogi. Ný nálgun í menningarstarfinu Vert er að rifja upp við þetta tilefni að fyrir ári síðan boðaði meirihlutinn í bæjarstjórn nýja nálgun í menningarstarfi Kópavogs en helsta forsenda þess var þörfin fyrir að þróa menningarstarfið í takti við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við töldum mikilvægt að leita nýrra leiða við að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Einn af útgangspunktunum var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum Kópavogs. Forsenda þess að ráðast í þær breytingar var að stofna ekki til nýrra útgjalda heldur að hagræða í rekstri og forgangsraða fjármunum með öðrum hætti. Skemmst er að segja frá því að ekki náðist þverpólitísk samstaða um breytingarnar, minnihlutinn hafnaði breytingunum með gagnrýni sem að miklu leyti var byggð á misskilningi. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar og aðrir gestir munu sjá og upplifa þennan nýja undraheim er ég viss um að fæstir myndu vilja snúa þeim við. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning sem ég er sannfærð um að Kópavogsbúar og aðrir gestir muni kunna vel að meta. Saga Náttúrufræðistofu Náttúrufræðistofa Kópavogs var formlega stofnuð 3. desember árið 1983. Stofnun hennar má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnar sjö árum áður um að festa kaup á safni Jóns Bogasonar á um annað hundruð tegunda hryggleysingja , sem Jón safnaði við hin ótrúlegustu skilyrði og á sér fáar hliðstæður. Í framhaldinu festi bærinn kaup á fuglasafni Hans Jörgensen og síðar var Halldór Pétursson svo rausnarlegur að færa bæjarbúum hluta af umfangsmiklu steinasafni sínu. Allir þessir gripir og fleiri til eru nú varðveittir í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þrátt fyrir að rúmir fjórir áratugir skilji að stofndag safnsins og daginn sem við fögnum nýrri opnun, þá er athyglisvert hve mikinn samhljóm er að finna í opnunarræðu fyrsta forstöðumanns safnsins, Árna Waag í desember 1983, við þær áherslur sem við erum að fanga með nýju upplifunarrými í dag: „Meginhlutverk Náttúrufræðistofu, auk hefðbundinna söfnunarstarfs og varðveislu er að standa fyrir almennri fræðslu um náttúrfræði og náttúrvernd með sýningum fyrirlesurum og vettvangsferðum.“ Um mikilvægi náins samstarfs við skóla bæjarins segir Árni:. „Raunhæf líffræðikennsla getur aldrei átt sér stað einungis innan veggja skólans. Von okkar er að nú geti líffræðikennarar fært kennslu sína nær náttúrunni með vettvangsferðum og heimsóknum í samstarfi við Náttúrufræðistofuna.“ Það er um leið svo sannarlega von okkar sem að þessu safni standa í dag. Ég óska bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hlakka til að sjá ykkur í dag! Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Sjá meira
Í dag á afmælisdegi Kópavogs verður mikið um dýrðir þegar opnað verður nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda innan menningarhúsa Kópavogs. Þar verður til í einu rými ný grunnsýning úr viðamiklu safni Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs, sem sameinar um leið bókmenntir, listir og náttúruvísindi á einum og sama stað. Þannig verður rýmið myndarleg viðbót við fjölskrúðugt og metnaðarfullt menningarstarf í Kópavogi. Ný nálgun í menningarstarfinu Vert er að rifja upp við þetta tilefni að fyrir ári síðan boðaði meirihlutinn í bæjarstjórn nýja nálgun í menningarstarfi Kópavogs en helsta forsenda þess var þörfin fyrir að þróa menningarstarfið í takti við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við töldum mikilvægt að leita nýrra leiða við að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Einn af útgangspunktunum var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum Kópavogs. Forsenda þess að ráðast í þær breytingar var að stofna ekki til nýrra útgjalda heldur að hagræða í rekstri og forgangsraða fjármunum með öðrum hætti. Skemmst er að segja frá því að ekki náðist þverpólitísk samstaða um breytingarnar, minnihlutinn hafnaði breytingunum með gagnrýni sem að miklu leyti var byggð á misskilningi. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar og aðrir gestir munu sjá og upplifa þennan nýja undraheim er ég viss um að fæstir myndu vilja snúa þeim við. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning sem ég er sannfærð um að Kópavogsbúar og aðrir gestir muni kunna vel að meta. Saga Náttúrufræðistofu Náttúrufræðistofa Kópavogs var formlega stofnuð 3. desember árið 1983. Stofnun hennar má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnar sjö árum áður um að festa kaup á safni Jóns Bogasonar á um annað hundruð tegunda hryggleysingja , sem Jón safnaði við hin ótrúlegustu skilyrði og á sér fáar hliðstæður. Í framhaldinu festi bærinn kaup á fuglasafni Hans Jörgensen og síðar var Halldór Pétursson svo rausnarlegur að færa bæjarbúum hluta af umfangsmiklu steinasafni sínu. Allir þessir gripir og fleiri til eru nú varðveittir í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þrátt fyrir að rúmir fjórir áratugir skilji að stofndag safnsins og daginn sem við fögnum nýrri opnun, þá er athyglisvert hve mikinn samhljóm er að finna í opnunarræðu fyrsta forstöðumanns safnsins, Árna Waag í desember 1983, við þær áherslur sem við erum að fanga með nýju upplifunarrými í dag: „Meginhlutverk Náttúrufræðistofu, auk hefðbundinna söfnunarstarfs og varðveislu er að standa fyrir almennri fræðslu um náttúrfræði og náttúrvernd með sýningum fyrirlesurum og vettvangsferðum.“ Um mikilvægi náins samstarfs við skóla bæjarins segir Árni:. „Raunhæf líffræðikennsla getur aldrei átt sér stað einungis innan veggja skólans. Von okkar er að nú geti líffræðikennarar fært kennslu sína nær náttúrunni með vettvangsferðum og heimsóknum í samstarfi við Náttúrufræðistofuna.“ Það er um leið svo sannarlega von okkar sem að þessu safni standa í dag. Ég óska bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hlakka til að sjá ykkur í dag! Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun