„Hlutdrægni” Ríkisútvarpsins og „hnignun” íslenskunnar Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 11. maí 2024 14:00 Frá því að ég man eftir mér hefur verið uppi umræða um meinta hlutdrægni Ríkisútvarpsins í aðskiljanlegum málum og ekki hvað síst þátt þess í „hnignun” íslenskunnar. Að vísu er ég ekki nógu gamall til þess að reka minni til áranna eftir að útvarpsútsendingar hófust árið 1930 og vil ég því taka miklu yngra dæmi. Þannig háttar til að ég var fréttamaður á Ríkisútvarpinu fyrir aldarfjórðungi, þar á meðal í seinni uppreisn (Intifada) Palestínumanna. Hún hófst í september árið 2000 (og lauk 2005). Það var fyrir tíma samfélagsmiðla en ég man ekki hvað ég fékk mörg símtöl og tölvupósta frá hlustendum, þar sem ég var sakaður um að draga ýmist taum Ísraela eða Palestínumanna; skiptingin var um það vil jöfn í minningunni. Hlustendur höfðu líka mikið samband til þess að tilkynna mér að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að eyðileggja íslenskt mál. Ég man til að mynda einu sinni eftir því að hafa sagt „Sovétríkin sálugu” í lesinni frétt. Um leið og fréttatímanum lauk beið dyggur hlustandi á línunni sem tilkynnti mér að Sovétríkin hefðu ekki haft sál; því væri orðaleikur minn rangur í eðli sínu. Nú, 25 árum seinna, hefur umræðan um hlutdrægni og málspjöll Ríkisútvarpsins lítið breyst. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á íslenskunni, enda er málið lifandi. Ég held að upphrópanir um „hnignun” séu hins vegar óþarfar og ótímabærar. Það á enginn einkarétt á „réttu” máli, hvorki fréttamenn Ríkisútvarpsins né einstaka hlustendur. Ýmsir hafa tilhneigingu til að telja það mál sem þeir ólust upp við „rétt” og þar af leiðandi annað málsnið „rangt”. Málið er hins vegar miklu flóknara en það og kannski efni í aðra og lengri grein. Auðvitað hefur Ríkisútvarpið og fréttamenn þess mikil áhrif á skoðanir hlustenda sinna, sem og málvitund. Ég hygg þó að samfélagsmiðlar séu miklu áhrifameiri hvað íslenskuna varðar, fyrir nú utan skoðanamyndandi áhrif í deilumálum samtímans. Það er bara svo auðvelt að hnýta í Ríkisútvarpið og hefur alltaf verið. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég man eftir mér hefur verið uppi umræða um meinta hlutdrægni Ríkisútvarpsins í aðskiljanlegum málum og ekki hvað síst þátt þess í „hnignun” íslenskunnar. Að vísu er ég ekki nógu gamall til þess að reka minni til áranna eftir að útvarpsútsendingar hófust árið 1930 og vil ég því taka miklu yngra dæmi. Þannig háttar til að ég var fréttamaður á Ríkisútvarpinu fyrir aldarfjórðungi, þar á meðal í seinni uppreisn (Intifada) Palestínumanna. Hún hófst í september árið 2000 (og lauk 2005). Það var fyrir tíma samfélagsmiðla en ég man ekki hvað ég fékk mörg símtöl og tölvupósta frá hlustendum, þar sem ég var sakaður um að draga ýmist taum Ísraela eða Palestínumanna; skiptingin var um það vil jöfn í minningunni. Hlustendur höfðu líka mikið samband til þess að tilkynna mér að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að eyðileggja íslenskt mál. Ég man til að mynda einu sinni eftir því að hafa sagt „Sovétríkin sálugu” í lesinni frétt. Um leið og fréttatímanum lauk beið dyggur hlustandi á línunni sem tilkynnti mér að Sovétríkin hefðu ekki haft sál; því væri orðaleikur minn rangur í eðli sínu. Nú, 25 árum seinna, hefur umræðan um hlutdrægni og málspjöll Ríkisútvarpsins lítið breyst. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á íslenskunni, enda er málið lifandi. Ég held að upphrópanir um „hnignun” séu hins vegar óþarfar og ótímabærar. Það á enginn einkarétt á „réttu” máli, hvorki fréttamenn Ríkisútvarpsins né einstaka hlustendur. Ýmsir hafa tilhneigingu til að telja það mál sem þeir ólust upp við „rétt” og þar af leiðandi annað málsnið „rangt”. Málið er hins vegar miklu flóknara en það og kannski efni í aðra og lengri grein. Auðvitað hefur Ríkisútvarpið og fréttamenn þess mikil áhrif á skoðanir hlustenda sinna, sem og málvitund. Ég hygg þó að samfélagsmiðlar séu miklu áhrifameiri hvað íslenskuna varðar, fyrir nú utan skoðanamyndandi áhrif í deilumálum samtímans. Það er bara svo auðvelt að hnýta í Ríkisútvarpið og hefur alltaf verið. Höfundur er sagnfræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun