Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2024 14:29 Bambi Thug á sviði í Malmö á þriðjudagskvöldið. EBU/Sarah Louise Bennett Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. Áður en Bambi Thug, sem er kynsegin, steig á svið á þriðjudaginn voru áhorfendur Kan, ríkisrekinnar sjónvarpsstöðvar Ísrael, varaðir við því að flutningurinn gæti hrætt börn. Réttast væri að forða þeim frá sjónvarpsskjánum. Atriðið innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Þulurinn ísraelski nefndi einnig að Bambie Thug, væri kynsegin og að hán talaði gjarnan illa um Ísrael og að áhorfendur ættu að undirbúa blótsyrði sín, samkvæmt frétt á vef RTÉ, ríkisútvarps Írlands. Þetta vill Bambi Thug meina að brjóti gegn reglum Eurovision. Í viðtali við RTE segist hán reitt vegna ummælanna og vill að Ísraelum verði vísað úr keppni. Bambi Thug tók ekki þátt í fánaathöfn fyrir generalprufuna í Malmö í dag. Þátttakendur frá Grikklandi, Sviss og Kýpur tóku einnig ekki þátt í athöfninni. Þetta er í kjölfar þess að hollenska söngvaranum Joost Klein var vísað úr keppninni í morgun. Kona sem vinnur við Eurovision kvartaði í gær yfir Klein, eftir að hann flutti atriði sitt í undankeppninni á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð. Forsvarsmenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eru sagðir hafa haldið krísufund í dag vegna stöðunnar. Í frétt SVT í Svíþjóð er haft eftir Jean Philip De Tender, einum yfirmanna EBU, að Klein geti ekki tekið þátt í keppninni þar sem hann hafi brotið gegn reglum hennar. Hann sagði enga „óviðeigandi hegðun“ vera liðna þegar komi að Eurovision og tryggja þurfi öllum starfsmönnum starfsöryggi. Eurovision Írland Ísrael Tengdar fréttir Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Sjá meira
Áður en Bambi Thug, sem er kynsegin, steig á svið á þriðjudaginn voru áhorfendur Kan, ríkisrekinnar sjónvarpsstöðvar Ísrael, varaðir við því að flutningurinn gæti hrætt börn. Réttast væri að forða þeim frá sjónvarpsskjánum. Atriðið innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Þulurinn ísraelski nefndi einnig að Bambie Thug, væri kynsegin og að hán talaði gjarnan illa um Ísrael og að áhorfendur ættu að undirbúa blótsyrði sín, samkvæmt frétt á vef RTÉ, ríkisútvarps Írlands. Þetta vill Bambi Thug meina að brjóti gegn reglum Eurovision. Í viðtali við RTE segist hán reitt vegna ummælanna og vill að Ísraelum verði vísað úr keppni. Bambi Thug tók ekki þátt í fánaathöfn fyrir generalprufuna í Malmö í dag. Þátttakendur frá Grikklandi, Sviss og Kýpur tóku einnig ekki þátt í athöfninni. Þetta er í kjölfar þess að hollenska söngvaranum Joost Klein var vísað úr keppninni í morgun. Kona sem vinnur við Eurovision kvartaði í gær yfir Klein, eftir að hann flutti atriði sitt í undankeppninni á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð. Forsvarsmenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eru sagðir hafa haldið krísufund í dag vegna stöðunnar. Í frétt SVT í Svíþjóð er haft eftir Jean Philip De Tender, einum yfirmanna EBU, að Klein geti ekki tekið þátt í keppninni þar sem hann hafi brotið gegn reglum hennar. Hann sagði enga „óviðeigandi hegðun“ vera liðna þegar komi að Eurovision og tryggja þurfi öllum starfsmönnum starfsöryggi.
Eurovision Írland Ísrael Tengdar fréttir Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Sjá meira
Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01
Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14