Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 08:05 Mótmælin í gær eru talin þau umfangsmestu hingað til. AP/Zurab Tsertsvadze Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. Mótmælendur segja lögin ógna frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu en þau svipa mjög til rússneskra laga sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lagafrumvarpið sem hefur verið til umræðu í þingi Georgíu snýr í einföldu máli sagt að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Sjá einnig: Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Mótmælendur eru ósammála þeirri stefnu og segjast vilja standa vörð um frelsi þeirra. I don't think I've ever seen so many people on the streets of Georgia before.This comes after Georgian Dream’s mass, Russian-style terror against its people, threats and intimidation via phone calls, arbitrary detentions, severe physical assaults and targeted smear campaigns. pic.twitter.com/C1fHVtyiGU— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) May 11, 2024 Hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum Mótmælin í gær voru að mestu friðsöm en áður hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þá eru hópar óeinkennisklæddra manna sagðir hafa ráðist á mótmælendur. Aðgerðasinnar halda því einnig fram að þeir hafi orðið fyrir hótunum og ofbeldi á undanförnum dögum. Fautar hafi mætt heim til þeirra og þeim hafi borist margskonar símtöl þar sem þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið ógnað. Meðal þess sem mótmælendur óttast er að verði frumvarpið að lögum, verði þau lög notuð til að kveða niður gagnrýnisraddir í aðdraganda þingkosninga síðar á þessu ári, samkvæmt frétt BBC. Frumvarpið var einnig til umræðu í fyrra en þá komu mikil mótmæli í veg fyrir framgöngu þess. Um mánuður er síðan rykinu var dustað af frumvarpinu, ef svo má segja, og síðan þá hafa mikil mótmæli átt sér stað í Georgíu vegna þeirra. Verði frumvarpið af lögum mun það koma niður á mögulegri inngöngu Georgíu í Evrópusambandið, samkvæmt ráðamönnum í Brussel. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja að verði frumvarið að lögum, myndi það koma niður á inngöngu Georgíu í Evrópusambandið.AP/Zurab Tsertsvadze Frumvarpið hefur nú farið gegnum tvær umræður á þingi og hafa þingmenn rifist og jafnvel slegist á þingi vegna þess. Þriðja og síðasta umræðan á að eiga sér stað á föstudaginn. Sky News segir mótmælendur stefna á að koma í veg fyrir það. Markmið þeirra sé að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að þing geti komið saman og samþykkt frumvarpið. Við lok annarrar umræðu um frumvarpið greiddu 83 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 23 gegn því. Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur heitið því að samþykkja ekki frumvarpið en Georgíski draumurinn hefur svo stóran meirihluta á þingi að þingmenn geta komið frumvarpinu fram hjá neitunarvaldi forsetans. Mótmælendur með síma sína á lofti í gærkvöldi.AP/Zurab Tsertsvadze Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Mótmælendur segja lögin ógna frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu en þau svipa mjög til rússneskra laga sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lagafrumvarpið sem hefur verið til umræðu í þingi Georgíu snýr í einföldu máli sagt að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Sjá einnig: Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Mótmælendur eru ósammála þeirri stefnu og segjast vilja standa vörð um frelsi þeirra. I don't think I've ever seen so many people on the streets of Georgia before.This comes after Georgian Dream’s mass, Russian-style terror against its people, threats and intimidation via phone calls, arbitrary detentions, severe physical assaults and targeted smear campaigns. pic.twitter.com/C1fHVtyiGU— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) May 11, 2024 Hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum Mótmælin í gær voru að mestu friðsöm en áður hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þá eru hópar óeinkennisklæddra manna sagðir hafa ráðist á mótmælendur. Aðgerðasinnar halda því einnig fram að þeir hafi orðið fyrir hótunum og ofbeldi á undanförnum dögum. Fautar hafi mætt heim til þeirra og þeim hafi borist margskonar símtöl þar sem þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið ógnað. Meðal þess sem mótmælendur óttast er að verði frumvarpið að lögum, verði þau lög notuð til að kveða niður gagnrýnisraddir í aðdraganda þingkosninga síðar á þessu ári, samkvæmt frétt BBC. Frumvarpið var einnig til umræðu í fyrra en þá komu mikil mótmæli í veg fyrir framgöngu þess. Um mánuður er síðan rykinu var dustað af frumvarpinu, ef svo má segja, og síðan þá hafa mikil mótmæli átt sér stað í Georgíu vegna þeirra. Verði frumvarpið af lögum mun það koma niður á mögulegri inngöngu Georgíu í Evrópusambandið, samkvæmt ráðamönnum í Brussel. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja að verði frumvarið að lögum, myndi það koma niður á inngöngu Georgíu í Evrópusambandið.AP/Zurab Tsertsvadze Frumvarpið hefur nú farið gegnum tvær umræður á þingi og hafa þingmenn rifist og jafnvel slegist á þingi vegna þess. Þriðja og síðasta umræðan á að eiga sér stað á föstudaginn. Sky News segir mótmælendur stefna á að koma í veg fyrir það. Markmið þeirra sé að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að þing geti komið saman og samþykkt frumvarpið. Við lok annarrar umræðu um frumvarpið greiddu 83 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 23 gegn því. Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur heitið því að samþykkja ekki frumvarpið en Georgíski draumurinn hefur svo stóran meirihluta á þingi að þingmenn geta komið frumvarpinu fram hjá neitunarvaldi forsetans. Mótmælendur með síma sína á lofti í gærkvöldi.AP/Zurab Tsertsvadze
Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira