Söfn í þágu fræðslu og rannsókna Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 12. maí 2024 12:01 Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum. Og ef safn á að stunda rannsóknir þarf það að leita sér þekkingar. Sé horft út fyrir veggi safna í þessu samhengi, leika þau eitt megin hlutverkið í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og rannsóknum. Þeim er skylt að vera opin öllum og til þeirra leita leikir og lærðir um margvíslega fræðslu. Í þeirri leit fer hver og einn í rannsóknarleiðangur, á meðan aðrir vilja kafa dýpra og leita náða hjá söfnum með aðgang að þeim heimildum sem þau varðveita. Söfnin eru þannig hornsteinn rannsókna í landinu og án þeirra væri aumlegt um að litast í þeim efnum. Söfnin hafa frá fyrstu tíð horft til framtíðar, til framtíðarkynslóða. En á sama tíma og þau þjóna þeim einstaklingum og samfélögum sem lífsandinn blæs um, eru þau alltaf með vakandi augu fyrir því sem gerist á morgun, á næstu árum og næstu áratugum. Þau eru vakandi fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að líta dagsins ljós og munu hafa forvitni fyrir því hvað það var sem gengnar kynslóðir hugsuðu og tóku sér fyrir hendur. Til að það sé mögulegt, stunda söfn söfnun á heimildum af fjölbreyttu tagi og byggja upp heimildakost um fortíð og samtíð. Sumar af þessum heimildum eru hafðar til sýnis á sýningum safna, en stóran hluta þeirra eru finna í varðveisluhúsnæði safnanna, þar sem fram fara ýmsar rannsóknir. Flestar af þeim rannsóknum fara hljóðlega og verpast inn í daglegan rekstur safnanna, á meðan aðrar springa út og er deilt með ýmsum hætti; með sýningum, með viðburðum, í bókum, í sjónvarpsefni, kvikmyndum, á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum, með fjölbreyttri miðlun til ferðafólks, að ógleymdum þeim þúsundum nemenda á öllum skólastigum landsins sem sækja til þeirra menntun og innblásturs ár hvert. Sú þversögn blasir við að á sama tíma og menntunarstig þjóðarinnar hefur aldrei verið meira (og það er að mörgu leiti söfnum að þakka!), áhersla hefur verið á nýsköpun og að efla eigi möguleika ferðamanna til að kynnast landi og þjóð, þá stafar ógn að fræðslu og rannsóknar hlutverki safna. Í stað þess að standa vörð um þéttriðið net gamalgróina safna víða um land og ýta undir fræðslu og rannsóknir á þeirra vegum, hefur söfnum af ýmsu tagi verið lokað og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að sinna þessum hlutverkum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu þversagnakennda ástandi telja sér margir trú um að stafræn þróun muni leysa söfn af hólmi. Þeir aðilar virðast hins vegar gleyma því að án efniviðs safna hefur stafræn þróun úr takmörkuðum efnum að moða. Við þessar aðstæður mætti fólk huga betur að safnahugsjóninni og íhuga hvaða tækifæri felast í henni. Söfn eru staðir menntunar, minninga og hverskonar lífsleikni og færni, og sem slík hafa þau mætt áskorunum hvers tíma. Söfn landsins eru einn helsti vitnisburðurinn um það afl sem getur búið í samtakamætti fólks. Þúsundir einstaklinga, félagasamtök og síðar fulltrúar þess opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hafa fylgt sér um þá hugmynd að söfn auki lífsgæði fólks. Söfn í þágu fræðslu og rannsókna styðja við þau markmið. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum. Og ef safn á að stunda rannsóknir þarf það að leita sér þekkingar. Sé horft út fyrir veggi safna í þessu samhengi, leika þau eitt megin hlutverkið í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og rannsóknum. Þeim er skylt að vera opin öllum og til þeirra leita leikir og lærðir um margvíslega fræðslu. Í þeirri leit fer hver og einn í rannsóknarleiðangur, á meðan aðrir vilja kafa dýpra og leita náða hjá söfnum með aðgang að þeim heimildum sem þau varðveita. Söfnin eru þannig hornsteinn rannsókna í landinu og án þeirra væri aumlegt um að litast í þeim efnum. Söfnin hafa frá fyrstu tíð horft til framtíðar, til framtíðarkynslóða. En á sama tíma og þau þjóna þeim einstaklingum og samfélögum sem lífsandinn blæs um, eru þau alltaf með vakandi augu fyrir því sem gerist á morgun, á næstu árum og næstu áratugum. Þau eru vakandi fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að líta dagsins ljós og munu hafa forvitni fyrir því hvað það var sem gengnar kynslóðir hugsuðu og tóku sér fyrir hendur. Til að það sé mögulegt, stunda söfn söfnun á heimildum af fjölbreyttu tagi og byggja upp heimildakost um fortíð og samtíð. Sumar af þessum heimildum eru hafðar til sýnis á sýningum safna, en stóran hluta þeirra eru finna í varðveisluhúsnæði safnanna, þar sem fram fara ýmsar rannsóknir. Flestar af þeim rannsóknum fara hljóðlega og verpast inn í daglegan rekstur safnanna, á meðan aðrar springa út og er deilt með ýmsum hætti; með sýningum, með viðburðum, í bókum, í sjónvarpsefni, kvikmyndum, á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum, með fjölbreyttri miðlun til ferðafólks, að ógleymdum þeim þúsundum nemenda á öllum skólastigum landsins sem sækja til þeirra menntun og innblásturs ár hvert. Sú þversögn blasir við að á sama tíma og menntunarstig þjóðarinnar hefur aldrei verið meira (og það er að mörgu leiti söfnum að þakka!), áhersla hefur verið á nýsköpun og að efla eigi möguleika ferðamanna til að kynnast landi og þjóð, þá stafar ógn að fræðslu og rannsóknar hlutverki safna. Í stað þess að standa vörð um þéttriðið net gamalgróina safna víða um land og ýta undir fræðslu og rannsóknir á þeirra vegum, hefur söfnum af ýmsu tagi verið lokað og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að sinna þessum hlutverkum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu þversagnakennda ástandi telja sér margir trú um að stafræn þróun muni leysa söfn af hólmi. Þeir aðilar virðast hins vegar gleyma því að án efniviðs safna hefur stafræn þróun úr takmörkuðum efnum að moða. Við þessar aðstæður mætti fólk huga betur að safnahugsjóninni og íhuga hvaða tækifæri felast í henni. Söfn eru staðir menntunar, minninga og hverskonar lífsleikni og færni, og sem slík hafa þau mætt áskorunum hvers tíma. Söfn landsins eru einn helsti vitnisburðurinn um það afl sem getur búið í samtakamætti fólks. Þúsundir einstaklinga, félagasamtök og síðar fulltrúar þess opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hafa fylgt sér um þá hugmynd að söfn auki lífsgæði fólks. Söfn í þágu fræðslu og rannsókna styðja við þau markmið. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun