ÍR-ingar stoppuðu stutt alveg eins og KR: Komnir upp í Subway Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 07:45 Hákon Örn Hjálmarsson er fyrirliði ÍR-liðsins. Hann hélt áfram að spila með liðinu og fram undan er tímabili í Subway deildinni á næstu leiktíð. Vísir/Bára ÍR tryggði sér sæti í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi eftir þriðja sigurinn í röð á Sindra í úrslitaeinvígi umspils 1. deildar karla. ÍR-ingar fylgja því KR-ingum upp í úrvalsdeildina en KR fór beint upp eftir að hafa unnið deildina. Liðin féllu bæði óvænt í fyrravor, aðeins fjórum árum eftir að þau léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þau voru aftur á móti snögg að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. KR hafði betur eftir hörku baráttu um deildarmeistaratitilinn en ÍR-ingar sýndu styrk sinn í úrslitakeppninni. 🤍💙 https://t.co/YVHOOlNxMM— ÍR Körfubolti (@irkarfa) May 13, 2024 ÍR vann alla níu leiki sína í úrslitakeppninni, unnu Selfoss 3-0 í átta liða úrslitunum, Þór Akureyri 3-0 í undanúrslitunum og loks Sindra 3-0 í úrslitaeinvíginu. ÍR vann fyrsta leik úrslitaeinvígisins með átta stigum (83-75), leik tvö á Hornafirði með tólf stigum (85-73) og loks þriðja leikinn í Mjóddinni í gær með 34 stigum (109-75). Ísak Máni Wíum er þjálfari ÍR-liðsins en hann er aðeins 24 ára gamall.Vísir/Bára ÍR hafði ekki spilað í 1. deildinni í næstum því aldarfjórðung eða síðan liðið var þar tímabilið 1999-2000. Hákon Hjálmarsson, hélt tryggð við sitt félag, og leiddi liðið upp í efstu deild á ný. Hann skoraði 18 stig í leiknum í gær en var með 14 stig og 10 stoðsendingar í leiknum á undan. Collin Pryor spilaði einnig áfram með liðinu en hann var með 17 stig og 10 fráköst í gær. Þá hefur hinn ungi Friðrik Leó Curtis haldið áfram að vaxa og dafna í vetur en þessi 210 sentimetra strákur var með 18 stig, 10 fráköst, 4 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum í gær. Hinn 24 ára gamli Ísak Máni Wíum hélt einnig áfram þjálfun liðsins og skilaði sínu félagi aftur upp í úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt var. View this post on Instagram A post shared by ÍR (@irkarfa) Subway-deild karla ÍR Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
ÍR-ingar fylgja því KR-ingum upp í úrvalsdeildina en KR fór beint upp eftir að hafa unnið deildina. Liðin féllu bæði óvænt í fyrravor, aðeins fjórum árum eftir að þau léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þau voru aftur á móti snögg að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. KR hafði betur eftir hörku baráttu um deildarmeistaratitilinn en ÍR-ingar sýndu styrk sinn í úrslitakeppninni. 🤍💙 https://t.co/YVHOOlNxMM— ÍR Körfubolti (@irkarfa) May 13, 2024 ÍR vann alla níu leiki sína í úrslitakeppninni, unnu Selfoss 3-0 í átta liða úrslitunum, Þór Akureyri 3-0 í undanúrslitunum og loks Sindra 3-0 í úrslitaeinvíginu. ÍR vann fyrsta leik úrslitaeinvígisins með átta stigum (83-75), leik tvö á Hornafirði með tólf stigum (85-73) og loks þriðja leikinn í Mjóddinni í gær með 34 stigum (109-75). Ísak Máni Wíum er þjálfari ÍR-liðsins en hann er aðeins 24 ára gamall.Vísir/Bára ÍR hafði ekki spilað í 1. deildinni í næstum því aldarfjórðung eða síðan liðið var þar tímabilið 1999-2000. Hákon Hjálmarsson, hélt tryggð við sitt félag, og leiddi liðið upp í efstu deild á ný. Hann skoraði 18 stig í leiknum í gær en var með 14 stig og 10 stoðsendingar í leiknum á undan. Collin Pryor spilaði einnig áfram með liðinu en hann var með 17 stig og 10 fráköst í gær. Þá hefur hinn ungi Friðrik Leó Curtis haldið áfram að vaxa og dafna í vetur en þessi 210 sentimetra strákur var með 18 stig, 10 fráköst, 4 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum í gær. Hinn 24 ára gamli Ísak Máni Wíum hélt einnig áfram þjálfun liðsins og skilaði sínu félagi aftur upp í úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt var. View this post on Instagram A post shared by ÍR (@irkarfa)
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira