ÍR-ingar stoppuðu stutt alveg eins og KR: Komnir upp í Subway Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 07:45 Hákon Örn Hjálmarsson er fyrirliði ÍR-liðsins. Hann hélt áfram að spila með liðinu og fram undan er tímabili í Subway deildinni á næstu leiktíð. Vísir/Bára ÍR tryggði sér sæti í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi eftir þriðja sigurinn í röð á Sindra í úrslitaeinvígi umspils 1. deildar karla. ÍR-ingar fylgja því KR-ingum upp í úrvalsdeildina en KR fór beint upp eftir að hafa unnið deildina. Liðin féllu bæði óvænt í fyrravor, aðeins fjórum árum eftir að þau léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þau voru aftur á móti snögg að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. KR hafði betur eftir hörku baráttu um deildarmeistaratitilinn en ÍR-ingar sýndu styrk sinn í úrslitakeppninni. 🤍💙 https://t.co/YVHOOlNxMM— ÍR Körfubolti (@irkarfa) May 13, 2024 ÍR vann alla níu leiki sína í úrslitakeppninni, unnu Selfoss 3-0 í átta liða úrslitunum, Þór Akureyri 3-0 í undanúrslitunum og loks Sindra 3-0 í úrslitaeinvíginu. ÍR vann fyrsta leik úrslitaeinvígisins með átta stigum (83-75), leik tvö á Hornafirði með tólf stigum (85-73) og loks þriðja leikinn í Mjóddinni í gær með 34 stigum (109-75). Ísak Máni Wíum er þjálfari ÍR-liðsins en hann er aðeins 24 ára gamall.Vísir/Bára ÍR hafði ekki spilað í 1. deildinni í næstum því aldarfjórðung eða síðan liðið var þar tímabilið 1999-2000. Hákon Hjálmarsson, hélt tryggð við sitt félag, og leiddi liðið upp í efstu deild á ný. Hann skoraði 18 stig í leiknum í gær en var með 14 stig og 10 stoðsendingar í leiknum á undan. Collin Pryor spilaði einnig áfram með liðinu en hann var með 17 stig og 10 fráköst í gær. Þá hefur hinn ungi Friðrik Leó Curtis haldið áfram að vaxa og dafna í vetur en þessi 210 sentimetra strákur var með 18 stig, 10 fráköst, 4 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum í gær. Hinn 24 ára gamli Ísak Máni Wíum hélt einnig áfram þjálfun liðsins og skilaði sínu félagi aftur upp í úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt var. View this post on Instagram A post shared by ÍR (@irkarfa) Subway-deild karla ÍR Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
ÍR-ingar fylgja því KR-ingum upp í úrvalsdeildina en KR fór beint upp eftir að hafa unnið deildina. Liðin féllu bæði óvænt í fyrravor, aðeins fjórum árum eftir að þau léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þau voru aftur á móti snögg að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. KR hafði betur eftir hörku baráttu um deildarmeistaratitilinn en ÍR-ingar sýndu styrk sinn í úrslitakeppninni. 🤍💙 https://t.co/YVHOOlNxMM— ÍR Körfubolti (@irkarfa) May 13, 2024 ÍR vann alla níu leiki sína í úrslitakeppninni, unnu Selfoss 3-0 í átta liða úrslitunum, Þór Akureyri 3-0 í undanúrslitunum og loks Sindra 3-0 í úrslitaeinvíginu. ÍR vann fyrsta leik úrslitaeinvígisins með átta stigum (83-75), leik tvö á Hornafirði með tólf stigum (85-73) og loks þriðja leikinn í Mjóddinni í gær með 34 stigum (109-75). Ísak Máni Wíum er þjálfari ÍR-liðsins en hann er aðeins 24 ára gamall.Vísir/Bára ÍR hafði ekki spilað í 1. deildinni í næstum því aldarfjórðung eða síðan liðið var þar tímabilið 1999-2000. Hákon Hjálmarsson, hélt tryggð við sitt félag, og leiddi liðið upp í efstu deild á ný. Hann skoraði 18 stig í leiknum í gær en var með 14 stig og 10 stoðsendingar í leiknum á undan. Collin Pryor spilaði einnig áfram með liðinu en hann var með 17 stig og 10 fráköst í gær. Þá hefur hinn ungi Friðrik Leó Curtis haldið áfram að vaxa og dafna í vetur en þessi 210 sentimetra strákur var með 18 stig, 10 fráköst, 4 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum í gær. Hinn 24 ára gamli Ísak Máni Wíum hélt einnig áfram þjálfun liðsins og skilaði sínu félagi aftur upp í úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt var. View this post on Instagram A post shared by ÍR (@irkarfa)
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira