Færeyingar fjölga vindmyllum til að draga úr olíukyndingu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2024 20:02 Stærsta orkuver Færeyja í Kaldbaksfirði framleiðir raforku með olíubrennslu. Egill Aðalsteinssson Færeyingar stefna að því að hætta raforkuframleiðslu með dísilolíu fyrir árið 2030. Samtímis vinna þeir að því að skipta út olíukyndingu íbúðarhúsa fyrir varmadælur og hyggjast þrefalda fjölda vindmylla, úr þrjátíu í níutíu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá stærsta raforkuver Færeyinga við Kaldbaksfjörð skammt frá Þórshöfn. Þar eru það skorsteinar sem setja mestan svip á umhverfið enda er raforkan þar framleidd með olíu. Fyrir fáum árum voru yfir sextíu prósent raforkunnar framleidd með þessum hætti og þurftu Færeyingar að verja allt að fjórðungi útflutningstekna sinna til olíukaupa. En svo fóru þeir að virkja vindinn enda takmarkað vatnsafl Færeyja að mestu fullbeislað. Finn Jakobsen, forstjóri Magn í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Stærsta olíufélag eyjanna, Magn, stendur jafnframt að uppbyggingu vindmyllugarða og við spurðum forstjórann hvernig orkuskiptin væru að ganga í Færeyjum. „Það gengur vel en hægt. Því að í orkuskiptum höfum við metnaðarfullt markmið um að árið 2030 verði búið að skipta út allri olíu í landi fyrir rafmagn. Svo við stefnum hátt en það gengur samt hægt en þetta er á réttri leið,” segir Finn Jakobsen, forstjóri Magn. Vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Stærstu vindmyllurnar þar eru um níutíu metra háar. Svo tröllauknum risum á bara eftir að fjölga, ef að líkum lætur. Vindmyllur eru þegar orðnar áberandi á færeyskum fjöllum og teljast í tugum. „Í dag eru um þrjátíu vindmyllur sem snúast árið um kring. Við ætlum að þrefalda þann fjölda til að mæta þörfinni fyrir upphitun,” segir Finn. Skorsteinar raforkuversins setja svip sinn á umhverfið í Kaldbaksfirði.Egill Aðalsteinsson Færeyingar hafa engan jarðhita og hafa því neyðst til að kynda hús sín með olíu. „Öll íbúðarhús í Færeyjum, eða meginhluti íbúðarhúsa, hafa sína eigin olíukyndingu og nota olíu til húshitunar. Það sem við einbeitum okkur að er að skipta út olíukyndingu fyrir varmadælur. Það eru fleiri hundruð sem skipta á hverju ári. Svo að á næstu tuttugu árum verðum við langt komin með að koma húsakyndingunni yfir í raforku,” segir Finn Jakobsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir ellefu árum undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar Færeyja og Íslands undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum þar sem kanna átti kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt: Færeyjar Orkumál Bensín og olía Loftslagsmál Vindorka Orkuskipti Tengdar fréttir Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá stærsta raforkuver Færeyinga við Kaldbaksfjörð skammt frá Þórshöfn. Þar eru það skorsteinar sem setja mestan svip á umhverfið enda er raforkan þar framleidd með olíu. Fyrir fáum árum voru yfir sextíu prósent raforkunnar framleidd með þessum hætti og þurftu Færeyingar að verja allt að fjórðungi útflutningstekna sinna til olíukaupa. En svo fóru þeir að virkja vindinn enda takmarkað vatnsafl Færeyja að mestu fullbeislað. Finn Jakobsen, forstjóri Magn í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Stærsta olíufélag eyjanna, Magn, stendur jafnframt að uppbyggingu vindmyllugarða og við spurðum forstjórann hvernig orkuskiptin væru að ganga í Færeyjum. „Það gengur vel en hægt. Því að í orkuskiptum höfum við metnaðarfullt markmið um að árið 2030 verði búið að skipta út allri olíu í landi fyrir rafmagn. Svo við stefnum hátt en það gengur samt hægt en þetta er á réttri leið,” segir Finn Jakobsen, forstjóri Magn. Vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Stærstu vindmyllurnar þar eru um níutíu metra háar. Svo tröllauknum risum á bara eftir að fjölga, ef að líkum lætur. Vindmyllur eru þegar orðnar áberandi á færeyskum fjöllum og teljast í tugum. „Í dag eru um þrjátíu vindmyllur sem snúast árið um kring. Við ætlum að þrefalda þann fjölda til að mæta þörfinni fyrir upphitun,” segir Finn. Skorsteinar raforkuversins setja svip sinn á umhverfið í Kaldbaksfirði.Egill Aðalsteinsson Færeyingar hafa engan jarðhita og hafa því neyðst til að kynda hús sín með olíu. „Öll íbúðarhús í Færeyjum, eða meginhluti íbúðarhúsa, hafa sína eigin olíukyndingu og nota olíu til húshitunar. Það sem við einbeitum okkur að er að skipta út olíukyndingu fyrir varmadælur. Það eru fleiri hundruð sem skipta á hverju ári. Svo að á næstu tuttugu árum verðum við langt komin með að koma húsakyndingunni yfir í raforku,” segir Finn Jakobsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir ellefu árum undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar Færeyja og Íslands undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum þar sem kanna átti kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt:
Færeyjar Orkumál Bensín og olía Loftslagsmál Vindorka Orkuskipti Tengdar fréttir Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22