Hefur hjálpað Haas með glæfralegum akstri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 20:31 Þarf að passa sig ætli hann sér ekki í bann. Kym Illman/Getty Images Kevin Magnussen hefur byrjað tímabilið í Formúlu 1 af gríðarlegum krafti. Ef til vill fullmiklum krafti ef marka má fréttir þess efnis að hann gæti verið á leið í keppnisbann vegna fjöldi refsistiga. Lið Haas í Formúlu 1 hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð en fyrir fram var búist við að liðið myndi sleikja botninn en þess í stað er það í 7. sæti. Er það að mestu leyti samvinnu þeirra Nico Hülkenberg og Magnussen að þakka. Í frétt The Athletic um málið segir að Magnussen hafi með nokkuð glæfralegum akstri tryggt Hülkenberg nokkur auka stig. Hann hefur fengið nokkuð refsistig fyrir en toppaði það í Miami. From @TheAthletic: Kevin Magnussen will spend the rest of the season on the brink of an F1 race ban for his driving behavior, assuming he doesn’t trigger it with one more offense. https://t.co/RfOIW97BNB— The New York Times (@nytimes) May 13, 2024 „Ég þurfti að gera mitt til að verja Nico,“ sagði Magnussen í viðtali eftir kappaksturinn. Hann hafði nælt sér í tíu sekúndna refsingu og átti því ekki möguleika á að vera meðal tíu efstu og næla þannig í stig. Hann gat þó haldið keppinautum sínum - og Nico - frá samherja sínum með því að fara vasklega fram, sem hann og gerði. The Athletic greinir nú frá að Magnussen sé á mörkunum að vera dæmdur í keppnisbann og þurfi að halda sig á mottunni það sem eftir lifir tímabils. Hinn 31 árs gamli Magnussen er sem stendur með 10 refsistig en fái ökumaður 12 slík þá er hann dæmdur í keppnisbann. Danski kappaksturskappinn þarf því að fara í gegnum 18 keppnir til viðbótar án þess að næla sér í meira en eitt refsistig þar sem þau núllast ekki út fyrr en á næstu leiktíð. Akstursíþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lið Haas í Formúlu 1 hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð en fyrir fram var búist við að liðið myndi sleikja botninn en þess í stað er það í 7. sæti. Er það að mestu leyti samvinnu þeirra Nico Hülkenberg og Magnussen að þakka. Í frétt The Athletic um málið segir að Magnussen hafi með nokkuð glæfralegum akstri tryggt Hülkenberg nokkur auka stig. Hann hefur fengið nokkuð refsistig fyrir en toppaði það í Miami. From @TheAthletic: Kevin Magnussen will spend the rest of the season on the brink of an F1 race ban for his driving behavior, assuming he doesn’t trigger it with one more offense. https://t.co/RfOIW97BNB— The New York Times (@nytimes) May 13, 2024 „Ég þurfti að gera mitt til að verja Nico,“ sagði Magnussen í viðtali eftir kappaksturinn. Hann hafði nælt sér í tíu sekúndna refsingu og átti því ekki möguleika á að vera meðal tíu efstu og næla þannig í stig. Hann gat þó haldið keppinautum sínum - og Nico - frá samherja sínum með því að fara vasklega fram, sem hann og gerði. The Athletic greinir nú frá að Magnussen sé á mörkunum að vera dæmdur í keppnisbann og þurfi að halda sig á mottunni það sem eftir lifir tímabils. Hinn 31 árs gamli Magnussen er sem stendur með 10 refsistig en fái ökumaður 12 slík þá er hann dæmdur í keppnisbann. Danski kappaksturskappinn þarf því að fara í gegnum 18 keppnir til viðbótar án þess að næla sér í meira en eitt refsistig þar sem þau núllast ekki út fyrr en á næstu leiktíð.
Akstursíþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira