Fækka þeim tilvikum þar sem skrifa þarf tilvísanir fyrir börn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 07:54 Reglugerðin mun fækka þeim tilvikum þar sem heimilislæknar þurfa að skrifa tilvísanir fyrir börn. Getty Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna. Samkvæmt reglugerð sem nú er í gildi ber heilsugæslulæknum að skrifa tilvísanir fyrir börn á aldrinum tveggja til átján ára, ef þau þurfa á þjónustu sérgreinalæknis að halda. Tilvísun er forsenda þess að ekki þurfi að greiða fyrir þjónustuna. Heimilislæknar segja álagið vegna tilvísanaskrifa óhemju mikið og þá sé málum oft þannig háttað að læknirinn eigi enga eiginlega aðkomu að umönnun sjúklingsins heldur sé hann aðeins að uppfylla kröfur um undirskrift á pappír. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins virðist enn gert ráð fyrir því að heimilislæknar þurfi að skrifa tilvísun á sérfræðing en sú breyting verður á að sá sérfræðingur getur vísað á annan sérgreinalækni án þess að heimilislæknirinn þurfi að koma þar að. Þá geta sjúkrahúslæknar vísað á aðra sérfræðinga án milligöngu heimilislæknis. Bráða- og vaktþjónusta barnalækna verður einnig undanskilin tilvísunum frá heimilislækni og sömuleiðis þjónusta augnlækna og kvensjúkdómalækna. Rannsóknar- og myndgreiningarþjónusta barna verður einnig gjaldfrjáls þótt ekki liggi fyrir tilvísun frá heilsugæslulækni. „Áfram verður unnið að hagræðingu og skilvirkni í samvinnu við lækna, sem og mat lagt á þessar breytingar og þá hvort frekari breytinga sé þörf í samráði við félög lækna og stofnanir. Áformaðar breytingar hafa verið kynntar fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingum Íslands og fagfélögum heimilislækna og barnalækna og eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Samkvæmt reglugerð sem nú er í gildi ber heilsugæslulæknum að skrifa tilvísanir fyrir börn á aldrinum tveggja til átján ára, ef þau þurfa á þjónustu sérgreinalæknis að halda. Tilvísun er forsenda þess að ekki þurfi að greiða fyrir þjónustuna. Heimilislæknar segja álagið vegna tilvísanaskrifa óhemju mikið og þá sé málum oft þannig háttað að læknirinn eigi enga eiginlega aðkomu að umönnun sjúklingsins heldur sé hann aðeins að uppfylla kröfur um undirskrift á pappír. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins virðist enn gert ráð fyrir því að heimilislæknar þurfi að skrifa tilvísun á sérfræðing en sú breyting verður á að sá sérfræðingur getur vísað á annan sérgreinalækni án þess að heimilislæknirinn þurfi að koma þar að. Þá geta sjúkrahúslæknar vísað á aðra sérfræðinga án milligöngu heimilislæknis. Bráða- og vaktþjónusta barnalækna verður einnig undanskilin tilvísunum frá heimilislækni og sömuleiðis þjónusta augnlækna og kvensjúkdómalækna. Rannsóknar- og myndgreiningarþjónusta barna verður einnig gjaldfrjáls þótt ekki liggi fyrir tilvísun frá heilsugæslulækni. „Áfram verður unnið að hagræðingu og skilvirkni í samvinnu við lækna, sem og mat lagt á þessar breytingar og þá hvort frekari breytinga sé þörf í samráði við félög lækna og stofnanir. Áformaðar breytingar hafa verið kynntar fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingum Íslands og fagfélögum heimilislækna og barnalækna og eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda,“ segir á vef Stjórnarráðsins.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira