Þurftu að farga 30 þúsund eintökum vegna forsetaframboðs Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 10:05 Katrín mun hafa verið að vinna að inngangi bókarinnar fram á síðustu stundu, sem gefur til kynna að ákvörðunin um að gefa kost á sér til forseta Íslands hafi ekki verið tekin af léttúð. vísir/stjórnarráðið/vilhelm Farga þurfti þrjátíu þúsund eintökum af bók sem til stóð að gefa þjóðinni í tilefni áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Ástæðan var breyting á skipan forsætisráðherra sem kallaði á breytingu á formála bókarinnar. Tilkynnt var í upphafi árs að forsætisráðuneytið ætlaði, í samvinnu við Forlagið, að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna í byrjun júní 2024 sem verði gefin landsmönnum. Bókinni stóð til að dreifa um landið og áttu landsmenn að geta nálgast hana í bókasöfnum, bókaverslunum og sundlaugum. Það stendur raunar enn til. Verkefnið mun hafa verið sérstakt hugarfóstur Katrínar Jakobsdóttur þá forsætisráðherra, bókargjöf til þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund eintökum þurfti að farga því inngangsorð, sem Katrín ritaði sem forsætisráðherra, þeim þurfti að skipta út. Bjarni Benediktsson fékk það í fangið að rífa upp penna og rita inngang, sem nýr forsætisráðherra. „Þegar nýr forsætisráðherra tók við störfum var eðli málsins samkvæmt tekið til við að breyta formála bókarinnar,“ segir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Bjarni og Katrín kynna sáttamála ríkisstjórnar á Kjarvalsstöðum árið 2021.Vísir/Vilhelm „Bókin verður þannig gefin út með formála þess forsætisráðherra sem situr í embætti á útgáfudegi. Með nýjum formála,“ segir Sighvatur. Bókin var prentuð í þrjátíu þúsund eintökum, búið var að prenta upplagið en því þurfti að farga. Til stendur að dreifa bókinni í júní. „Kostnaðaráætlun verkefnisins í heild er um 30 milljónir króna. Endanlegar kostnaðartölur liggja ekki fyrir en búist er við að heildarkostnaður verði innan áætlunar,“ segir upplýsingafulltrúinn. Tilefni gjafarinnar er 80 ára afmæli lýðveldisins. Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar. Eins og áður sagði ritar forsætisráðherra formála en greinahöfundar eru; Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formála og útdrætti greina verða á pólsku og ensku. Bókaútgáfa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira
Tilkynnt var í upphafi árs að forsætisráðuneytið ætlaði, í samvinnu við Forlagið, að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna í byrjun júní 2024 sem verði gefin landsmönnum. Bókinni stóð til að dreifa um landið og áttu landsmenn að geta nálgast hana í bókasöfnum, bókaverslunum og sundlaugum. Það stendur raunar enn til. Verkefnið mun hafa verið sérstakt hugarfóstur Katrínar Jakobsdóttur þá forsætisráðherra, bókargjöf til þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund eintökum þurfti að farga því inngangsorð, sem Katrín ritaði sem forsætisráðherra, þeim þurfti að skipta út. Bjarni Benediktsson fékk það í fangið að rífa upp penna og rita inngang, sem nýr forsætisráðherra. „Þegar nýr forsætisráðherra tók við störfum var eðli málsins samkvæmt tekið til við að breyta formála bókarinnar,“ segir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Bjarni og Katrín kynna sáttamála ríkisstjórnar á Kjarvalsstöðum árið 2021.Vísir/Vilhelm „Bókin verður þannig gefin út með formála þess forsætisráðherra sem situr í embætti á útgáfudegi. Með nýjum formála,“ segir Sighvatur. Bókin var prentuð í þrjátíu þúsund eintökum, búið var að prenta upplagið en því þurfti að farga. Til stendur að dreifa bókinni í júní. „Kostnaðaráætlun verkefnisins í heild er um 30 milljónir króna. Endanlegar kostnaðartölur liggja ekki fyrir en búist er við að heildarkostnaður verði innan áætlunar,“ segir upplýsingafulltrúinn. Tilefni gjafarinnar er 80 ára afmæli lýðveldisins. Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar. Eins og áður sagði ritar forsætisráðherra formála en greinahöfundar eru; Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formála og útdrætti greina verða á pólsku og ensku.
Bókaútgáfa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira