Ríkisbáknið fyrir sig Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. maí 2024 13:31 Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé. Stundum á frétt við rök að styðjast, sérstaklega þegar í hlut á stofnun sem er að þjóna þeim sem minnst mega sín. Því miður er það frekar undantekning frá reglunni. Nú fjallar Alþingi um frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með norskan kynþroska lax, þó fyrir liggi að það muni útrýma villtum laxastofnum. Opið sjókvíaeldi hefur hvergi verið stundað í veröldinni án þess að gera það og reynslan á Íslandi stefnir óðfluga að því. Þetta vita sérfræðingar, t.d. á Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun. En þær þegja báðar um það, heldur mæra eldisfrumvarpið og telja það til bóta. Er ástæðan sú, að þeim er lofað umtalsvert hærri fjárframlögum í frumvarpinu til að þjóna eldinu, fjölga starfsfólki, vaxa og eflast? Er verið að rýra trúverðugleika faglegrar þjónustu og ráðgjafar til þess að stofnanir geti gert það sem kerfum er nú kærast, að fá meira skattfé til að stækka? Samkvæmt nýjum útreikningum Hafrannsóknarstofnunar eru villtir íslenskir hryggningarlaxar tuttugu þúsund talsins. Hingað til hafa þeir verið taldir um 50 þúsund. Þetta heitir hrun. Á sama tíma gerir Hafrannsóknarstofnun ráð fyrir því í áhættumati sínu að 80 þúsund eldisfiskar geti sloppið úr eldiskvíum á ári. Í sjónum við íslenskar strendur synda því frjálsir a.m.k. fjórfalt fleiri eldislaxar en íslenskir villtir laxar. En báðir þessir stofnar eiga sameiginlegt markmið: Að synda upp í íslenskar ár og hrygna, fjölga sér, vaxa og stækka. Svo mæra Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun frumvarp sem ætlar að fjölga eldislöxum í opnum sjókvíum. Það eru fleiri en laxar sem vilja vaxa og stækka. Það vilja ríkisstofnanir líka. Hvaða máli skipta þá íslenskir villtir laxastofnar, þegar völd og fé eru í húfi? Einu sinni var Hafrannsóknarstofnun mjög annt um að vernda fiska og Matvælastofnun ætlað að hafa eftirlit með velferð dýra. Göfug hugsjón var kjölfesta í tilveru þessara stofnanna. Þess vegna verður að krefjast þess, að þær standi við fagleg gildi sín, en láti ekki glepjast af kerfishyggju og valdi fjárins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé. Stundum á frétt við rök að styðjast, sérstaklega þegar í hlut á stofnun sem er að þjóna þeim sem minnst mega sín. Því miður er það frekar undantekning frá reglunni. Nú fjallar Alþingi um frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með norskan kynþroska lax, þó fyrir liggi að það muni útrýma villtum laxastofnum. Opið sjókvíaeldi hefur hvergi verið stundað í veröldinni án þess að gera það og reynslan á Íslandi stefnir óðfluga að því. Þetta vita sérfræðingar, t.d. á Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun. En þær þegja báðar um það, heldur mæra eldisfrumvarpið og telja það til bóta. Er ástæðan sú, að þeim er lofað umtalsvert hærri fjárframlögum í frumvarpinu til að þjóna eldinu, fjölga starfsfólki, vaxa og eflast? Er verið að rýra trúverðugleika faglegrar þjónustu og ráðgjafar til þess að stofnanir geti gert það sem kerfum er nú kærast, að fá meira skattfé til að stækka? Samkvæmt nýjum útreikningum Hafrannsóknarstofnunar eru villtir íslenskir hryggningarlaxar tuttugu þúsund talsins. Hingað til hafa þeir verið taldir um 50 þúsund. Þetta heitir hrun. Á sama tíma gerir Hafrannsóknarstofnun ráð fyrir því í áhættumati sínu að 80 þúsund eldisfiskar geti sloppið úr eldiskvíum á ári. Í sjónum við íslenskar strendur synda því frjálsir a.m.k. fjórfalt fleiri eldislaxar en íslenskir villtir laxar. En báðir þessir stofnar eiga sameiginlegt markmið: Að synda upp í íslenskar ár og hrygna, fjölga sér, vaxa og stækka. Svo mæra Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun frumvarp sem ætlar að fjölga eldislöxum í opnum sjókvíum. Það eru fleiri en laxar sem vilja vaxa og stækka. Það vilja ríkisstofnanir líka. Hvaða máli skipta þá íslenskir villtir laxastofnar, þegar völd og fé eru í húfi? Einu sinni var Hafrannsóknarstofnun mjög annt um að vernda fiska og Matvælastofnun ætlað að hafa eftirlit með velferð dýra. Göfug hugsjón var kjölfesta í tilveru þessara stofnanna. Þess vegna verður að krefjast þess, að þær standi við fagleg gildi sín, en láti ekki glepjast af kerfishyggju og valdi fjárins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar