Ríkisbáknið fyrir sig Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. maí 2024 13:31 Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé. Stundum á frétt við rök að styðjast, sérstaklega þegar í hlut á stofnun sem er að þjóna þeim sem minnst mega sín. Því miður er það frekar undantekning frá reglunni. Nú fjallar Alþingi um frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með norskan kynþroska lax, þó fyrir liggi að það muni útrýma villtum laxastofnum. Opið sjókvíaeldi hefur hvergi verið stundað í veröldinni án þess að gera það og reynslan á Íslandi stefnir óðfluga að því. Þetta vita sérfræðingar, t.d. á Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun. En þær þegja báðar um það, heldur mæra eldisfrumvarpið og telja það til bóta. Er ástæðan sú, að þeim er lofað umtalsvert hærri fjárframlögum í frumvarpinu til að þjóna eldinu, fjölga starfsfólki, vaxa og eflast? Er verið að rýra trúverðugleika faglegrar þjónustu og ráðgjafar til þess að stofnanir geti gert það sem kerfum er nú kærast, að fá meira skattfé til að stækka? Samkvæmt nýjum útreikningum Hafrannsóknarstofnunar eru villtir íslenskir hryggningarlaxar tuttugu þúsund talsins. Hingað til hafa þeir verið taldir um 50 þúsund. Þetta heitir hrun. Á sama tíma gerir Hafrannsóknarstofnun ráð fyrir því í áhættumati sínu að 80 þúsund eldisfiskar geti sloppið úr eldiskvíum á ári. Í sjónum við íslenskar strendur synda því frjálsir a.m.k. fjórfalt fleiri eldislaxar en íslenskir villtir laxar. En báðir þessir stofnar eiga sameiginlegt markmið: Að synda upp í íslenskar ár og hrygna, fjölga sér, vaxa og stækka. Svo mæra Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun frumvarp sem ætlar að fjölga eldislöxum í opnum sjókvíum. Það eru fleiri en laxar sem vilja vaxa og stækka. Það vilja ríkisstofnanir líka. Hvaða máli skipta þá íslenskir villtir laxastofnar, þegar völd og fé eru í húfi? Einu sinni var Hafrannsóknarstofnun mjög annt um að vernda fiska og Matvælastofnun ætlað að hafa eftirlit með velferð dýra. Göfug hugsjón var kjölfesta í tilveru þessara stofnanna. Þess vegna verður að krefjast þess, að þær standi við fagleg gildi sín, en láti ekki glepjast af kerfishyggju og valdi fjárins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé. Stundum á frétt við rök að styðjast, sérstaklega þegar í hlut á stofnun sem er að þjóna þeim sem minnst mega sín. Því miður er það frekar undantekning frá reglunni. Nú fjallar Alþingi um frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með norskan kynþroska lax, þó fyrir liggi að það muni útrýma villtum laxastofnum. Opið sjókvíaeldi hefur hvergi verið stundað í veröldinni án þess að gera það og reynslan á Íslandi stefnir óðfluga að því. Þetta vita sérfræðingar, t.d. á Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun. En þær þegja báðar um það, heldur mæra eldisfrumvarpið og telja það til bóta. Er ástæðan sú, að þeim er lofað umtalsvert hærri fjárframlögum í frumvarpinu til að þjóna eldinu, fjölga starfsfólki, vaxa og eflast? Er verið að rýra trúverðugleika faglegrar þjónustu og ráðgjafar til þess að stofnanir geti gert það sem kerfum er nú kærast, að fá meira skattfé til að stækka? Samkvæmt nýjum útreikningum Hafrannsóknarstofnunar eru villtir íslenskir hryggningarlaxar tuttugu þúsund talsins. Hingað til hafa þeir verið taldir um 50 þúsund. Þetta heitir hrun. Á sama tíma gerir Hafrannsóknarstofnun ráð fyrir því í áhættumati sínu að 80 þúsund eldisfiskar geti sloppið úr eldiskvíum á ári. Í sjónum við íslenskar strendur synda því frjálsir a.m.k. fjórfalt fleiri eldislaxar en íslenskir villtir laxar. En báðir þessir stofnar eiga sameiginlegt markmið: Að synda upp í íslenskar ár og hrygna, fjölga sér, vaxa og stækka. Svo mæra Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun frumvarp sem ætlar að fjölga eldislöxum í opnum sjókvíum. Það eru fleiri en laxar sem vilja vaxa og stækka. Það vilja ríkisstofnanir líka. Hvaða máli skipta þá íslenskir villtir laxastofnar, þegar völd og fé eru í húfi? Einu sinni var Hafrannsóknarstofnun mjög annt um að vernda fiska og Matvælastofnun ætlað að hafa eftirlit með velferð dýra. Göfug hugsjón var kjölfesta í tilveru þessara stofnanna. Þess vegna verður að krefjast þess, að þær standi við fagleg gildi sín, en láti ekki glepjast af kerfishyggju og valdi fjárins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun