Hreyfing og tengsl Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar 14. maí 2024 14:31 Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti. Einnig hafa rannsóknir sýnt að félagslegur stuðningur leiki lykilhlutverk í bataferli ýmissa veikinda. Góð tengsl, þar sem einstaklingi finnst hann tilheyra, geta nefnilega dregið úr einkennum á borð við þunglyndi, kvíða og einangrun. Því er hægt að álykta að samveru við annað fólk fylgi betri líðan og að félagsleg tengsl hafi gott forvarnargildi. Andleg heilsa snýst ekki aðeins um hvort geðrænar áskoranir séu til staðar, heldur einnig og ekki síður um vellíðan fólks (skv. skilgreiningu World Health Organization). Í félagslegu verkefnum Rauða krossins taka sjálfboðaliðar að sér samveru og heimsækja þátttakendur vikulega í um það bil klukkustund í senn. Miða verkefnin að því að styrkja og efla félagslega þátttöku og útfærslurnar eru fjölbreyttar, en heimsóknir eru ávallt hannaðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Nokkuð algengt er að samveran hverju sinni sé nýtt í einhvers konar hreyfingu. Líkamleg áreynsla sýnir nefnilega bein tengsl við betri andlega líðan. Þegar kemur að hreyfingu telur ávallt að allt er betra en ekkert og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er að taka stutt rölt í garðinum, lyfta lóðum, ryksuga hressilega, skella sér í sjósund eða hlaupa 10 kílómetra, öll hreyfing telur til hins betra. Hreyfing í góðum félagsskap er þannig svo mikið meira en bara góð dægradvöl. Enda hefur það beinlínis jákvæð áhrif á heilsuna að finnast maður tilheyra. Samvera af þessu tagi getur bætt einstaklingsmiðaðan árangur, andlega sem líkamlega, og það án verulegs aukakostnaðar. Með betri líðan landsmanna fylgir jú betri heilsa, sem síðan hefur áhrif á allt daglegt líf og mun skila sér í meiri velsæld og ávinningi fyrir samfélagið í heild. Evrópsk vitundarvika um geðheilsu stendur nú yfir til 19. maí og það er góður tími til að huga að því hvað við getum gert til að bæta geðheilsu okkar eða annarra í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í félagslegu verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma og netspjalls Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti. Einnig hafa rannsóknir sýnt að félagslegur stuðningur leiki lykilhlutverk í bataferli ýmissa veikinda. Góð tengsl, þar sem einstaklingi finnst hann tilheyra, geta nefnilega dregið úr einkennum á borð við þunglyndi, kvíða og einangrun. Því er hægt að álykta að samveru við annað fólk fylgi betri líðan og að félagsleg tengsl hafi gott forvarnargildi. Andleg heilsa snýst ekki aðeins um hvort geðrænar áskoranir séu til staðar, heldur einnig og ekki síður um vellíðan fólks (skv. skilgreiningu World Health Organization). Í félagslegu verkefnum Rauða krossins taka sjálfboðaliðar að sér samveru og heimsækja þátttakendur vikulega í um það bil klukkustund í senn. Miða verkefnin að því að styrkja og efla félagslega þátttöku og útfærslurnar eru fjölbreyttar, en heimsóknir eru ávallt hannaðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Nokkuð algengt er að samveran hverju sinni sé nýtt í einhvers konar hreyfingu. Líkamleg áreynsla sýnir nefnilega bein tengsl við betri andlega líðan. Þegar kemur að hreyfingu telur ávallt að allt er betra en ekkert og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er að taka stutt rölt í garðinum, lyfta lóðum, ryksuga hressilega, skella sér í sjósund eða hlaupa 10 kílómetra, öll hreyfing telur til hins betra. Hreyfing í góðum félagsskap er þannig svo mikið meira en bara góð dægradvöl. Enda hefur það beinlínis jákvæð áhrif á heilsuna að finnast maður tilheyra. Samvera af þessu tagi getur bætt einstaklingsmiðaðan árangur, andlega sem líkamlega, og það án verulegs aukakostnaðar. Með betri líðan landsmanna fylgir jú betri heilsa, sem síðan hefur áhrif á allt daglegt líf og mun skila sér í meiri velsæld og ávinningi fyrir samfélagið í heild. Evrópsk vitundarvika um geðheilsu stendur nú yfir til 19. maí og það er góður tími til að huga að því hvað við getum gert til að bæta geðheilsu okkar eða annarra í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í félagslegu verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma og netspjalls Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun