Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 22:59 Björn Höcke fer fyrir AfD í sambandsríkinu Þýringalandi. Getty/Sean Gallup Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. Dómstóll í Halle í Saxlandi-Anhalt komst að þeirri niðurstöðu að Höcke hafi vísvitandi notað slagorðið: „Allt fyrir Þýskaland,“ á stuðningsmannafundi í maí ársins 2021. Slagorðið er tengt hinum alræmdu brúnstökkum sem var hernaðarvængur Nasistaflokksins áður en hann tók við völdum í Þýskalandi. Guardian greinir frá því að Höcke hafi áður starfað sem sögukennari og því ólíklegt að hann hafi ekki vitað af tengingu slagorðsins við brúnstakkana. Hann hefur verið dæmdur til að greiða sekt upp á þrettán þúsund evrur sem svara til tæpra tveggja milljóna íslenskra króna. Ákæruvaldið fór fram á sex mánaða skilorðsbundna fangelsisvist en verjendur fóru fram á sýknu. Ekki í fyrsta sinn Höcke sakar ákæruvaldið um pólitíska kúgun og hefur sagt að hann hyggist áfrýja dómnum. Í Þýskalandi eru ströng lög varðandi notkun slagorða, áróðurs eða hvers kyns tákna sem tengjast nasistum sem og öðrum öfga- og hryðjuverkasamtökum. Hinn 52 ára gamli Höcke er einn mest áberandi leiðtogi Valkosts fyrir Þýskalands og jafnframt einn öfgafyllsti fulltrúi þess en hann hefur farið fyrir flokknum í heimaríki sínu frá stofnun flokksins árið 2013. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin. Árið 2018 kallaði hann minnisvarðann um helförina í miðborg Berlínar „minnisvarða um skömm“ og hefur kallað eftir breytingu á viðhorfi Þjóðverja til helfararinnar. Greint var frá því í gær að dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster hefði staðfest flokkun Valkosts fyrir Þýskaland sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Það þýðir að lögregla hefur rétt til að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Dómstóll í Halle í Saxlandi-Anhalt komst að þeirri niðurstöðu að Höcke hafi vísvitandi notað slagorðið: „Allt fyrir Þýskaland,“ á stuðningsmannafundi í maí ársins 2021. Slagorðið er tengt hinum alræmdu brúnstökkum sem var hernaðarvængur Nasistaflokksins áður en hann tók við völdum í Þýskalandi. Guardian greinir frá því að Höcke hafi áður starfað sem sögukennari og því ólíklegt að hann hafi ekki vitað af tengingu slagorðsins við brúnstakkana. Hann hefur verið dæmdur til að greiða sekt upp á þrettán þúsund evrur sem svara til tæpra tveggja milljóna íslenskra króna. Ákæruvaldið fór fram á sex mánaða skilorðsbundna fangelsisvist en verjendur fóru fram á sýknu. Ekki í fyrsta sinn Höcke sakar ákæruvaldið um pólitíska kúgun og hefur sagt að hann hyggist áfrýja dómnum. Í Þýskalandi eru ströng lög varðandi notkun slagorða, áróðurs eða hvers kyns tákna sem tengjast nasistum sem og öðrum öfga- og hryðjuverkasamtökum. Hinn 52 ára gamli Höcke er einn mest áberandi leiðtogi Valkosts fyrir Þýskalands og jafnframt einn öfgafyllsti fulltrúi þess en hann hefur farið fyrir flokknum í heimaríki sínu frá stofnun flokksins árið 2013. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin. Árið 2018 kallaði hann minnisvarðann um helförina í miðborg Berlínar „minnisvarða um skömm“ og hefur kallað eftir breytingu á viðhorfi Þjóðverja til helfararinnar. Greint var frá því í gær að dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster hefði staðfest flokkun Valkosts fyrir Þýskaland sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Það þýðir að lögregla hefur rétt til að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53