Beðnir um að senda börnin sín með net vegna flugnafaraldurs Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 10:36 Vatnsendaskóli í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Vatnsendaskóla í Kópavogi hafa verið beðnir um að senda flugnanet með börnunum sínum í skólann. Ástæðan er mikill flugnafaraldur sem nú geysar í Vatnsendahverfinu. „Það er talsvert um flugu þessa dagana og það má reikna með að það verði þannig eitthvað áfram,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá skólanum í morgun. Þessi mynd af flugu á húsvegg var birt í íbúahópi á Vatnsenda í fyrradag. Snæbjörn Konráðsson „Mörg börn kvarta undan flugunni og vilja ekki út úr húsi, en við hvetjum þau til að vera úti í þessu fallega vorveðri.“ Samkvæmt upplýsingum frá skólanum er þetta ekki í fyrsta skipti sem flugur gera vart við sig í kringum skólann, en undanfarna daga hefur verið óvenju mikið um þær. Þó virðist lítið um flugurnar daginn í dag. Skólinn er staðsettur við Elliðavatn sem eðli málsins samkvæmt orsakar veru flugnanna. Skólinn á sjálfur einhver flugnanet, en ekki fyrir öll börn, og því voru foreldrar hvattir til að senda börnin sín með net. Líkt og kemur fram í póstinum er það gert til að hvetja börnin til þess að vera úti. Í hverfishópum fyrir Vatnsendahverfi á Facebook hefur nokkuð verið fjallað um þennan flugufaraldur. Myndir og myndbönd sýna sum þar sem allt er krökkt af flugunni sem hefur verið óboðinn gestur í afmælum og íbúar í hverfinu til áratuga man ekki eftir öðru eins. Áttu myndir eða myndbönd af flugunum í Vatnsendahverfi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Kópavogur Skordýr Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Það er talsvert um flugu þessa dagana og það má reikna með að það verði þannig eitthvað áfram,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá skólanum í morgun. Þessi mynd af flugu á húsvegg var birt í íbúahópi á Vatnsenda í fyrradag. Snæbjörn Konráðsson „Mörg börn kvarta undan flugunni og vilja ekki út úr húsi, en við hvetjum þau til að vera úti í þessu fallega vorveðri.“ Samkvæmt upplýsingum frá skólanum er þetta ekki í fyrsta skipti sem flugur gera vart við sig í kringum skólann, en undanfarna daga hefur verið óvenju mikið um þær. Þó virðist lítið um flugurnar daginn í dag. Skólinn er staðsettur við Elliðavatn sem eðli málsins samkvæmt orsakar veru flugnanna. Skólinn á sjálfur einhver flugnanet, en ekki fyrir öll börn, og því voru foreldrar hvattir til að senda börnin sín með net. Líkt og kemur fram í póstinum er það gert til að hvetja börnin til þess að vera úti. Í hverfishópum fyrir Vatnsendahverfi á Facebook hefur nokkuð verið fjallað um þennan flugufaraldur. Myndir og myndbönd sýna sum þar sem allt er krökkt af flugunni sem hefur verið óboðinn gestur í afmælum og íbúar í hverfinu til áratuga man ekki eftir öðru eins. Áttu myndir eða myndbönd af flugunum í Vatnsendahverfi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Kópavogur Skordýr Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira