Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2024 11:07 Elliði Vignisson ætlar ekki að skipta sér af íbúafundum en hann gerir ráð fyrir því að íbúar velji rétt þegar þar að kemur, en nú styttist í að íbúar kjósi um skipulag sem gerir Heidelberg kleift að reisa sína mölunarverksmiðju og hefja starfsemi. vísir/vilhelm/Egill Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. „Þar sem við erum að byggja upp hágæða matvælaframleiðslu á Laxabraut þá teljum við óásættanlegt að í sömu götu standi til að byggja mölunarverksmiðju sem fer alls ekki saman við matvælaframleiðslu né heldur að bygging hafnar á því svæði sem við erum að sækja jarðsjó,“ segir í bréfinu. Þá kemur einnig fram að fyrir liggi fleiri verkefni sem eru í undirbúningi í matvælaframleiðslu á Laxabraut. Bréf Eggerts Þórs til bæjarstjórnar Ölfuss er mjög afdráttarlaust, hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi við hlið matvælaframleiðslu, þetta fer ekki saman. „Og því er það okkar mat að mölunarverksmiðja eigi alls ekki heima þarna sem nú er fyrirhugað að halda íbúakosningu um samhliða forsetakosningum 1. júní 2023.“ Kosið um skipulag samhliða forsetakosningum Já, til stendur að kjósa um málið samhliða forsetakosningum, skipulag bæjaryfirvalda sem gerir ráð fyrir starfsemi Heidelberg. Íbúafundur verður haldinn í kvöld um málið en það er býsna margt sem menn vilja setja út á varðandi fyrirhugaðar stórkarlalegar fyrirætlanir með mölunarverksmiðju Heidelberg í bænum, sem tengist umferðaröryggi, mengun og malarnámi bæði úr sjó og á landi. Vísir ræddi stuttlega við Elliða Vignisson bæjarstjóra en hann er staddur úti í Portúgal. Hann sagðist ekki ætla að skipta sér mikið af fundahöldum, hann taldi íbúa færa um að mynda sér skoðun á málinu. Vísir hefur bréfið undir höndum, sem sent var í gær, en First Water er að byggja laxeldi á landi við Laxabraut 15-29 í Þorlákshöfn. Um er að ræða framkvæmd fyrir rúmlega 100 milljarða á næstu 6 árum, sem mun vera stærsta einkaframkvæmd á Íslandi frá landnámi. Við erum því ekki að tala um neina smásmíði. Matvælaframleiðsla og mölunarverksmiðja fari ekki saman Markmið framkvæmdanna er skýrt, að framleiða hágæða lax þar sem seiðaeldi fer fram í fersku vatni, áframeldi fer fram í jarðsjó sem dælt er upp í gegnum 5 – 10 þúsund ára gömul hraunlög sem eiga að tryggja mikil gæði þeirrar vöru sem félagið er að framleiða. Í bréfinu kemur fram að nafn félagsins vísi til þeirra gæða sem eru í jarðsjónum sem dælt er uppúr og mikilvægt sé að engin starfsemi fari fram nálægt starfseminni sem ógnað gæti starfsöryggi eða skapað hættu á mengun í sjónum þar sem félagið er með starfsemi. Skjáskot af bréfinu sem sent var í gær. En það gæti sett bæjarstjórn Ölfuss í nokkurn vanda. Ölfus Árborg Skipulag Forsetakosningar 2024 Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50 Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42 Landvernd skorar á sveitarstjórnir að hafna námuvinnslu Landvernd hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á sveitarstjórnir Mýrdalshrepps og Ölfuss að hafna námuvinnslu á Mýrdalssandi og í Þrengslum með tilheyrandi mengandi efnisflutningi og náttúruspjöllum. 6. september 2022 16:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
„Þar sem við erum að byggja upp hágæða matvælaframleiðslu á Laxabraut þá teljum við óásættanlegt að í sömu götu standi til að byggja mölunarverksmiðju sem fer alls ekki saman við matvælaframleiðslu né heldur að bygging hafnar á því svæði sem við erum að sækja jarðsjó,“ segir í bréfinu. Þá kemur einnig fram að fyrir liggi fleiri verkefni sem eru í undirbúningi í matvælaframleiðslu á Laxabraut. Bréf Eggerts Þórs til bæjarstjórnar Ölfuss er mjög afdráttarlaust, hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi við hlið matvælaframleiðslu, þetta fer ekki saman. „Og því er það okkar mat að mölunarverksmiðja eigi alls ekki heima þarna sem nú er fyrirhugað að halda íbúakosningu um samhliða forsetakosningum 1. júní 2023.“ Kosið um skipulag samhliða forsetakosningum Já, til stendur að kjósa um málið samhliða forsetakosningum, skipulag bæjaryfirvalda sem gerir ráð fyrir starfsemi Heidelberg. Íbúafundur verður haldinn í kvöld um málið en það er býsna margt sem menn vilja setja út á varðandi fyrirhugaðar stórkarlalegar fyrirætlanir með mölunarverksmiðju Heidelberg í bænum, sem tengist umferðaröryggi, mengun og malarnámi bæði úr sjó og á landi. Vísir ræddi stuttlega við Elliða Vignisson bæjarstjóra en hann er staddur úti í Portúgal. Hann sagðist ekki ætla að skipta sér mikið af fundahöldum, hann taldi íbúa færa um að mynda sér skoðun á málinu. Vísir hefur bréfið undir höndum, sem sent var í gær, en First Water er að byggja laxeldi á landi við Laxabraut 15-29 í Þorlákshöfn. Um er að ræða framkvæmd fyrir rúmlega 100 milljarða á næstu 6 árum, sem mun vera stærsta einkaframkvæmd á Íslandi frá landnámi. Við erum því ekki að tala um neina smásmíði. Matvælaframleiðsla og mölunarverksmiðja fari ekki saman Markmið framkvæmdanna er skýrt, að framleiða hágæða lax þar sem seiðaeldi fer fram í fersku vatni, áframeldi fer fram í jarðsjó sem dælt er upp í gegnum 5 – 10 þúsund ára gömul hraunlög sem eiga að tryggja mikil gæði þeirrar vöru sem félagið er að framleiða. Í bréfinu kemur fram að nafn félagsins vísi til þeirra gæða sem eru í jarðsjónum sem dælt er uppúr og mikilvægt sé að engin starfsemi fari fram nálægt starfseminni sem ógnað gæti starfsöryggi eða skapað hættu á mengun í sjónum þar sem félagið er með starfsemi. Skjáskot af bréfinu sem sent var í gær. En það gæti sett bæjarstjórn Ölfuss í nokkurn vanda.
Ölfus Árborg Skipulag Forsetakosningar 2024 Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50 Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42 Landvernd skorar á sveitarstjórnir að hafna námuvinnslu Landvernd hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á sveitarstjórnir Mýrdalshrepps og Ölfuss að hafna námuvinnslu á Mýrdalssandi og í Þrengslum með tilheyrandi mengandi efnisflutningi og náttúruspjöllum. 6. september 2022 16:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00
Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50
Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42
Landvernd skorar á sveitarstjórnir að hafna námuvinnslu Landvernd hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á sveitarstjórnir Mýrdalshrepps og Ölfuss að hafna námuvinnslu á Mýrdalssandi og í Þrengslum með tilheyrandi mengandi efnisflutningi og náttúruspjöllum. 6. september 2022 16:21