Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2024 12:06 Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Vísir/EPA Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. Ozempic er í grunninn sykursýkilyf en hefur í auknum mæli verið notað til að stuðla að þyngdartapi. Samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun hefur sala á Ozempic, sem og megrunarlyfinu Saxenda, aukist gríðarlega síðustu ár. Tölur yfir seldar pakkningar af Ozempic ná aftur til febrúar 2019; það ár seldust 2816 pakkningar af Ozempic, eða um 256 á mánuði. Í fyrra seldust um 71.699 pakkningar, eða tæplega 6000 á mánuði, og sala því rúmlega tuttugufaldast. Svipaða sögu er að segja af Saxenda; árið 2018 seldust 427 pakkningar en í fyrra voru þær 23.126. Rúna Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir þessa þróun sambærilega við þá sem orðið hefur erlendis. Lyfjastofnun heldur ekki utan um fjölda þeirra sem eru á Ozempic en Rúna telur ljóst að þeim hafi fjölgað. „Síðast þegar við skoðuðum þetta voru um 8000 sjúklingar á þessu. Við höldum að þeir séu komnir upp í einhver 10.000, allavega. Þetta er aukning alls staðar. Það er mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og úrlausnum hvað varðar þyngdarstjórnun og líka sykursýki týpu 2.“ Er þetta eðlilegt, að svona sprenging verði í notkun á svona lyfi? „Það má alltaf spyrja sig að því. Þessum lyfjum er náttúrulega ávísað af læknum og þeir telja að þeirra sé þörf. Eins og við segjum þá er eftirpsurn, það hefur verið mikil þyngdaraukning.“ Greint var frá því í gær að Ozempic og Wegovy, annað megrunarlyf, virðast draga verulega úr líkum á hjartaáfalli, samkvæmt nýrri rannsókn. Rúna segir ekki tímabært að draga nokkra ályktun af þeirri rannsókn. Þá eigi enn þá ýmislegt eftir að koma í ljós varðandi hina auknu notkun á lyfjunum. „Oft kemur líka til viðbótar jákvætt, en líka neikvætt. Það er alltaf þessi ábati og áhætta að nota lyf. Og það kemur mest í ljós þegar mjög margir fara að nota þau, þá skýrast þessar línur,“ segir Rúna. Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 „Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45 Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 5. desember 2023 09:08 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ozempic er í grunninn sykursýkilyf en hefur í auknum mæli verið notað til að stuðla að þyngdartapi. Samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun hefur sala á Ozempic, sem og megrunarlyfinu Saxenda, aukist gríðarlega síðustu ár. Tölur yfir seldar pakkningar af Ozempic ná aftur til febrúar 2019; það ár seldust 2816 pakkningar af Ozempic, eða um 256 á mánuði. Í fyrra seldust um 71.699 pakkningar, eða tæplega 6000 á mánuði, og sala því rúmlega tuttugufaldast. Svipaða sögu er að segja af Saxenda; árið 2018 seldust 427 pakkningar en í fyrra voru þær 23.126. Rúna Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir þessa þróun sambærilega við þá sem orðið hefur erlendis. Lyfjastofnun heldur ekki utan um fjölda þeirra sem eru á Ozempic en Rúna telur ljóst að þeim hafi fjölgað. „Síðast þegar við skoðuðum þetta voru um 8000 sjúklingar á þessu. Við höldum að þeir séu komnir upp í einhver 10.000, allavega. Þetta er aukning alls staðar. Það er mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og úrlausnum hvað varðar þyngdarstjórnun og líka sykursýki týpu 2.“ Er þetta eðlilegt, að svona sprenging verði í notkun á svona lyfi? „Það má alltaf spyrja sig að því. Þessum lyfjum er náttúrulega ávísað af læknum og þeir telja að þeirra sé þörf. Eins og við segjum þá er eftirpsurn, það hefur verið mikil þyngdaraukning.“ Greint var frá því í gær að Ozempic og Wegovy, annað megrunarlyf, virðast draga verulega úr líkum á hjartaáfalli, samkvæmt nýrri rannsókn. Rúna segir ekki tímabært að draga nokkra ályktun af þeirri rannsókn. Þá eigi enn þá ýmislegt eftir að koma í ljós varðandi hina auknu notkun á lyfjunum. „Oft kemur líka til viðbótar jákvætt, en líka neikvætt. Það er alltaf þessi ábati og áhætta að nota lyf. Og það kemur mest í ljós þegar mjög margir fara að nota þau, þá skýrast þessar línur,“ segir Rúna.
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 „Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45 Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 5. desember 2023 09:08 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22
„Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45
Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 5. desember 2023 09:08