„Ég kýs homma“ Óli Gunnar Gunnarsson skrifar 15. maí 2024 16:01 Árið 1980 brutum við Íslendingar í sögunni blað þegar við kusum Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Var hún þar með fyrsta kona heims sem var lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Aðeins fimm árum eftir fyrsta kvennafrídaginn - sem er dálítið magnað ef við pælum í því. Auðvitað var ég ekki fæddur á þeim tíma en ég get ímyndað mér að framboðið hennar hafi ekki verið auðvelt, verandi fyrsta kona Íslandssögunnar til að gefa kost á sér til forseta (ég hlakka bara til að sjá væntanlega sjónvarpsseríu um líf hennar og feril til að læra meira). En ég get rétt svo ímyndað mér hvað sigur hennar árið 1980 veitti mikinn innblástur bæði hér á landi og erlendis. Í ár er aðeins einn frambjóðandi sem veitir mér innblástur. Einn frambjóðandi sem minnir mig á sögu Vigdísar. Einn frambjóðandi sem getur brotið blað í sögunni. Baldur Þórhallsson getur orðið fyrsti samkynhneigði þjóðkjörni landshöfðingi sögunnar. Mér finnst við ekki ræða þetta nóg. Hvað þetta er mögulega stórt augnablik fyrir okkur sem þjóð. Auðvitað er Baldur fullkomlega hæfur í þetta starf ofan á allt annað. Hann er prófessor í stjórnmálafræði sem sérhæfir sig í stöðu smáþjóða á heimsvísu (lestu þessa setningu aftur). Hann er hjartahlýr, gáfaður, sanngjarn og traustur. Svo er makinn hans alveg jafn frábær í alla staði og frábær söngvari í þokkabót! Saman mynda þeir eina fallegustu fjölskyldu sem ég get ímyndað mér - ekki þrátt fyrir, heldur einmitt vegna þess að hún er hinsegin. Við megum ræða þetta. Við verðum að ræða þetta. Fordómafulla liðið (sem er því miður ennþá allt of fjölmennt) leyfir sér að tala um hinseginleikann sem galla. Við eigum þvert á móti að benda á kosti hinseginleikans. Ísland gæti orðið að leiðarljósi þegar kemur að mannréttindum. Baldur gæti heimsótt lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg - sem lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Hann gæti veitt fólki innblástur um allan heim. „Það á ekki að kjósa mig því ég er kona, það á að kjósa mig því ég er maður,“ sagði Vigdís. Með fullri virðingu hefði ég kosið hana vegna hvoru tveggja. Og í ár er valið mitt einfalt. Ég kýs prófessor. Ég kýs pabba. Ég kýs mann. Ég kýs homma. Ég kýs Baldur. Höfundur er leikskáld og leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Árið 1980 brutum við Íslendingar í sögunni blað þegar við kusum Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Var hún þar með fyrsta kona heims sem var lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Aðeins fimm árum eftir fyrsta kvennafrídaginn - sem er dálítið magnað ef við pælum í því. Auðvitað var ég ekki fæddur á þeim tíma en ég get ímyndað mér að framboðið hennar hafi ekki verið auðvelt, verandi fyrsta kona Íslandssögunnar til að gefa kost á sér til forseta (ég hlakka bara til að sjá væntanlega sjónvarpsseríu um líf hennar og feril til að læra meira). En ég get rétt svo ímyndað mér hvað sigur hennar árið 1980 veitti mikinn innblástur bæði hér á landi og erlendis. Í ár er aðeins einn frambjóðandi sem veitir mér innblástur. Einn frambjóðandi sem minnir mig á sögu Vigdísar. Einn frambjóðandi sem getur brotið blað í sögunni. Baldur Þórhallsson getur orðið fyrsti samkynhneigði þjóðkjörni landshöfðingi sögunnar. Mér finnst við ekki ræða þetta nóg. Hvað þetta er mögulega stórt augnablik fyrir okkur sem þjóð. Auðvitað er Baldur fullkomlega hæfur í þetta starf ofan á allt annað. Hann er prófessor í stjórnmálafræði sem sérhæfir sig í stöðu smáþjóða á heimsvísu (lestu þessa setningu aftur). Hann er hjartahlýr, gáfaður, sanngjarn og traustur. Svo er makinn hans alveg jafn frábær í alla staði og frábær söngvari í þokkabót! Saman mynda þeir eina fallegustu fjölskyldu sem ég get ímyndað mér - ekki þrátt fyrir, heldur einmitt vegna þess að hún er hinsegin. Við megum ræða þetta. Við verðum að ræða þetta. Fordómafulla liðið (sem er því miður ennþá allt of fjölmennt) leyfir sér að tala um hinseginleikann sem galla. Við eigum þvert á móti að benda á kosti hinseginleikans. Ísland gæti orðið að leiðarljósi þegar kemur að mannréttindum. Baldur gæti heimsótt lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg - sem lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Hann gæti veitt fólki innblástur um allan heim. „Það á ekki að kjósa mig því ég er kona, það á að kjósa mig því ég er maður,“ sagði Vigdís. Með fullri virðingu hefði ég kosið hana vegna hvoru tveggja. Og í ár er valið mitt einfalt. Ég kýs prófessor. Ég kýs pabba. Ég kýs mann. Ég kýs homma. Ég kýs Baldur. Höfundur er leikskáld og leikari.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun