„Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. maí 2024 21:57 Gunnar Magnússon var ánægður með sigurinn gegn Val Vísir/Anton Brink Afturelding vann Val á útivelli 27-29 í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með að vera kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. „Ótrúlega stoltur af strákunum og þetta var vel gert. Við verðskulduðum það að fara áfram úr þessu einvígi fyrir utan að við byrjuðum illa í dag en Björgvin Páll varði rosalega. Þetta stemmdi í að vera eins og í leik tvö en við brotnuðum ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 og Gunnar var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu síðari hálfleik og gerðu fyrstu þrjú mörkin. „Við byrjuðum frábærlega í seinni hálfleik og mér fannst við hafa orkuna í þetta. Við náðum að stýra ákefðinni og mér fannst við ráða við ákefðina og ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra. Miðað við Val náðu þeir ekki að refsa okkur.“ Gunnar viðurkenndi að hann var orðinn stressaður undir lokin að hans lið myndi kasta leiknum frá sér. „Þorsteinn Leó [Gunnarsson] kom með gott mark en hann var búinn að vera slappur enda ekki búinn að æfa í tíu daga. Þetta var erfitt og Valur er með frábært lið en við sýndum styrk og hérna áður fyrr vorum við að tapa svona leikjum.“ Afturelding spilaði aðeins fjóra leiki á 28 dögum sem þykir afar afar sérstakt í úrslitakeppninni þar sem leikjaálagið er mikið. „Ég er búinn að þjálfa helvíti lengi og þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Þetta einvígi stóð í þrjár vikur. Þetta er auðvitað eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu og þetta var ekki gott fyrir áhorfendur. Þetta reyndi á okkur alla en þetta landsleikjahlé var gott þar sem Þorsteinn Leó hefði sennilega misst af 1-2 leikjum.“ Í úrslitum mætast FH og Afturelding sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Að mati Gunnars lýgur taflan ekki. „Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og taflan lýgur ekki þar sem þetta voru tvö efstu liðin. FH er með frábært lið eins og við og þetta verður alvöru einvígi. Okkar stuðningsfólk mætir og það verður slegist um miða þó að þetta sé í Kaplakrika. Við erum hvergi nærri hættir og við viljum meira,“ sagði Gunnar að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Sjá meira
„Ótrúlega stoltur af strákunum og þetta var vel gert. Við verðskulduðum það að fara áfram úr þessu einvígi fyrir utan að við byrjuðum illa í dag en Björgvin Páll varði rosalega. Þetta stemmdi í að vera eins og í leik tvö en við brotnuðum ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 og Gunnar var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu síðari hálfleik og gerðu fyrstu þrjú mörkin. „Við byrjuðum frábærlega í seinni hálfleik og mér fannst við hafa orkuna í þetta. Við náðum að stýra ákefðinni og mér fannst við ráða við ákefðina og ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra. Miðað við Val náðu þeir ekki að refsa okkur.“ Gunnar viðurkenndi að hann var orðinn stressaður undir lokin að hans lið myndi kasta leiknum frá sér. „Þorsteinn Leó [Gunnarsson] kom með gott mark en hann var búinn að vera slappur enda ekki búinn að æfa í tíu daga. Þetta var erfitt og Valur er með frábært lið en við sýndum styrk og hérna áður fyrr vorum við að tapa svona leikjum.“ Afturelding spilaði aðeins fjóra leiki á 28 dögum sem þykir afar afar sérstakt í úrslitakeppninni þar sem leikjaálagið er mikið. „Ég er búinn að þjálfa helvíti lengi og þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Þetta einvígi stóð í þrjár vikur. Þetta er auðvitað eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu og þetta var ekki gott fyrir áhorfendur. Þetta reyndi á okkur alla en þetta landsleikjahlé var gott þar sem Þorsteinn Leó hefði sennilega misst af 1-2 leikjum.“ Í úrslitum mætast FH og Afturelding sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Að mati Gunnars lýgur taflan ekki. „Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og taflan lýgur ekki þar sem þetta voru tvö efstu liðin. FH er með frábært lið eins og við og þetta verður alvöru einvígi. Okkar stuðningsfólk mætir og það verður slegist um miða þó að þetta sé í Kaplakrika. Við erum hvergi nærri hættir og við viljum meira,“ sagði Gunnar að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Sjá meira