Doncic rankaði við sér og Dallas einum sigri frá úrslitum Vestursins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2024 08:31 Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks þurfa einn sigur í viðbót til að komast í úrslit Vesturdeildarinnar. getty/Joshua Gateley Eftir að hafa átt misjafna leiki í einvíginu gegn Oklahoma City Thunder átti Luka Doncic, aðalstjarna Dallas Mavericks, stórleik í nótt. Dallas vann þá 92-104 sigur og er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildar NBA. Í fyrstu fjórum leikjunum gegn Oklahoma var Doncic aðeins með 22 stig að meðaltali og 39 prósent skotnýtingu. Í leiknum í nótt var Slóveninn hins vegar með þrefalda tvennu; 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Luka dropped a triple-double to put the @dallasmavs one win away from the WCF!💫 31 PTS💫 10 REB💫 11 AST💫 5 3PMDAL leads 3-2 | Game 6: Saturday, 8:00pm/et on ESPN pic.twitter.com/zEdIKoBJAl— NBA (@NBA) May 16, 2024 Derrick Jones átti einnig flottan leik, hitti úr sjö af níu skotum sínum og skoraði nítján stig. Vörn Dallas var sterk í leiknum í nótt en OKC hitti til að mynda aðeins úr fjórðungi þriggja stiga skota sinna. Shai Gilgeuos-Alexander skoraði þrjátíu stig og gaf átta stoðsendingar fyrir Oklahoma sem er komið með bakið upp að veggnum fræga. Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar þriðja árið í röð með sigri á Cleveland Cavaliers á heimavelli, 113-98. Boston vann einvígið, 4-1. Jayson Tatum skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford sýndi að enn lifir í gömlum glæðum með því að skora 22 stig og taka fimmtán fráköst. Hann hitti einnig úr sex þriggja stiga skotum en Boston skoraði í heildina nítján þrista í leiknum. Jayson Tatum did a bit of everything to lead the @celtics to the Eastern Conference Finals ‼️☘️ 25 PTS☘️ 10 REB☘️ 9 AST☘️ 4 STL☘️ 3 3PMBoston makes their 3rd straight ECF appearance and awaits the winner of New York/Indiana. pic.twitter.com/PVUSOEKBut— NBA (@NBA) May 16, 2024 Donovan Mitchell var fjarri góðu gamni hjá Cleveland eins og í fjórða leiknum en hann glímir við kálfameiðsli. Evan Mobley skoraði 33 stig fyrir Cavs og Marcus Morris var með 25 stig. NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Í fyrstu fjórum leikjunum gegn Oklahoma var Doncic aðeins með 22 stig að meðaltali og 39 prósent skotnýtingu. Í leiknum í nótt var Slóveninn hins vegar með þrefalda tvennu; 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Luka dropped a triple-double to put the @dallasmavs one win away from the WCF!💫 31 PTS💫 10 REB💫 11 AST💫 5 3PMDAL leads 3-2 | Game 6: Saturday, 8:00pm/et on ESPN pic.twitter.com/zEdIKoBJAl— NBA (@NBA) May 16, 2024 Derrick Jones átti einnig flottan leik, hitti úr sjö af níu skotum sínum og skoraði nítján stig. Vörn Dallas var sterk í leiknum í nótt en OKC hitti til að mynda aðeins úr fjórðungi þriggja stiga skota sinna. Shai Gilgeuos-Alexander skoraði þrjátíu stig og gaf átta stoðsendingar fyrir Oklahoma sem er komið með bakið upp að veggnum fræga. Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar þriðja árið í röð með sigri á Cleveland Cavaliers á heimavelli, 113-98. Boston vann einvígið, 4-1. Jayson Tatum skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford sýndi að enn lifir í gömlum glæðum með því að skora 22 stig og taka fimmtán fráköst. Hann hitti einnig úr sex þriggja stiga skotum en Boston skoraði í heildina nítján þrista í leiknum. Jayson Tatum did a bit of everything to lead the @celtics to the Eastern Conference Finals ‼️☘️ 25 PTS☘️ 10 REB☘️ 9 AST☘️ 4 STL☘️ 3 3PMBoston makes their 3rd straight ECF appearance and awaits the winner of New York/Indiana. pic.twitter.com/PVUSOEKBut— NBA (@NBA) May 16, 2024 Donovan Mitchell var fjarri góðu gamni hjá Cleveland eins og í fjórða leiknum en hann glímir við kálfameiðsli. Evan Mobley skoraði 33 stig fyrir Cavs og Marcus Morris var með 25 stig.
NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira