UEFA setur pressu á City Football Group Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2024 17:15 Manchester City er ríkjandi meistari en mun ekki verja titilinn í ár. Rob Newell - CameraSport via Getty Images UEFA hefur sett City Football Group tvo valkosti fyrir næsta tímabil. Ef ekki verður farið eftir fyrirmælum fyrir 3. júní verður annað hvort Manchester City eða Girona lækkað um tign og látið spila í Evrópudeildinni á næsta ári. City Football Group (CFG) er móðurfélag Manchester City og á 47 prósenta hlut í Girona. Samkvæmt reglum UEFA mega tvö félög undir sama eignarhaldi ekki leika í sömu keppni en bæði félög hafa tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Sambærileg mál á undanförnum árum Red Bull breytti eignarhaldi sínu á RB Leipzig fyrir tímabilið 2017-18 svo félagið gæti tekið þátt í Meistaradeildinni samhliða RB Salzburg. Red Bird Capital, sem á ítalska félagið AC Milan og franska félagið Toulouse, þurfti að sanna fyrir UEFA í fyrra að félögin væru rekin með algjörlega aðskildum hætti. Vandamál CFG er öllu stærra þar sem þeim hefur ekki tekist að sanna sérstöðu eða fjárhagslegt sjálfstæði fyrir UEFA. Möguleikar í stöðunni City Football Group standa því tveir möguleikar til boða. Þröskuldur UEFA miðast við 30 prósent eignarhlut og CFG gæti því annars vegar gætu þeir selt frá sér 17 prósent af 47 prósenta eignarhluti félagsins í Girona. Eða fært allan eignarhlut félagsins í sjálfstæðan fjárvörslusjóð skipaðan af UEFA. CFG ætti þannig áfram 47 prósent hlut í félaginu en myndi afsala sér stjórn og ákvarðanatöku. Fylgi CFG ekki settum reglum fyrir 3. júní verður annað hvort Girona eða Man. City að leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fari svo að Man. City verði Englandsmeistari fá þeir Meistaradeildarsætið, en ef Man. City og Girona enda bæði í 2. sæti, sem er enn möguleiki, þá fær Girona Meistaradeildarsætið sökum þess að spænska deildin er hærra sett á styrkleikalista UEFA. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
City Football Group (CFG) er móðurfélag Manchester City og á 47 prósenta hlut í Girona. Samkvæmt reglum UEFA mega tvö félög undir sama eignarhaldi ekki leika í sömu keppni en bæði félög hafa tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Sambærileg mál á undanförnum árum Red Bull breytti eignarhaldi sínu á RB Leipzig fyrir tímabilið 2017-18 svo félagið gæti tekið þátt í Meistaradeildinni samhliða RB Salzburg. Red Bird Capital, sem á ítalska félagið AC Milan og franska félagið Toulouse, þurfti að sanna fyrir UEFA í fyrra að félögin væru rekin með algjörlega aðskildum hætti. Vandamál CFG er öllu stærra þar sem þeim hefur ekki tekist að sanna sérstöðu eða fjárhagslegt sjálfstæði fyrir UEFA. Möguleikar í stöðunni City Football Group standa því tveir möguleikar til boða. Þröskuldur UEFA miðast við 30 prósent eignarhlut og CFG gæti því annars vegar gætu þeir selt frá sér 17 prósent af 47 prósenta eignarhluti félagsins í Girona. Eða fært allan eignarhlut félagsins í sjálfstæðan fjárvörslusjóð skipaðan af UEFA. CFG ætti þannig áfram 47 prósent hlut í félaginu en myndi afsala sér stjórn og ákvarðanatöku. Fylgi CFG ekki settum reglum fyrir 3. júní verður annað hvort Girona eða Man. City að leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fari svo að Man. City verði Englandsmeistari fá þeir Meistaradeildarsætið, en ef Man. City og Girona enda bæði í 2. sæti, sem er enn möguleiki, þá fær Girona Meistaradeildarsætið sökum þess að spænska deildin er hærra sett á styrkleikalista UEFA.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira