McIlroy í baráttunni þrátt fyrir yfirvonandi skilnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2024 22:36 Xander Schauffele leiðir að loknum fyrsta hring á PGA-meistaramótinu. Patrick Smith/Getty Images Xander Schauffele leiðir eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á Valhalla-golfvellinum í Louisville. Rory McIlroy er í toppbaráttunni þrátt fyrir þær fregnir að hann sé að skilja við konu sína. Schauffele lék manna best á fyrsta hring mótsins en hann lék fyrstu 18 holur mótsins á samtals 9 höggum undir pari. Frábær árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem hefur unnið sjö mót á ferlinum til þessa og er sem stendur í 3. sæti heimslistans í golfi. It was a record-setting day for Xander Schauffele as he shot 62 in the first round of the 2024 PGA Championship!— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2024 Samlandar hans Sahith Theegala og Tony Finau eru jafnir í 2. sæti á sex höggum undir pari en hvorugur er á topp 10 lista PGA-mótaraðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir haldi dampi á morgun. Þar á eftir kemur Norður-Írinn Rory og hinn lítt þekkti Robert MacIntyre frá Skotlandi en sá situr í 84. sæti PGA-listans. Rory hefur einokað fyrirsagnirnar í aðdraganda mótsins en eins og Vísir greindi frá er hann nýbúinn að sækja skilnað frá eiginkonu sinni Ericu Stoll. Hann neitaði þó að svara spurningum um skilnaðinn á blaðamannafundi fyrir keppni dagsins. Norður-Írinn vann síðasa PGA-mótið sem fram fór á Valhalla-vellinum en það var fyrir áratug síðan. Hann vonast án efa til að endurtaka leikinn í ár. Annar dagar PGA-meistaramótsins hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Schauffele lék manna best á fyrsta hring mótsins en hann lék fyrstu 18 holur mótsins á samtals 9 höggum undir pari. Frábær árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem hefur unnið sjö mót á ferlinum til þessa og er sem stendur í 3. sæti heimslistans í golfi. It was a record-setting day for Xander Schauffele as he shot 62 in the first round of the 2024 PGA Championship!— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2024 Samlandar hans Sahith Theegala og Tony Finau eru jafnir í 2. sæti á sex höggum undir pari en hvorugur er á topp 10 lista PGA-mótaraðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir haldi dampi á morgun. Þar á eftir kemur Norður-Írinn Rory og hinn lítt þekkti Robert MacIntyre frá Skotlandi en sá situr í 84. sæti PGA-listans. Rory hefur einokað fyrirsagnirnar í aðdraganda mótsins en eins og Vísir greindi frá er hann nýbúinn að sækja skilnað frá eiginkonu sinni Ericu Stoll. Hann neitaði þó að svara spurningum um skilnaðinn á blaðamannafundi fyrir keppni dagsins. Norður-Írinn vann síðasa PGA-mótið sem fram fór á Valhalla-vellinum en það var fyrir áratug síðan. Hann vonast án efa til að endurtaka leikinn í ár. Annar dagar PGA-meistaramótsins hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira