Skólastjóradrama í Kóraskóla fær óvæntan endi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 13:50 Kóraskóli er staðsettur í íþróttahúsinu Kórnum þar sem HK heldur úti íþróttastarfi. Nokkrir nemendur lýstu yfir stuðningi við Arnór skólastjóra í mars. Vísir Inga Fjóla Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Kóraskóla hefur verið ráðin skólastjóri Kóraskóla. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs frá því í gær en mikil ólga hefur verið meðal kennara í skólanum vegna ráðningu skólastjóra. Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Kennarar og nemendur ósáttir Kópavogsskóli auglýsti svo starf skólastjóra og fór svo að Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri. Uppi varð fótur og fit. Ekki gegn Heimi heldur voru fjölmargir kennarar ósáttir við að gengið hefði verið fram hjá Arnóri sem hefði unnið gott starf. Fram kom í frétt Vísis í mars að vonbrigðin hefðu verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hefði ekki fengið fastráðningu. Þetta var staðan um miðjan mars en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótuðu kennarar uppsögn vegna stöðunnar og fór svo að Heimir Eyvindarson ákvað að hætta við að taka að sér starf skólastjóra. Þetta staðfestir Heimir við fréttastofu. Þá ákvað Kópavogsbær að auglýsa starfið upp á nýtt. Ekkert varð af því að Arnór sótti um starfið. Fékk annað starfstilboð „Sama dag og ákveðið var að auglýsa aftur þá var mér boðin önnur mjög spennandi staða sem ég ákvað að taka í ljósi aðstæðna,“ segir Arnór. Hann hefur hafið störf sem forstöðumaður fyrir þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Ég ákvað að hoppa á það. Þorði ekki að setja allt á línuna. Það er núna fyrst verið að ganga frá þessu. Ef ég hefði ekki fengið starfið þá væri ég atvinnulaus. Ég þorði því ekki alveg. Það var eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja ekki um,“ segir Arnór. Hann óskar Ingu Fjólu til hamingju með starfið. „Það er jákvætt að hún hafi fengið starfið og best fyrir skólann úr því sem komið var,“ segir Arnór og lætur vel af samstarfi þeirra Ingu Fjólu í allan vetur. Arnór segist ekki útiloka störf í skólasamfélaginu í framtíðinni en nú sé hann nýbyrjaður í nýju starfi sem á hug hans allan og þannig verði það líkast til næstu árin. Inga Fjóla vildi ekki tjá sig um ráðninguna þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hennar. Kópavogur Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Kennarar og nemendur ósáttir Kópavogsskóli auglýsti svo starf skólastjóra og fór svo að Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri. Uppi varð fótur og fit. Ekki gegn Heimi heldur voru fjölmargir kennarar ósáttir við að gengið hefði verið fram hjá Arnóri sem hefði unnið gott starf. Fram kom í frétt Vísis í mars að vonbrigðin hefðu verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hefði ekki fengið fastráðningu. Þetta var staðan um miðjan mars en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótuðu kennarar uppsögn vegna stöðunnar og fór svo að Heimir Eyvindarson ákvað að hætta við að taka að sér starf skólastjóra. Þetta staðfestir Heimir við fréttastofu. Þá ákvað Kópavogsbær að auglýsa starfið upp á nýtt. Ekkert varð af því að Arnór sótti um starfið. Fékk annað starfstilboð „Sama dag og ákveðið var að auglýsa aftur þá var mér boðin önnur mjög spennandi staða sem ég ákvað að taka í ljósi aðstæðna,“ segir Arnór. Hann hefur hafið störf sem forstöðumaður fyrir þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Ég ákvað að hoppa á það. Þorði ekki að setja allt á línuna. Það er núna fyrst verið að ganga frá þessu. Ef ég hefði ekki fengið starfið þá væri ég atvinnulaus. Ég þorði því ekki alveg. Það var eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja ekki um,“ segir Arnór. Hann óskar Ingu Fjólu til hamingju með starfið. „Það er jákvætt að hún hafi fengið starfið og best fyrir skólann úr því sem komið var,“ segir Arnór og lætur vel af samstarfi þeirra Ingu Fjólu í allan vetur. Arnór segist ekki útiloka störf í skólasamfélaginu í framtíðinni en nú sé hann nýbyrjaður í nýju starfi sem á hug hans allan og þannig verði það líkast til næstu árin. Inga Fjóla vildi ekki tjá sig um ráðninguna þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hennar.
Kópavogur Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira