„Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 12:13 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir það miður að farga þurfti þrjátíu þúsund eintökum af bók á vegum ráðuneytisins. Hann segist hafa rætt málið við fyrrverandi forsætisráðherra og þau hafi verið sammála um niðurstöðuna. Í næsta mánuði stefnir forsætisráðuneytið á að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær í tilefni af áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Verkefnið var hugarfóstur fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem hafði skrifað formála bókarinnar. Þegar Katrín baðst lausnar úr embættinu til þess að fara í forsetaframboð var prentun bókarinnar hafin. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að þar með hafi hann staðið frammi fyrir þeirri spurningu hvort eðlilegt væri að formálinn væri Katrínar. „Það er í raun og veru spurningin sem þurfti að svara. Þegar henni hafði verið svarað þá var hitt afleiðing af því. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri eðlilegt að nýr forsætisráðherra myndi skrifa nýjan formála bókar sem kemur út í júní. Ég ræddi þetta við Katrínu, mér fannst við sammála því,“ segir Bjarni. Þrjátíu milljónir króna voru settar í verkefnið. Þrátt fyrir förgunina segir Bjarni verkefnið virðast halda kostnaðaráætlun. „Ég verð að játa það að ég veit ekki nákvæmlega hversu langt verkið var komið. En það voru mörg eintök í framleiðslu sem þurfti að farga. Það breytir því ekki að sú kostnaðaráætlun sem við vorum með, við teljum að hún muni standast fyrir þetta verkefni,“ segir Bjarni. Hann játar að þetta sé ansi klúðurslegt en förgun og endurprentun kostar ríkið nokkrar milljónir. „Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa,“ segir Bjarni. Bókaútgáfa Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Í næsta mánuði stefnir forsætisráðuneytið á að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær í tilefni af áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Verkefnið var hugarfóstur fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem hafði skrifað formála bókarinnar. Þegar Katrín baðst lausnar úr embættinu til þess að fara í forsetaframboð var prentun bókarinnar hafin. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að þar með hafi hann staðið frammi fyrir þeirri spurningu hvort eðlilegt væri að formálinn væri Katrínar. „Það er í raun og veru spurningin sem þurfti að svara. Þegar henni hafði verið svarað þá var hitt afleiðing af því. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri eðlilegt að nýr forsætisráðherra myndi skrifa nýjan formála bókar sem kemur út í júní. Ég ræddi þetta við Katrínu, mér fannst við sammála því,“ segir Bjarni. Þrjátíu milljónir króna voru settar í verkefnið. Þrátt fyrir förgunina segir Bjarni verkefnið virðast halda kostnaðaráætlun. „Ég verð að játa það að ég veit ekki nákvæmlega hversu langt verkið var komið. En það voru mörg eintök í framleiðslu sem þurfti að farga. Það breytir því ekki að sú kostnaðaráætlun sem við vorum með, við teljum að hún muni standast fyrir þetta verkefni,“ segir Bjarni. Hann játar að þetta sé ansi klúðurslegt en förgun og endurprentun kostar ríkið nokkrar milljónir. „Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa,“ segir Bjarni.
Bókaútgáfa Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04