Til áréttingar Kári Stefánsson skrifar 19. maí 2024 10:33 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi lét hafa það eftir sér í viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra hefði sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar hún „tók afstöðu með einkafyrirtæki og gegn Persónuvernd“ í deilum um þátttöku íslenskrar erfðagreiningar í vörnum gegn Covid 19. Nú skulum við skoða efni màlsins sem Helga var að barma sér yfir: Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvanarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess. Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir. Þegar langt var liðið á faraldurinn ákvarðaði Persónuvernd hins vegar að Íslensk erfðagreining hefði í vinnu sinni fyrir sóttvarnarlækni brotið Persónuverndarlögin vegna þess að hún hefðií raun réttri verið að stunda vísindarannsókn en þóst vera að sinna sóttvörnum og hafði þar að engu orð sóttvarnarlæknis, eins og það hefði ekki mátt búast við því að hann vissi sjálfur um hvað hann hefði beðið. Katrín Jakobsdóttir studdi sóttvarnarlækni í þessu máli en ekki Íslenska erfðagreiningu sem var eingöngu að vinna í hans umboði. Að öllum líkindum gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að án þeirrar aðstoðar sem Persónuvernd ákvarðaði að væri ólögleg hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki. Katrín tók afstöðu með hagsmunum fólksins í landinu sem var í hættu á þessum tíma en ekki vafasamri ákvörðun Persónuverndar. Helga sagði í fyrrnefndum þætti að ég, Kári Stefánsson, hefði hótað því að fara í mál við Persónuvernd og gaf í skyn að Katrín hefð stutt mig í því. Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Persónuvernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þessari einu ákvörðun Persónuverndar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minntist Helga hins vegar ekki í viðtalinu. Ákvörðun Persónuverndar er ekki lengur gild enda var öll þessi vinna Íslenskrar erfðagreiningar unnin í samræmi við sóttvarnarlög og til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri Íslenskar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi lét hafa það eftir sér í viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra hefði sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar hún „tók afstöðu með einkafyrirtæki og gegn Persónuvernd“ í deilum um þátttöku íslenskrar erfðagreiningar í vörnum gegn Covid 19. Nú skulum við skoða efni màlsins sem Helga var að barma sér yfir: Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvanarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess. Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir. Þegar langt var liðið á faraldurinn ákvarðaði Persónuvernd hins vegar að Íslensk erfðagreining hefði í vinnu sinni fyrir sóttvarnarlækni brotið Persónuverndarlögin vegna þess að hún hefðií raun réttri verið að stunda vísindarannsókn en þóst vera að sinna sóttvörnum og hafði þar að engu orð sóttvarnarlæknis, eins og það hefði ekki mátt búast við því að hann vissi sjálfur um hvað hann hefði beðið. Katrín Jakobsdóttir studdi sóttvarnarlækni í þessu máli en ekki Íslenska erfðagreiningu sem var eingöngu að vinna í hans umboði. Að öllum líkindum gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að án þeirrar aðstoðar sem Persónuvernd ákvarðaði að væri ólögleg hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki. Katrín tók afstöðu með hagsmunum fólksins í landinu sem var í hættu á þessum tíma en ekki vafasamri ákvörðun Persónuverndar. Helga sagði í fyrrnefndum þætti að ég, Kári Stefánsson, hefði hótað því að fara í mál við Persónuvernd og gaf í skyn að Katrín hefð stutt mig í því. Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Persónuvernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þessari einu ákvörðun Persónuverndar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minntist Helga hins vegar ekki í viðtalinu. Ákvörðun Persónuverndar er ekki lengur gild enda var öll þessi vinna Íslenskrar erfðagreiningar unnin í samræmi við sóttvarnarlög og til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri Íslenskar erfðagreiningar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar