Meistararnir köstuðu frá sér þriggja marka forystu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 19:01 Alexander Sorloth skoraði öll fjögur mörk Villarreal í kvöld. Alex Caparros/Getty Images Nýkrýndir Spánarmeistarar Real Madrid gerðu 4-4 jafntefli er liðið heimsótti Villarreal í næstsíðustu umferð spænsku deildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Línur eru löngu farnar að skýrast í spænsku deildinni og í raun er ekkert sem getur breyst á toppi deildarinnar nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Úrslit úr leikjum kvöldsins þýða þó að Cadiz fylgir Granada og Almeria niður um deild. Þrátt fyrir að lítil spenna sé í topp- og Evrópubaráttunni á Spáni var þessi næstsíðasta umferð hin mesta skemmtun. Alls voru 32 mörk skoruð í tíu leikjum, en hvergi voru mörkin þó fleiri en í leik Villarreal og Real Madrid. Arda Guler og Joselu sáu til þess að gestirnir í Real Madrid komust í 2-0 eftir hálftíma leik áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir heimamenn á 39. mínútu. Lucas Vazquez og Arda Guler bættu hins vegar sínu markinu hvor við fyrir hálfleik og Madrídingar leiddu því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexander Sorloth hafði hins vegar engan áhuga á því að tapa leiknum. Hann skoraði annað mark sitt á 48. mínútu áður en hann fullkomnaði þrennuna fjórum mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo endurkomu heimamanna á 56. mínútu með sínu fjórða marki í leiknum, en öll þrjú mörkin sem hann skoraði í síðari hálfleik komu eftir stoðsendingu frá Gerard Moreno. Niðurstaðan varð því 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik Önnur úrslit Athletic Bilbao 2-0 Sevilla Atlético Madrid 1-4 Osasuna Barcelona 3-0 Rayo Vallecano Real Betis 0-2 Real Sociedad Cadiz 0-0 Las Palmas Granada 1-2 Celta Vigo Mallorca 2-2 Almeria Valencia 1-3 Girona Spænski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Línur eru löngu farnar að skýrast í spænsku deildinni og í raun er ekkert sem getur breyst á toppi deildarinnar nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Úrslit úr leikjum kvöldsins þýða þó að Cadiz fylgir Granada og Almeria niður um deild. Þrátt fyrir að lítil spenna sé í topp- og Evrópubaráttunni á Spáni var þessi næstsíðasta umferð hin mesta skemmtun. Alls voru 32 mörk skoruð í tíu leikjum, en hvergi voru mörkin þó fleiri en í leik Villarreal og Real Madrid. Arda Guler og Joselu sáu til þess að gestirnir í Real Madrid komust í 2-0 eftir hálftíma leik áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir heimamenn á 39. mínútu. Lucas Vazquez og Arda Guler bættu hins vegar sínu markinu hvor við fyrir hálfleik og Madrídingar leiddu því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexander Sorloth hafði hins vegar engan áhuga á því að tapa leiknum. Hann skoraði annað mark sitt á 48. mínútu áður en hann fullkomnaði þrennuna fjórum mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo endurkomu heimamanna á 56. mínútu með sínu fjórða marki í leiknum, en öll þrjú mörkin sem hann skoraði í síðari hálfleik komu eftir stoðsendingu frá Gerard Moreno. Niðurstaðan varð því 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik Önnur úrslit Athletic Bilbao 2-0 Sevilla Atlético Madrid 1-4 Osasuna Barcelona 3-0 Rayo Vallecano Real Betis 0-2 Real Sociedad Cadiz 0-0 Las Palmas Granada 1-2 Celta Vigo Mallorca 2-2 Almeria Valencia 1-3 Girona
Athletic Bilbao 2-0 Sevilla Atlético Madrid 1-4 Osasuna Barcelona 3-0 Rayo Vallecano Real Betis 0-2 Real Sociedad Cadiz 0-0 Las Palmas Granada 1-2 Celta Vigo Mallorca 2-2 Almeria Valencia 1-3 Girona
Spænski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira