23 ára og búinn að vinna deildina oftar en Rooney, Agüero og Terry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 11:46 Phil Foden lyfti enska meistaratitlinum í sjötta sinn á sjö ára ferli sínum með Manchester City. AP/Dave Thompson Phil Foden kórónaði stórkostlegt tímabil sitt í gær með tveimur mörkum í lokaleik Manchester City á móti West Ham. Mörkin tryggðu liðinu 3-1 sigur og enska meistaratitilinn fjórða árið í röð. Foden átti magnað tímabil, skoraði nítján deildarmörk og gaf 8 stoðsendingar. Hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar tímabilið í fyrra og 9 mörk og 5 stoðsendingar tvö tímabil þar á undan. Þessi 23 ára gamli leikmaður er orðinn algjör lykilmaður í besta liði Englands og hann á vissulega mjög mörg ár eftir. Phil Foden, who scored a brace today vs. West Ham, wins his sixth Premier League title just nine days before his 24th birthday 🏆He's now the YOUNGEST player to win six PL titles 🤯A generational talent ✨ pic.twitter.com/29AxLotRIN— ESPN FC (@ESPNFC) May 19, 2024 Það sem er merkilegt við feril Foden er að hann hefur spilað með aðalliði City frá og með 2017-18 tímabilinu. Það þýðir að strákurinn var í gær að vinna sinn sjötta Englandsmeistaratitil á ferlinum. Sex Englandsmeistaratitlar er meira en bæði Wayne Rooney, Sergio Agüero og John Terry, þrír af sigursælustu leikmönnum deildarinnar, unnu á sínum tíma. 23-year-old Phil Foden has now won more Premier League titles than Wayne Rooney and John Terry 😳🏆 pic.twitter.com/ioYGARX1F8— ESPN UK (@ESPNUK) May 19, 2024 Rooney vann deildina fimm sinnum með Manchester United eða tímabilin 2006–07, 2007–08, 2008–09, 2010–11 og 2012–13. Terry vann deildina fimm sinnum með Chelsea eða tímabilin 2004–05, 2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17. Agüero vann deildina fimm sinnum með Manchester City eða tímabilin 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19 og 2020–21. Foden á enn svolítið í land að jafna met Ryan Giggs sem vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Þegar Giggs var 23 ára gamall, tímabilið 1996 til 1997, þá var hann aftur á móti aðeins að vinna ensku deildina í fjórða skiptið. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Foden átti magnað tímabil, skoraði nítján deildarmörk og gaf 8 stoðsendingar. Hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar tímabilið í fyrra og 9 mörk og 5 stoðsendingar tvö tímabil þar á undan. Þessi 23 ára gamli leikmaður er orðinn algjör lykilmaður í besta liði Englands og hann á vissulega mjög mörg ár eftir. Phil Foden, who scored a brace today vs. West Ham, wins his sixth Premier League title just nine days before his 24th birthday 🏆He's now the YOUNGEST player to win six PL titles 🤯A generational talent ✨ pic.twitter.com/29AxLotRIN— ESPN FC (@ESPNFC) May 19, 2024 Það sem er merkilegt við feril Foden er að hann hefur spilað með aðalliði City frá og með 2017-18 tímabilinu. Það þýðir að strákurinn var í gær að vinna sinn sjötta Englandsmeistaratitil á ferlinum. Sex Englandsmeistaratitlar er meira en bæði Wayne Rooney, Sergio Agüero og John Terry, þrír af sigursælustu leikmönnum deildarinnar, unnu á sínum tíma. 23-year-old Phil Foden has now won more Premier League titles than Wayne Rooney and John Terry 😳🏆 pic.twitter.com/ioYGARX1F8— ESPN UK (@ESPNUK) May 19, 2024 Rooney vann deildina fimm sinnum með Manchester United eða tímabilin 2006–07, 2007–08, 2008–09, 2010–11 og 2012–13. Terry vann deildina fimm sinnum með Chelsea eða tímabilin 2004–05, 2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17. Agüero vann deildina fimm sinnum með Manchester City eða tímabilin 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19 og 2020–21. Foden á enn svolítið í land að jafna met Ryan Giggs sem vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Þegar Giggs var 23 ára gamall, tímabilið 1996 til 1997, þá var hann aftur á móti aðeins að vinna ensku deildina í fjórða skiptið. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira