Jón Arnar grét það ekki að sjá Daníel slá þrjátíu ára Íslandsmet sitt Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2024 13:03 Daníel Ingi gerði sér lítið fyrir og bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki í gær. Hann tryggði sér um leið sæti á EM í róm og Norðurlandameistaratitilinn í langstökki. Vísir/Samsett mynd Fyrrverandi tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon grætur það ekki að hafa séð Íslandsmet sitt í langstökki, sem stóð í þrjátíu ár, verða slegið af Daníel Inga Egilssyni í gær. Jón Arnar er sendi hamingjuóskir á Daníel um leið og hann sló metið og er gríðarlega ánægður fyrir hans hönd. Daníel Ingi varð í gær Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti þar sem að hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. Daníel stökk 8,21 metra og bætti þar með Íslandsmet Jóns Arnars og tryggði sér um leið Norðurlandameistaratitilinn í greininni.. Met Jóns Arnars var sléttir átta metrar en Daníel sló það í þriðju tilraun sinni í gær með stökki upp á 8,01 metra og í fjórða stökki sínu bætti hann um betur og stökk 8,21 metra. Daníel í atrennu að einu af stökki sínu í Malmö í gærMynd: FRÍ „Ég gat nú ekki annað en farið beint að horfa á þetta stökk hjá honum. Algjörlega geggjað,“ segir Jón Arnar í samtali við Vísi um afrek Daníels Inga. Jón Arnar var á leið heim í bíl sínum er hann heyrði í útvarpsfréttunum í gær að þrjátíu ára Íslandsmet hans í langstökki hefði verið slegið. „Ég var bara á leiðinni heim og fór náttúrulega strax í það að koma áleiðis hamingjuóskum á drenginn. Hann átti síðasta stökkið sitt eftir þarna í Malmö og ég var nú þegar búinn að senda honum hamingjuóskir fyrir það stökk. Mér finnst þetta frábært. Met eru sett til þess að verða á endanum slegin. Ég var nú aldrei einhver langstökkvari. Þetta var ein af þeim tíu greinum sem ég þreytti í tugþrautinni. Það er frábært að það gangi svona vel hjá Daníel Inga.“ Svona á að fagna Íslandsmeti Mynd: FRÍ Þú grætur það ekkert að sjá á eftir þessu meti þínu, sem stóð í þrjátíu ár, í hans greipar? „Nei alls ekki. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd að vera kominn á þennan stað. Að það gangi svona vel hjá honum. Þetta opnar hurðir inn í stóra heiminn fyrir hann. Daníel hefur alla burði til þess að sækja bara fram. Það er tugþrautarþjálfari að þjálfa hann. Daníel fær því gott utanumhald og það þarf að standa þétt við bakið á honum sem og öllu frjálsíþróttafólki okkar.“ Stökk Daníels var það tólfta lengsta í heiminum á árinu og með því tryggði hann sér sæti á EM í Róm í júlí. Einnig gefur þetta honum möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið er 8,27 m. Daníel jafnaði tólfta besta árangur á heimslista og á því möguleika á sæti á leikana gegnum heimslistann. Daníel var skiljanlega himinlifandi þegar að afrekið rann upp fyrir honumMynd: FRÍ „Þá fáum við kannski loksins aftur svona frjálsíþrótta vor og sumar. Það eru krakkar að koma þarna á hraðsiglingu upp. Það er vonandi að við fáum frjálsíþróttamann á Ólympíuleikana með Guðna Val og Hilmari.“ Jón Arnar var búinn að bíða lengi eftir því að sjá Íslandsmet sitt falla. „Mér finnst nú eiginlega bara ótrúlegt að þetta hafi staðið svona lengi. Ekki var ég langstökkvari þegar að ég setti þetta met. Ég var ekki einu sinni farin að æfa tugþraut þegar að ég setti þetta met á sínum tíma. Var nýkominn til baka úr fótbroti. Það stóð en er nú fallið. Sem betur fer. Loksins.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Í beinni: Real Madrid - Espanyol | Taplaus lið í toppslag Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sjá meira
Daníel Ingi varð í gær Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti þar sem að hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. Daníel stökk 8,21 metra og bætti þar með Íslandsmet Jóns Arnars og tryggði sér um leið Norðurlandameistaratitilinn í greininni.. Met Jóns Arnars var sléttir átta metrar en Daníel sló það í þriðju tilraun sinni í gær með stökki upp á 8,01 metra og í fjórða stökki sínu bætti hann um betur og stökk 8,21 metra. Daníel í atrennu að einu af stökki sínu í Malmö í gærMynd: FRÍ „Ég gat nú ekki annað en farið beint að horfa á þetta stökk hjá honum. Algjörlega geggjað,“ segir Jón Arnar í samtali við Vísi um afrek Daníels Inga. Jón Arnar var á leið heim í bíl sínum er hann heyrði í útvarpsfréttunum í gær að þrjátíu ára Íslandsmet hans í langstökki hefði verið slegið. „Ég var bara á leiðinni heim og fór náttúrulega strax í það að koma áleiðis hamingjuóskum á drenginn. Hann átti síðasta stökkið sitt eftir þarna í Malmö og ég var nú þegar búinn að senda honum hamingjuóskir fyrir það stökk. Mér finnst þetta frábært. Met eru sett til þess að verða á endanum slegin. Ég var nú aldrei einhver langstökkvari. Þetta var ein af þeim tíu greinum sem ég þreytti í tugþrautinni. Það er frábært að það gangi svona vel hjá Daníel Inga.“ Svona á að fagna Íslandsmeti Mynd: FRÍ Þú grætur það ekkert að sjá á eftir þessu meti þínu, sem stóð í þrjátíu ár, í hans greipar? „Nei alls ekki. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd að vera kominn á þennan stað. Að það gangi svona vel hjá honum. Þetta opnar hurðir inn í stóra heiminn fyrir hann. Daníel hefur alla burði til þess að sækja bara fram. Það er tugþrautarþjálfari að þjálfa hann. Daníel fær því gott utanumhald og það þarf að standa þétt við bakið á honum sem og öllu frjálsíþróttafólki okkar.“ Stökk Daníels var það tólfta lengsta í heiminum á árinu og með því tryggði hann sér sæti á EM í Róm í júlí. Einnig gefur þetta honum möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið er 8,27 m. Daníel jafnaði tólfta besta árangur á heimslista og á því möguleika á sæti á leikana gegnum heimslistann. Daníel var skiljanlega himinlifandi þegar að afrekið rann upp fyrir honumMynd: FRÍ „Þá fáum við kannski loksins aftur svona frjálsíþrótta vor og sumar. Það eru krakkar að koma þarna á hraðsiglingu upp. Það er vonandi að við fáum frjálsíþróttamann á Ólympíuleikana með Guðna Val og Hilmari.“ Jón Arnar var búinn að bíða lengi eftir því að sjá Íslandsmet sitt falla. „Mér finnst nú eiginlega bara ótrúlegt að þetta hafi staðið svona lengi. Ekki var ég langstökkvari þegar að ég setti þetta met. Ég var ekki einu sinni farin að æfa tugþraut þegar að ég setti þetta met á sínum tíma. Var nýkominn til baka úr fótbroti. Það stóð en er nú fallið. Sem betur fer. Loksins.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Í beinni: Real Madrid - Espanyol | Taplaus lið í toppslag Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn