Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 12:01 Hvalavinir hafa ekki fengið veður af því að menn hafi verið ráðnir til Hvals hf. fyrir sumarvertíðina. Vísir/Arnar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreiðum til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn en enn hafa ekki borist svör við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. Hefð er fyrir því að vertíðin hefjist stuttu eftir sjómannadag, sem er 2. júní næstkomandi, og tíminn því naumur. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sagði í viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl að ef ekki væri útséð um starfsleyfi væri ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að halda til veiða. „Það er mjög óþægilegt fyrir alla að það sé ekkert ennþá í hendi. Ég vona að ástæðan fyrir því að þetta taki svona langan tíma sé að það sé verið að vanda sig betur en var gert í fyrra, þegar Svandís tilkynnti degi fyrir veiðar að það yrði ekki veitt,“ segir Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina. Hún vísar þar til umdeildrar ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að fresta hvalveiðum sem hún tilkynnti 20. júní en veiðar áttu að hefjast daginn eftir. Valgerður segir ýmislegt benda til að ekki verði veitt í sumar. „Okkur grunar samt, miðað við hvernig allt lítur út, að það verði ekki veitt. Við höfum engar fregnir af því að Kristján hafi ráðið menn fyrir sumarvertíðina. Við höfum ýmsa heimildarmenn sem láta okkur vita þegar slíkt gerist,“ segir Valgerður. „Skipin, Hvalur átta og níu, hafa ekki verið dregin í slipp eins og er gert á vori hverju þegar veitt er. Það þarf að ditta að þessum skipum, sem eru orðin mjög gömul, fyrir vertíðina. Við erum að vona það besta, við erum að vona að það verði engin vertíð í sumar.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 „Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreiðum til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn en enn hafa ekki borist svör við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. Hefð er fyrir því að vertíðin hefjist stuttu eftir sjómannadag, sem er 2. júní næstkomandi, og tíminn því naumur. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sagði í viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl að ef ekki væri útséð um starfsleyfi væri ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að halda til veiða. „Það er mjög óþægilegt fyrir alla að það sé ekkert ennþá í hendi. Ég vona að ástæðan fyrir því að þetta taki svona langan tíma sé að það sé verið að vanda sig betur en var gert í fyrra, þegar Svandís tilkynnti degi fyrir veiðar að það yrði ekki veitt,“ segir Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina. Hún vísar þar til umdeildrar ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að fresta hvalveiðum sem hún tilkynnti 20. júní en veiðar áttu að hefjast daginn eftir. Valgerður segir ýmislegt benda til að ekki verði veitt í sumar. „Okkur grunar samt, miðað við hvernig allt lítur út, að það verði ekki veitt. Við höfum engar fregnir af því að Kristján hafi ráðið menn fyrir sumarvertíðina. Við höfum ýmsa heimildarmenn sem láta okkur vita þegar slíkt gerist,“ segir Valgerður. „Skipin, Hvalur átta og níu, hafa ekki verið dregin í slipp eins og er gert á vori hverju þegar veitt er. Það þarf að ditta að þessum skipum, sem eru orðin mjög gömul, fyrir vertíðina. Við erum að vona það besta, við erum að vona að það verði engin vertíð í sumar.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 „Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16
Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53
„Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34