Hlaðvarpsvinur LeBron líklegastur til að taka við Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2024 07:00 Næsti þjálfari Lakers? Mitchell Leff/Getty Images Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers. Reddick og LeBron eru fæddir árið 1984 og verða því fertugir á árinu. Á meðan Reddick hefur lagt skóna á hilluna og snúið sér að leikgreiningu í sjónvarpi sem og hlaðvarpi þá er LeBron enn í fullu fjöri með Lakers. Reddick lék alls 15 tímabil í NBA-deildinni. Hann var leikmaður Orlando Magic frá 2006 til 2013. Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers, New Orleans Pelicans og loks Dallas Mavericks áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2021. Síðan hefur hefur hann starfað fyrir ESPN. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Reddick gæti fært sig yfir í þjálfun. LeBron og félagar eru í þjálfaraleit en Darvin Ham var látinn taka poka sinn eftir að Lakers tapaði fyrir Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Félagið hefur fengið hinn goðsagnakennda Coach K, Mike Krzyzewski, til aðstoða sig við leitina. Sá þjálfaði háskólalið Duke frá 1980 til 2021 en það er skólinn sem Reddick spilaði fyrir á sínum tíma. Það hefur verið staðfest að Reddick sé meðal þeirra nafna sem eru á blaði hjá Lakers en nú hafa Jovan Buha, sérfræðingur The Athletic um Lakers, og hinn áreiðanlegi Shams Charania gefið til kynna að hann sé líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. The Lakers have begun meetings to discuss their head coaching job, interviewing JJ Redick, New Orleans’ James Borrego and Boston’s Sam Cassell, sources tell me and @ShamsCharania. More interviews to come.The latest at @TheAthletic: https://t.co/JGjkYPW4p3— Jovan Buha (@jovanbuha) May 21, 2024 Samkvæmt Buha og Charania er orðið á götunni að Lakers hafi trú á því að Reddick gæti fetað í fótspor Pat Riley. Sá var einnig leikmaður og hafði starfað í fjölmiðlum áður en hann gerðist þjálfari. Riley byrjaði reyndar sem aðstoðarþjálfari Lakers, og varð meistari sem slíkur, áður en hann tók við liðinu og vann fjóra titla til viðbótar. Riley endurtók svo leikinn með Miami Heat árið 2006 og starfar enn þann í dag fyrir félagið. Þau sem valdið hafa hjá Lakers trúa að Reddick búi yfir svipuðum eiginleikum og Riley. Þá trúa þau einnig að hann gæti hjálpað liðinu til skamms tíma og ef vel fer þá gæti hann stýrt því næstu árin. Reddick hefur undanfarnar vikur haldið úti hlaðvarpinu Mind the Game með LeBron. Þar sitja þeir félagar og ræða körfubolta í þaula ásamt því að gæða sér á rauðvíni. Þegar hlaðvarpið fór fyrst af stað var grínast með það að LeBron væri að undirbúa Reddick fyrir þjálfarastarf Lakers. Nú virðist hreinlega sem það gæti orðið að veruleika. Körfubolti NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Reddick og LeBron eru fæddir árið 1984 og verða því fertugir á árinu. Á meðan Reddick hefur lagt skóna á hilluna og snúið sér að leikgreiningu í sjónvarpi sem og hlaðvarpi þá er LeBron enn í fullu fjöri með Lakers. Reddick lék alls 15 tímabil í NBA-deildinni. Hann var leikmaður Orlando Magic frá 2006 til 2013. Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers, New Orleans Pelicans og loks Dallas Mavericks áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2021. Síðan hefur hefur hann starfað fyrir ESPN. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Reddick gæti fært sig yfir í þjálfun. LeBron og félagar eru í þjálfaraleit en Darvin Ham var látinn taka poka sinn eftir að Lakers tapaði fyrir Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Félagið hefur fengið hinn goðsagnakennda Coach K, Mike Krzyzewski, til aðstoða sig við leitina. Sá þjálfaði háskólalið Duke frá 1980 til 2021 en það er skólinn sem Reddick spilaði fyrir á sínum tíma. Það hefur verið staðfest að Reddick sé meðal þeirra nafna sem eru á blaði hjá Lakers en nú hafa Jovan Buha, sérfræðingur The Athletic um Lakers, og hinn áreiðanlegi Shams Charania gefið til kynna að hann sé líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. The Lakers have begun meetings to discuss their head coaching job, interviewing JJ Redick, New Orleans’ James Borrego and Boston’s Sam Cassell, sources tell me and @ShamsCharania. More interviews to come.The latest at @TheAthletic: https://t.co/JGjkYPW4p3— Jovan Buha (@jovanbuha) May 21, 2024 Samkvæmt Buha og Charania er orðið á götunni að Lakers hafi trú á því að Reddick gæti fetað í fótspor Pat Riley. Sá var einnig leikmaður og hafði starfað í fjölmiðlum áður en hann gerðist þjálfari. Riley byrjaði reyndar sem aðstoðarþjálfari Lakers, og varð meistari sem slíkur, áður en hann tók við liðinu og vann fjóra titla til viðbótar. Riley endurtók svo leikinn með Miami Heat árið 2006 og starfar enn þann í dag fyrir félagið. Þau sem valdið hafa hjá Lakers trúa að Reddick búi yfir svipuðum eiginleikum og Riley. Þá trúa þau einnig að hann gæti hjálpað liðinu til skamms tíma og ef vel fer þá gæti hann stýrt því næstu árin. Reddick hefur undanfarnar vikur haldið úti hlaðvarpinu Mind the Game með LeBron. Þar sitja þeir félagar og ræða körfubolta í þaula ásamt því að gæða sér á rauðvíni. Þegar hlaðvarpið fór fyrst af stað var grínast með það að LeBron væri að undirbúa Reddick fyrir þjálfarastarf Lakers. Nú virðist hreinlega sem það gæti orðið að veruleika.
Körfubolti NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum