Íslandsmeistarinn Sverrir Þór hættur með Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 07:31 Sverrir Þór ræður við lið sitt í leik gærdagsins. Vísir/Diego Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil. Áður en kom að stóru tilkynningunni var Sverrir Þór þó spurður út í leikinn. Keflavík vann leikinn í gær nokkuð sannfærandi og sópaði Njarðvík út úr úrslitarimmunni, 3-0. Mikið hafði verið rætt og ritað um yfirburði Keflavíkur í vetur, var það eitthvað sem Sverrir Þór notfærði sér? „Ég var aðallega að tala það niður hjá þeim og taka það á sjálfan mig, sem er bara rétt. Ég er ábyrgur fyrir þessu liði, þau líta á það að þetta sé lið sem á að ná í titla.“ „Eins og ég er margbúinn að segja við þær; leggið ykkur fram og hlustið á það sem ég og Elli erum að segja við ykkur og hausinn upp sama hvað á bjátar, ekkert fýlupúkakjaftæði og dramavesen. Sjáum hverju það skilar ykkur. Pressan er ekki á ykkur, pressan er á mér, ég er ábyrgur ef liðið er ekki að standa sig.“ Bæði Sara Rún og Anna Ingunn minntust á seríuna á undan og sögðu óspurðar að rimman gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hefði undirbúið þær undir þessa oddaseríu. Tekur Sverrir Þór undir það? „Algjörlega, voru svakaleikir leikir á móti Stjörnunni. Arnar (Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar) kom með fullt af nýjum hlutum og komst inn í hausinn á okkur. Útlendingarnir þeirra eru aggressífar og sterkar, ungu stelpurnar þeirra eru grjótharðar. Það var svo erfitt, en svo gaman, að spila á móti þessu liði. Hver einasti leikur var stál í stál.“ „Við erum að koma þvílíkt tilbúin í þessa seríu. Mér fannst Njarðvík taka Grindavík alltof auðveldlega, mótspyrnan var rosalega lítil miðað við hvað ég hélt að þetta yrði alvöru rimma.“ Klippa: Sverrir Þór hættur með Keflavík Fyrst leikur úrslitaeinvígisins var tvíframlengdur leikur í Keflavík. Hvað hugsaði Sverrir Þór eftir þann leik? „Í þeim leik vissum við að þær myndu skilja svolítið eftir. Fannst þær fara í meira en að skilja bara Emelíu til dæmis. Þá fórum við bara að finna leiðir. Elentinus Margeirsson, sem er frábær aðstoðarmaður, kemur með leikkerfi í þeim leik sem við tökum þegar við erum tíu stigum undir. Fyrst fær Emelía sniðskot og svo fær Thelma (Dís Ágústsdóttir) stökkskot.“ „Komum með meira inn í leik tvö, lágum yfir þessu og vorum að horfa á hvað væri hægt að gera.“ „Erum með rosalegt teymi hérna í Keflavík, Gunnar Einarsson er að þjálfa meistaraflokkana í líkamsræktinni, Auður sjúkraþjálfari – alveg toppfólk. Fannst munur á standinu, við gátum spilað í 20 mínútur í viðbót en það var farið að draga af mörgum hjá þeim.“ Í lok viðtalsins er Sverrir Þór einfaldlega spurður hvort hann sé hættur. „Já, þetta var síðasti leikurinn minn,“ sagði Sverrir Þór og kinkaði einfaldlega kolli þegar sagt var að hann væri að hætta á toppnum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Sjá meira
Áður en kom að stóru tilkynningunni var Sverrir Þór þó spurður út í leikinn. Keflavík vann leikinn í gær nokkuð sannfærandi og sópaði Njarðvík út úr úrslitarimmunni, 3-0. Mikið hafði verið rætt og ritað um yfirburði Keflavíkur í vetur, var það eitthvað sem Sverrir Þór notfærði sér? „Ég var aðallega að tala það niður hjá þeim og taka það á sjálfan mig, sem er bara rétt. Ég er ábyrgur fyrir þessu liði, þau líta á það að þetta sé lið sem á að ná í titla.“ „Eins og ég er margbúinn að segja við þær; leggið ykkur fram og hlustið á það sem ég og Elli erum að segja við ykkur og hausinn upp sama hvað á bjátar, ekkert fýlupúkakjaftæði og dramavesen. Sjáum hverju það skilar ykkur. Pressan er ekki á ykkur, pressan er á mér, ég er ábyrgur ef liðið er ekki að standa sig.“ Bæði Sara Rún og Anna Ingunn minntust á seríuna á undan og sögðu óspurðar að rimman gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hefði undirbúið þær undir þessa oddaseríu. Tekur Sverrir Þór undir það? „Algjörlega, voru svakaleikir leikir á móti Stjörnunni. Arnar (Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar) kom með fullt af nýjum hlutum og komst inn í hausinn á okkur. Útlendingarnir þeirra eru aggressífar og sterkar, ungu stelpurnar þeirra eru grjótharðar. Það var svo erfitt, en svo gaman, að spila á móti þessu liði. Hver einasti leikur var stál í stál.“ „Við erum að koma þvílíkt tilbúin í þessa seríu. Mér fannst Njarðvík taka Grindavík alltof auðveldlega, mótspyrnan var rosalega lítil miðað við hvað ég hélt að þetta yrði alvöru rimma.“ Klippa: Sverrir Þór hættur með Keflavík Fyrst leikur úrslitaeinvígisins var tvíframlengdur leikur í Keflavík. Hvað hugsaði Sverrir Þór eftir þann leik? „Í þeim leik vissum við að þær myndu skilja svolítið eftir. Fannst þær fara í meira en að skilja bara Emelíu til dæmis. Þá fórum við bara að finna leiðir. Elentinus Margeirsson, sem er frábær aðstoðarmaður, kemur með leikkerfi í þeim leik sem við tökum þegar við erum tíu stigum undir. Fyrst fær Emelía sniðskot og svo fær Thelma (Dís Ágústsdóttir) stökkskot.“ „Komum með meira inn í leik tvö, lágum yfir þessu og vorum að horfa á hvað væri hægt að gera.“ „Erum með rosalegt teymi hérna í Keflavík, Gunnar Einarsson er að þjálfa meistaraflokkana í líkamsræktinni, Auður sjúkraþjálfari – alveg toppfólk. Fannst munur á standinu, við gátum spilað í 20 mínútur í viðbót en það var farið að draga af mörgum hjá þeim.“ Í lok viðtalsins er Sverrir Þór einfaldlega spurður hvort hann sé hættur. „Já, þetta var síðasti leikurinn minn,“ sagði Sverrir Þór og kinkaði einfaldlega kolli þegar sagt var að hann væri að hætta á toppnum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum