Gjöf sem gefur Halla Tómasdóttir skrifar 24. maí 2024 14:00 Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. Haustið 2008 ætlaði hann að hætta störfum, fara á eftirlaun og njóta rólegri daga eftir annasama ævi. Því miður fór það ekki svo, því hann greindist með krabbamein og kvaddi okkur rúmlega viku síðar. Í okkar síðasta samtali minnti pabbi mig á mikilvægi þess að sýna eldra fólki virðingu og meta að verðleikum reynslu þess og visku. Hann bað mig að gleyma því ekki að íslenskt samfélag er byggt á árangri þeirra sem á undan okkur fóru. Ég hef undanfarnar vikur lagt mig fram um að efna heit mitt og hef heimsótt fjölda eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í þjónustuíbúðum. Ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við fólk sem fylgist vel með og hefur einlægan áhuga á samfélagsmiðlum. Dökka hliðin er hins vegar sú að margir eru einmana og hafa fjárhagsáhyggjur. Forseti hefur ekki völd til að leysa fjárhagsvanda eldri borgara, en getur sannarlega hlustað, vakið máls á þessum vanda og hvatt til úrbóta. Við sem byggjum á því sem eldri kynslóðir lögðu af mörkum, eigum að forða þeim frá fjárhagsáhyggjum á efri árum. Einmanaleiki er böl sem ég tel að við öll þurfum að hjálpast að við að eyða. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vorið 2023 telja um 85% þeirra sem eru 65 ára eða eldri sig vera við góða líkamlega heilsu. Engu að síður er um þriðjungur þessa aldurshóps mjög eða gífurlega einmana. Mest ber á því meðal kvenna sem búa einar. Margir tala um að heimsóknum fari fækkandi og ekki hafa allir þrek til að taka þátt í því fjölbreytta félagslífi sem þessum aldurshópi býðst. Sem forseti mun ég reyna að breyta þessu. Mér finnst okkur bera skylda til að byggja brýr á milli kynslóða. Við eigum að leita leiða til að nýta reynslu og visku þeirra sem eldri eru og tryggja að yngri kynslóðir læri um liðna tíma. Gleymum ekki mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda eða gömlu konunni í næsta húsi, sem við vitum að er mikið ein. Heimsækjum þau. Hringjum í þau. Bjóðum þeim í bíltúr og spjöllum. Spyrjum þau um þeirra líf, um það sem þau muna og við vitum ekki um. Er það ekki dýrmætara en kvöld yfir Netflix? Ég er ekki ein um að naga mig í handarbakið fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að læra um það sem gerðist fyrir minn dag. Það sem amma vissi, það sem pabbi mundi, það sem bræður hans upplifuð. Eigum stund með þeim eldri. Það er gjöf sem gefur. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Eldri borgarar Halla Tómasdóttir Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. Haustið 2008 ætlaði hann að hætta störfum, fara á eftirlaun og njóta rólegri daga eftir annasama ævi. Því miður fór það ekki svo, því hann greindist með krabbamein og kvaddi okkur rúmlega viku síðar. Í okkar síðasta samtali minnti pabbi mig á mikilvægi þess að sýna eldra fólki virðingu og meta að verðleikum reynslu þess og visku. Hann bað mig að gleyma því ekki að íslenskt samfélag er byggt á árangri þeirra sem á undan okkur fóru. Ég hef undanfarnar vikur lagt mig fram um að efna heit mitt og hef heimsótt fjölda eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í þjónustuíbúðum. Ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við fólk sem fylgist vel með og hefur einlægan áhuga á samfélagsmiðlum. Dökka hliðin er hins vegar sú að margir eru einmana og hafa fjárhagsáhyggjur. Forseti hefur ekki völd til að leysa fjárhagsvanda eldri borgara, en getur sannarlega hlustað, vakið máls á þessum vanda og hvatt til úrbóta. Við sem byggjum á því sem eldri kynslóðir lögðu af mörkum, eigum að forða þeim frá fjárhagsáhyggjum á efri árum. Einmanaleiki er böl sem ég tel að við öll þurfum að hjálpast að við að eyða. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vorið 2023 telja um 85% þeirra sem eru 65 ára eða eldri sig vera við góða líkamlega heilsu. Engu að síður er um þriðjungur þessa aldurshóps mjög eða gífurlega einmana. Mest ber á því meðal kvenna sem búa einar. Margir tala um að heimsóknum fari fækkandi og ekki hafa allir þrek til að taka þátt í því fjölbreytta félagslífi sem þessum aldurshópi býðst. Sem forseti mun ég reyna að breyta þessu. Mér finnst okkur bera skylda til að byggja brýr á milli kynslóða. Við eigum að leita leiða til að nýta reynslu og visku þeirra sem eldri eru og tryggja að yngri kynslóðir læri um liðna tíma. Gleymum ekki mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda eða gömlu konunni í næsta húsi, sem við vitum að er mikið ein. Heimsækjum þau. Hringjum í þau. Bjóðum þeim í bíltúr og spjöllum. Spyrjum þau um þeirra líf, um það sem þau muna og við vitum ekki um. Er það ekki dýrmætara en kvöld yfir Netflix? Ég er ekki ein um að naga mig í handarbakið fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að læra um það sem gerðist fyrir minn dag. Það sem amma vissi, það sem pabbi mundi, það sem bræður hans upplifuð. Eigum stund með þeim eldri. Það er gjöf sem gefur. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun