Málfarslöggan verk sín vann Ari Páll Kristinsson skrifar 24. maí 2024 13:00 Málfarslöggan verk sín vann með vísdómi og mildi. En ráðgjöfinni ráðherrann ráða sjálfur vildi. Nú hefur menningarmálaráðherrann boðað komu sína í RÚV. Látið er í það skína að erindið sé nánast að sitja fræðslufund eða fara í starfskynningu hjá málfarsráðgjöfunum, en sá ásetningur að finna að málnotkun starfsmanna RÚV er illa dulbúinn. Gesturinn er æðsti ráðamaður landsins í málefnum tungu og fjölmiðla. Áður en hún byrjar að leiðrétta texta starfsfólksins verður vonandi tími til að renna yfir skjalið „Íslensk málstefna 2021-2030“ sem stjórn Íslenskrar málnefndar hefur birt og staðfest. Þar er í lið 1 m.a. boðað „að íslenska sé löguð meðvitað og skipulega að nýjum aðstæðum sem hefur í för með sér að viðmið um það sem telst gott mál eða málstaðall hlýtur að taka breytingum“, og í lið 2 „að bera virðingu fyrir málnotkun allra sem tala íslensku og gæta þess að málnotkun sé ekki útilokandi“. Í lið 7 er fjallað sérstaklega um fjölmiðla og um þá segir: „Þar eru óþrjótandi tækifæri til nýsköpunar í máli og tilbrigða í málsniði og stíl.“ Ráðherrann skipaði málnefndina sjálf (formanninn og varaformanninn án tilnefningar) og stendur væntanlega með henni. Ég hef gegnum tíðina sinnt málfarsráðgjöf og sent frá mér leiðbeiningar og fróðleik um mál og málnotkun. Eins og fleiri hef ég stundum verið uppnefndur málfarslögga í græskulausu gamni. En heldur fer gamanið að kárna ef löggu-parturinn í orðinu hættir að vera saklaus líking og fjölmiðlamenn og textasmiði fer að gruna að kylfa og rafbyssa leynist bak við brosið. Leiðin er ekki alltaf löng yfir í Tyrkland Atatürks fyrir tæpri öld þegar skipt var yfir í latneska letrið úr hinu arabíska með hótunum um lokun prentsmiðja, sektir og varðhald. Að vanda byrjaði ég daginn á að renna í flýti yfir fréttamiðlana. Þar rakst ég á eignarfallsmyndina „forystusauðs“ og að einhver „breytti um skoðun“. Sjálfum hefði mér fallið betur að sjá eignarfallið „sauðar“ og orðalagið „skipta um skoðun“ – en þarna eins og svo víða er breytileiki í íslensku og hægt að velja milli mismunandi leiða til að tjá sig. Það verður nóg að gera hjá íslenskuráðherranum að samræma allt slíkt. Heyrst hafði að þyrla Gæslunnar flygi stundum hátt, stundum lágt, og ýmist hratt eða hægt. Vitaskuld ætlaði dómsmálaráðherrann ekki að una við þetta og boðaði komu sína í næsta útkall til að fara yfir það með flugmönnnunum að fljúga skyldi í sömu hæð og á sama hraða á hverju sem dyndi. Eða hvað? Höfundur er rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun. Var fyrrum forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar (1996-2006) og málfarsráðunautur RÚV (1993-1996). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisútvarpið Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Málfarslöggan verk sín vann með vísdómi og mildi. En ráðgjöfinni ráðherrann ráða sjálfur vildi. Nú hefur menningarmálaráðherrann boðað komu sína í RÚV. Látið er í það skína að erindið sé nánast að sitja fræðslufund eða fara í starfskynningu hjá málfarsráðgjöfunum, en sá ásetningur að finna að málnotkun starfsmanna RÚV er illa dulbúinn. Gesturinn er æðsti ráðamaður landsins í málefnum tungu og fjölmiðla. Áður en hún byrjar að leiðrétta texta starfsfólksins verður vonandi tími til að renna yfir skjalið „Íslensk málstefna 2021-2030“ sem stjórn Íslenskrar málnefndar hefur birt og staðfest. Þar er í lið 1 m.a. boðað „að íslenska sé löguð meðvitað og skipulega að nýjum aðstæðum sem hefur í för með sér að viðmið um það sem telst gott mál eða málstaðall hlýtur að taka breytingum“, og í lið 2 „að bera virðingu fyrir málnotkun allra sem tala íslensku og gæta þess að málnotkun sé ekki útilokandi“. Í lið 7 er fjallað sérstaklega um fjölmiðla og um þá segir: „Þar eru óþrjótandi tækifæri til nýsköpunar í máli og tilbrigða í málsniði og stíl.“ Ráðherrann skipaði málnefndina sjálf (formanninn og varaformanninn án tilnefningar) og stendur væntanlega með henni. Ég hef gegnum tíðina sinnt málfarsráðgjöf og sent frá mér leiðbeiningar og fróðleik um mál og málnotkun. Eins og fleiri hef ég stundum verið uppnefndur málfarslögga í græskulausu gamni. En heldur fer gamanið að kárna ef löggu-parturinn í orðinu hættir að vera saklaus líking og fjölmiðlamenn og textasmiði fer að gruna að kylfa og rafbyssa leynist bak við brosið. Leiðin er ekki alltaf löng yfir í Tyrkland Atatürks fyrir tæpri öld þegar skipt var yfir í latneska letrið úr hinu arabíska með hótunum um lokun prentsmiðja, sektir og varðhald. Að vanda byrjaði ég daginn á að renna í flýti yfir fréttamiðlana. Þar rakst ég á eignarfallsmyndina „forystusauðs“ og að einhver „breytti um skoðun“. Sjálfum hefði mér fallið betur að sjá eignarfallið „sauðar“ og orðalagið „skipta um skoðun“ – en þarna eins og svo víða er breytileiki í íslensku og hægt að velja milli mismunandi leiða til að tjá sig. Það verður nóg að gera hjá íslenskuráðherranum að samræma allt slíkt. Heyrst hafði að þyrla Gæslunnar flygi stundum hátt, stundum lágt, og ýmist hratt eða hægt. Vitaskuld ætlaði dómsmálaráðherrann ekki að una við þetta og boðaði komu sína í næsta útkall til að fara yfir það með flugmönnnunum að fljúga skyldi í sömu hæð og á sama hraða á hverju sem dyndi. Eða hvað? Höfundur er rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun. Var fyrrum forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar (1996-2006) og málfarsráðunautur RÚV (1993-1996).
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun