Vonar að þetta dugi til Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 11:49 Halla Tómasdóttir í kappræðum Stöðvar 2. Vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir segir ljóst að frammistaða hennar í kappræðum hafi haft mikil áhrif á fylgi hennar. Hún mælist nú önnur í skoðanakönnunum með rúmlega 18 prósent fylgi, en mældist aðeins með um 5 prósent fylgi fyrr í mánuðinum. „Þetta voru ánægjulegar fréttir, við höfum fundið fyrir vaxandi meðbyr og þessar tölur staðfesta það. Það er alltaf ánægjulegt að sjá svona þó ég reyni að láta skoðanakannanir ekki ráða för,“ segir Halla innt eftir viðbrögðum við nýjustu könnun Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nú er aðeins rúm vika í kosningar. Sama atburðarás virðist ætla að endurtaka sig í þessum kosningum og kosningunum sem fóru fram 2016: Halla Tómasdóttir fer með himinskautum síðustu vikur fyrir kosningar. Það dugði ekki til árið 2016 en stóra spurningin er hvort þetta dugi til núna. „Við lærðum 2016 hversu miklu máli það skiptir að hitta eins margt fólk og þú getur í eigin persónu. Það tekur tíma, það er þolinmæðisvinna. Og hversu mikilvægar kappræðurnar eru. Ég hef alltaf haft þá trú að þegar fólk fái að sjá okkur og kynnast hver við erum þá myndi fylgið vaxa,“ segir hún um tímapunkt fylgisaukningarinnar. „Ég þakka RÚV fyrir að hafa staðið einstaklega vel að kappræðum 12 frambjóðenda, það var ekki einfalt verkefni og mér fannst þau gera það vel. Mér fannst ég heyra það á fólki að það var þakklátt fyrir þetta tækifæri.“ Spurð út í bylgjuna og hvort hún dugi segir Halla: „Það er allavega markmiðið, ég finn fyrir miklum krafti. Við önnum ekki eftirspurn, því miður er bara vika eftir því það er mikill áhugi hjá fólki og vinnustöðum um allt land. Ég geri mitt besta til að hitta eins marga og ég get og svo velur fólkið forsetann. Ég trúi því að við séum þar öflugur valkostur.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Þetta voru ánægjulegar fréttir, við höfum fundið fyrir vaxandi meðbyr og þessar tölur staðfesta það. Það er alltaf ánægjulegt að sjá svona þó ég reyni að láta skoðanakannanir ekki ráða för,“ segir Halla innt eftir viðbrögðum við nýjustu könnun Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nú er aðeins rúm vika í kosningar. Sama atburðarás virðist ætla að endurtaka sig í þessum kosningum og kosningunum sem fóru fram 2016: Halla Tómasdóttir fer með himinskautum síðustu vikur fyrir kosningar. Það dugði ekki til árið 2016 en stóra spurningin er hvort þetta dugi til núna. „Við lærðum 2016 hversu miklu máli það skiptir að hitta eins margt fólk og þú getur í eigin persónu. Það tekur tíma, það er þolinmæðisvinna. Og hversu mikilvægar kappræðurnar eru. Ég hef alltaf haft þá trú að þegar fólk fái að sjá okkur og kynnast hver við erum þá myndi fylgið vaxa,“ segir hún um tímapunkt fylgisaukningarinnar. „Ég þakka RÚV fyrir að hafa staðið einstaklega vel að kappræðum 12 frambjóðenda, það var ekki einfalt verkefni og mér fannst þau gera það vel. Mér fannst ég heyra það á fólki að það var þakklátt fyrir þetta tækifæri.“ Spurð út í bylgjuna og hvort hún dugi segir Halla: „Það er allavega markmiðið, ég finn fyrir miklum krafti. Við önnum ekki eftirspurn, því miður er bara vika eftir því það er mikill áhugi hjá fólki og vinnustöðum um allt land. Ég geri mitt besta til að hitta eins marga og ég get og svo velur fólkið forsetann. Ég trúi því að við séum þar öflugur valkostur.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira