„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2024 23:26 Jón Kaldal segir að verið sé að endurtaka sömu mistök við gerð frumvarps um lagareldi og árð 2019. Ekki sé verið að herða lögin nógu mikið um starfsemi eldisiðnaðar. Stöð 2 Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. Bjarkey Olsen matvælaráðherra skrifaði skoðanagrein á Vísi í morgun þar sem hún segir að vegið hafi verið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Unnin hafi verið vönduð og góð vinna við frumvarpið og allt sé uppi á borðum. Jón Kaldal, talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, ræddi við Telmu Tómasson um gagnrýni ráðherrans og breytingarnar sem verið er að gera á íslensku lagareldi með frumvarpinu. Sagan endurtaki sig Ráðherra gagnrýnir ykkur sem hafið talað mest gegn þessu frumvarpi. Hver eru ykkar viðbrögð? „Sagan er að endurtaka sig frá því fyrir fimm árum síðan. Þá voru það fyrrum starfsmenn Arnarlax sem komu að samningu frumvarps. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum mættum fyrir þingnefndir, töluðum beint við þáverandi ráðherra og þingmenn og vöruðum við því frumvarpi sem þá var lagt fram og varð að lögum,“ segir Jón. „Nú kallar ráðherrann þetta algjörlega óásættanlegt umhverfi og hún tók samt þátt í því með sinni ríkisstjórn að setja þessi lög. Þau eru að fara að endurtaka þessi mistök. Við vörum aftur við því að þau lög sem nú eru til umræðu í þinginu verði samþykkt,“ segir hann. „Starfsfólkið sem vinnur að þessum lögum eru fyrrum starfsmenn SFS. Eftir þá reynslu sem við höfum af samvinnu við ráðuneytið efumst við um að það sé heppilegt að fela fyrrum starfsmönnum sérhagsmunagæslufyrirtækis að halda utan um almannahagsmuni í svona viðkvæmu efni,“ segir hann. Eldisiðnaðurinn með allt niður um sig Finnst ykkur ekki vera nógu mikið samráð haft við ykkur? „Þetta er hálfgert sýndarsamráð. Við vorum kölluð inn í haust og komum þarna með opnum huga. Það var talað um að það ætti að herða mjög reglurnar um þennan skaðlega iðnað,“ segir Jón. „Í hverri umferð sem við sáum frumvarpið taka breytingum urðu fingraför SFS meira áberandi og á sama tíma kom ekkert af okkar ábendingum þarna inn. Þetta náttúrulega gengur ekki,“ segir hann. „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig, eldisdýrin eru að drepast í gríðarlega stórum stíl hjá þeim, það er sleppifiskur og mikil mengun. Sjötíu prósent þjóðarinnar eru á móti þessum iðnaði.“ Samþykkt lög muni fylgja þingmönnum til æviloka Þið hafið kallað eftir því að þetta frumvarp verði kallað til baka og unnið upp á nýtt? „Ég vona það innilega. Það yrði stórslys ef þetta frumvarp yrði að lögum. Ég hef enga trú á því að það sé hægt að breyta því nógu mikið til að það verði boðlegt áður en þetta þing lýkur störfum.“ „Þannig ég vona innilega að enginn þingmaður taki þátt í því að reisa sé minnisvarða sem mun fylgja þeim til æviloka með því að samþykkja lögin í þeirri mynd sem þau eru núna,“ segir Jón Kaldal að lokum. Fiskeldi Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra skrifaði skoðanagrein á Vísi í morgun þar sem hún segir að vegið hafi verið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Unnin hafi verið vönduð og góð vinna við frumvarpið og allt sé uppi á borðum. Jón Kaldal, talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, ræddi við Telmu Tómasson um gagnrýni ráðherrans og breytingarnar sem verið er að gera á íslensku lagareldi með frumvarpinu. Sagan endurtaki sig Ráðherra gagnrýnir ykkur sem hafið talað mest gegn þessu frumvarpi. Hver eru ykkar viðbrögð? „Sagan er að endurtaka sig frá því fyrir fimm árum síðan. Þá voru það fyrrum starfsmenn Arnarlax sem komu að samningu frumvarps. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum mættum fyrir þingnefndir, töluðum beint við þáverandi ráðherra og þingmenn og vöruðum við því frumvarpi sem þá var lagt fram og varð að lögum,“ segir Jón. „Nú kallar ráðherrann þetta algjörlega óásættanlegt umhverfi og hún tók samt þátt í því með sinni ríkisstjórn að setja þessi lög. Þau eru að fara að endurtaka þessi mistök. Við vörum aftur við því að þau lög sem nú eru til umræðu í þinginu verði samþykkt,“ segir hann. „Starfsfólkið sem vinnur að þessum lögum eru fyrrum starfsmenn SFS. Eftir þá reynslu sem við höfum af samvinnu við ráðuneytið efumst við um að það sé heppilegt að fela fyrrum starfsmönnum sérhagsmunagæslufyrirtækis að halda utan um almannahagsmuni í svona viðkvæmu efni,“ segir hann. Eldisiðnaðurinn með allt niður um sig Finnst ykkur ekki vera nógu mikið samráð haft við ykkur? „Þetta er hálfgert sýndarsamráð. Við vorum kölluð inn í haust og komum þarna með opnum huga. Það var talað um að það ætti að herða mjög reglurnar um þennan skaðlega iðnað,“ segir Jón. „Í hverri umferð sem við sáum frumvarpið taka breytingum urðu fingraför SFS meira áberandi og á sama tíma kom ekkert af okkar ábendingum þarna inn. Þetta náttúrulega gengur ekki,“ segir hann. „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig, eldisdýrin eru að drepast í gríðarlega stórum stíl hjá þeim, það er sleppifiskur og mikil mengun. Sjötíu prósent þjóðarinnar eru á móti þessum iðnaði.“ Samþykkt lög muni fylgja þingmönnum til æviloka Þið hafið kallað eftir því að þetta frumvarp verði kallað til baka og unnið upp á nýtt? „Ég vona það innilega. Það yrði stórslys ef þetta frumvarp yrði að lögum. Ég hef enga trú á því að það sé hægt að breyta því nógu mikið til að það verði boðlegt áður en þetta þing lýkur störfum.“ „Þannig ég vona innilega að enginn þingmaður taki þátt í því að reisa sé minnisvarða sem mun fylgja þeim til æviloka með því að samþykkja lögin í þeirri mynd sem þau eru núna,“ segir Jón Kaldal að lokum.
Fiskeldi Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira