Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2024 20:40 Elías Jónatansson, orkubússtjóri á Vestfjörðum, við borholuna í dag. Hafþór Gunnarsson Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá rjúkandi heitt vatnið flæða upp úr borholunni í Tungudal í Skutulsfirði á myndum sem bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða tóku í gær. Ísafjarðarbær er næst stærsti þéttbýlisstaður landsins án jarðvarmaveitu, á eftir Vestmannaeyjum, en núna hafa vaknað vonir um að Ísafjörður komist í flokk hitaveitubæja. 58 stiga heitt vatnið flæðir úr borholunni.Ræktunarsamband Flóa og Skeiða „Hitastigið mælist núna vera 58 gráður,” segir Elías Jónatansson orkubússtjóri í samtali við Hafþór Gunnarsson, fréttaritara Stöðvar 2 á Vestfjörðum, sem spurði hvort það væri nothæft: „Það er vel nothæft, það hitastig. Þá skiptir bara máli hversu mikið magnið er.” Og gæti að minnsta kosti dugað hluta nærri þrjú þúsund manna byggðar við Skutulsfjörð en framundan er að mæla magnið. „Þetta myndi þá nýtast allavega hér í firðinum væntanlega. Og vonandi bara meira, líka fyrir eyrina,” segir Elías. Heita vatnið fannst á 480 metra dýpi og segir Elías greinilegt að þar hafi bormennirnir hitt á æð. Þeir eiga eftir að bora dýpra, sennilega niður á 700 metra. Bæjarstjórinn á Ísafirði, Arna Lára Jónsdóttir, gat ekki leynt gleði sinni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar líkti hún þessu við gullfund. En hvað segir orkubússtjórinn? Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði.Stöð 2 „Þetta er auðvitað bara mjög jákvæð vísbending. Við erum ekki búnir að finna kannski í því magni sem við þurfum. Við vitum það ekki ennþá. En þetta hefur gríðarlega þýðingu ef þetta er í nægilegu magni. Því að þá getum við vonandi dregið úr notkun rafmagns við kyndingu. Ef við finnum ekki nægilegt magn þurfum við varmadælu á vatnið. En það sem sagt ræðst vonandi bara á næstu vikum hvað þessi hola gefur raunverulega.” -En þetta gæti verið gullnáma? „Ja, það er engin spurning um að þetta hressir upp á fjárhaginn,” svarar orkubússtjórinn. Borholan er í Tungudal í Skutulsfirði.Hafþór Gunnarsson Og rifjar upp að Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að keyra dísilrafstöðvar með tilheyrandi mengun og kostnaði. „Já, það er auðvitað mjög slæmt fyrir umhverfið. Og það er líka mjög slæmt fyrir fjárhaginn. Við erum sennilega búin að setja í þetta 550 milljónir, bara í vetur, í olíu.” Og svo mikið er víst: Ísfirðingar hafa núna fengið staðfestingu á því að heitt vatn er í Skutulsfirði og þakkar Elías það sérfræðingum ÍSOR. „Ég ætla nú bara að óska þeim til hamingju með að hafa hitt á rétta staðinn. Því að það eru auðvitað sérfræðingarnir sem sögðu okkur hvar við ættum að bora,” segir Elías Jónatansson orkubússtjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Jarðhiti Bensín og olía Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Vatn Tengdar fréttir „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá rjúkandi heitt vatnið flæða upp úr borholunni í Tungudal í Skutulsfirði á myndum sem bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða tóku í gær. Ísafjarðarbær er næst stærsti þéttbýlisstaður landsins án jarðvarmaveitu, á eftir Vestmannaeyjum, en núna hafa vaknað vonir um að Ísafjörður komist í flokk hitaveitubæja. 58 stiga heitt vatnið flæðir úr borholunni.Ræktunarsamband Flóa og Skeiða „Hitastigið mælist núna vera 58 gráður,” segir Elías Jónatansson orkubússtjóri í samtali við Hafþór Gunnarsson, fréttaritara Stöðvar 2 á Vestfjörðum, sem spurði hvort það væri nothæft: „Það er vel nothæft, það hitastig. Þá skiptir bara máli hversu mikið magnið er.” Og gæti að minnsta kosti dugað hluta nærri þrjú þúsund manna byggðar við Skutulsfjörð en framundan er að mæla magnið. „Þetta myndi þá nýtast allavega hér í firðinum væntanlega. Og vonandi bara meira, líka fyrir eyrina,” segir Elías. Heita vatnið fannst á 480 metra dýpi og segir Elías greinilegt að þar hafi bormennirnir hitt á æð. Þeir eiga eftir að bora dýpra, sennilega niður á 700 metra. Bæjarstjórinn á Ísafirði, Arna Lára Jónsdóttir, gat ekki leynt gleði sinni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar líkti hún þessu við gullfund. En hvað segir orkubússtjórinn? Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði.Stöð 2 „Þetta er auðvitað bara mjög jákvæð vísbending. Við erum ekki búnir að finna kannski í því magni sem við þurfum. Við vitum það ekki ennþá. En þetta hefur gríðarlega þýðingu ef þetta er í nægilegu magni. Því að þá getum við vonandi dregið úr notkun rafmagns við kyndingu. Ef við finnum ekki nægilegt magn þurfum við varmadælu á vatnið. En það sem sagt ræðst vonandi bara á næstu vikum hvað þessi hola gefur raunverulega.” -En þetta gæti verið gullnáma? „Ja, það er engin spurning um að þetta hressir upp á fjárhaginn,” svarar orkubússtjórinn. Borholan er í Tungudal í Skutulsfirði.Hafþór Gunnarsson Og rifjar upp að Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að keyra dísilrafstöðvar með tilheyrandi mengun og kostnaði. „Já, það er auðvitað mjög slæmt fyrir umhverfið. Og það er líka mjög slæmt fyrir fjárhaginn. Við erum sennilega búin að setja í þetta 550 milljónir, bara í vetur, í olíu.” Og svo mikið er víst: Ísfirðingar hafa núna fengið staðfestingu á því að heitt vatn er í Skutulsfirði og þakkar Elías það sérfræðingum ÍSOR. „Ég ætla nú bara að óska þeim til hamingju með að hafa hitt á rétta staðinn. Því að það eru auðvitað sérfræðingarnir sem sögðu okkur hvar við ættum að bora,” segir Elías Jónatansson orkubússtjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Jarðhiti Bensín og olía Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Vatn Tengdar fréttir „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42
Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56
Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44